Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1995, Page 5

Frjáls verslun - 01.01.1995, Page 5
RITSTJORNARGREIN VIÐHORF TIL FYRIRTÆKJA í skoðanakönnun Gallup fyrir Frjálsa verslun, sem sagt er ítarlega frá annars staðar hér í blaðinu, er viðhorf fólks til fyrirtækja skoðað eftir fylgi þess við einstaka stjórn- málaflokka. Út úr þessu má lesa hvort viðhorf til fyrirtækja almennt ráðist af stjórnmálaskoðunum. Niðurstaðan úr könnuninni er sú að kjósendur allra flokka eru jákvæðir gagnvart fyrirtækjum. Þeir eru samt mismunandi jákvæðir. Þannig er greinilegur munur á við- horfum til fyrirtækja eftir stjórnmálaskoðunum fólks. Mun- urinn er samt minnstur þegar kemur að fyrirtækjum sem hvorki tengjast svonefndum Kolkrabba né samvinnuhreyf- ingunni. Af sextán vinsælustu fyrirtækjunum, sem spurt var sér- staklega um, reyndust kjósendur Framsóknarflokks al- mennt mestu stuðningsmenn fyrirtækja. En skammt á eftir komu kjósendur Sjálfstæðisflokks og munar þar mest um lítinn stuðning þeirra við fyrirtæki tengd samvinnuhreyf- ingunni. Næstir á eftir komu kjósendur Þjóðvaka. En síðan ráku kjósendur Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista lestina. Minnstur var stuðningur kjósenda Kvennalistans við fyrirtækin. Það hlýtur að teljast nokkuð fróðleg niður- staða þar sem sterkt atvinnulíf er undirstaða velferðarkerf- isins og mjúkra pakka. HVERJIR EIGA VERKFALLSSJÓÐI? Davíð Oddsson forsætisráðherra benti kennurum í Kenn- arasambandi íslands nýlega á að greiða út digran verkfalls- sjóð sinn, 450 milljónir króna, í stað þess að fara í verkfall, verða fyrir tekjutapi og eyða verkfallssjóðnum. Davíð kvað kennara geta náð sér í kjarabót með þessari leið. F orráðamenn kennara urðu æfir út í Davíð vegna þessara ummæla og sögðu að þetta væri svona svipað og að segja fólki að taka eigin peninga út af bankabók og nó sér þannig í kjarabót. Eign, semfólk ætti fyrir, gæti ekki verið kjarabót. Það er athyglisvert að bæði Davíð og kennarar tala um verkfallssjóði sem eign. Greiðsla í sjóðina er hins vegar fremur styrkur við stéttabaráttu. En eignaumræðan vekur upp spurningar eins og hvað séu verkfallssjóðir, hverjir eigi þá og eftir hvaða reglum ætti að greiða eigendum eignina réttlótlega út væri vilji fyrir því? Kjarni málsins er að verkfallssjóðir eru ekki séreignar- sjóðir þótt sumir félagsmenn greiði miklu hærri fjárhæðir í þá en aðrir. Þeir eru sameign. f raun eru þeir fé sem félags- menn nánast afsala sér. Enda fá þeir ekki greitt úr sjóðun- um í takt við það sem þeir greiða í þá. Og sumir fá raunar greitt úr þeim þrátt fyrir að hafa lagt sáralítið í þá. Þess vegna er líkingin við bankainnstæðu fremur óheppileg. Eignaumræðan vekur hins vegar upp þá spurningu hvort ekki eigi að breyta verkfallssjóðum í séreignarsjóði þar sem hver félagsmaður á sjálfur það sem hann sparar og leggur fyrir í verkfallssjóð. Þeir líktust þá frjálsum lífeyrissjóðum þar sem hugað væri meira að ávöxtun eignarinnar. Eignin væri fyrir hendi kæmi til verkfalls og fórnarkostnaður hvers og eins við að nota hana væri á hreinu. Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 56. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Hreinn Hreinsson, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 812300, Auglýsingasími 875380 — RITSTJÓRN: Bfldshöfðil8, sími 875380 - STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson - AÐALRITSTJÓRI: SteinarJ. Lúðvíksson - FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir — ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. eða 579 kr. á blað. — 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með greiðslukorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. — SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. - Edda prentstofa hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. — Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 5

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.