Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1995, Page 12

Frjáls verslun - 01.01.1995, Page 12
FRETTIR Námsstefna Stjórnunarfélagsins og ímarks: JflCK TROUT FJALLAR UM 22 LÖGMÁL MARKAÐARINS Einn kunnasti markaðs- maður heims, Jack Trout, fjallar um „22 lögmál markaðarins“ á náms- stefnu sem Stjórnunarfé- lag Islands gengst fyrir á Hótel Loftleiðum 23. febrúar næstkomandi í samstarfi við ÍMARK. Þetta er í annað sinn sem Jack Trout kemur til íslands. Síðast var hann hér á landi fyrir fimm ár- um. Fyrirlestur hans þá var geysilega vel sóttur og komust færri að en vildu. Jack Trout er ásamt fé- laga sínum, A1 Ries, höf- undur byltingarkenndra kenninga um markaðs- setningu þar sem þeir vega harkalega að ýms- um áratuga gömlum kenningum markaðs- fræðinnar. Jack Trout mætir brátt til fs- lands í annað sinn. Hann þyk- ir með allra skemmtilegustu fyrirlesurum. Bækur Jack Trout og A1 Ries, Positioning og Marketing Warfare & Bottom-up Marketing, þar sem kenningar þeirra eru útlistaðar, eru taldar í hópi áhrifaríkustu bóka sem komu fram á síðasta áratug. A námsstefnunni 23. febrúar, sem stendur frá kl. 09:00 til 15:00 áHótel Loftleiðum, fjallar Jack Trout um þau 22 lögmál markaðarins sem skilja á milli sigurs eða skipbrots í nútíma viðskiptalífi. En um þetta efni fjallar hann raunar í nýjustu bók sinni og félaga síns, A1 Ries. Þess má geta að Flug- leiðir bjóða þeim, sem sækja námsstefnuna, 30% afslátt af flugfar- gjöldum í tilefni af náms- stefnunni. Innifalið í fargjaldinu er ein gisti- nótt á Scandic Hótel Loft- leiðum með morgunverð- arhlaðborði. Guðmundur Hauksson, for- stjóri Kaupþings, kynnir skuldabréfaútboð AGA. BRÉFIN RUNNU ÚT Sala á skuldabréfum í 200 milljóna króna skuldabréfaútboði Kaup- þings fyrir sænska stór- fyrirtækið AGA, sem hófst 19. janúar síðastlið- inn, gekk afar vel. Bréfin seldust á 2 dögum. Utboðið markaði viss tímamót í sögu fjár- magnsmarkaðar á íslandi því þetta var í fyrsta sinn sem erlent fyrirtæki býð- ur út skuldabréf með þessum hætti hérlendis. Markmið útboðsins var að afla fjár til að draga úr gengisáhættu við rekstur dótturfélags AGA á ís- landi, ÍSAGA hf. HÁSKÓLI ÍSLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN Námskeið um stjórnun, rekstur og markaðsmál Hagnýtir þættir í starfsmannastjórnun Þórður S. Oskarsson vinnusálfræðingur 23. og 27. febrúar kl. 8:30-12:30. 8.500 kr. Þarftu að hressa upp á markaðsstarfið? Emil Grímsson fjármálastjóri, Magnús Pálsson framkvæmdastjóri, Þórður Sverrisson markaðsstjóri og Páll Kr. Pálsson forstjóri. 27. feb., 1. og 3. mars kl. 8:30-12:30. 9.500 kr. Forysta og stjórnun Þórður S. Oskarsson vinnusálfræðingur 1. og 6. mars kl. 8:30-12:30. 8.500 kr. Erlendir fjármagnsmarkaðir og áhættustjórnun Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður hjá Norræna fjárfestingabankanum. 16. mars kl. 15:00-19:00. 6.500 kr. Skráning og nánari upplýsingar í símum: 569 4923 og 569 4924 12

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.