Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1995, Qupperneq 20

Frjáls verslun - 01.01.1995, Qupperneq 20
FORSIÐUGREIN Marel fellur úr 8. í 29. sæti. Olís var í 5. sæti síðast en nú í 11. sæti. Þetta segir samt ekki allt. í sérkönnuninni í desember, þegar spurt var sérstak- lega um sextán efstu fyrirtækin, skákaði það mörgum öðrum fyrir- tækjum í vinsældum. Svipaða sögu má segja um BYKO. Það jók að vísu fylgi sitt á aðallistan- um frá því síðast, fór úr 27. í 14. sæti. En þegar kom að sérkönnuninni fékk það þriðja mesta fylgið af fyrirtækjun- um sextán. Ekkert þeirra hafði jafn- mikið fylgi á meðal „frekar jákvæðra" og Byko og neikvæðir í garð þess voru áberandi fáir. Fyrirtækjum á aðallista hefur fjölg- að. Þau eru núna 45 á móti 37 í fyrra. Á meðal fyrirtækja sem koma inn á listann núna eru: Atlanta, RUV, Stöð 2, Hekla, Sjóvá-Almennar, Nóatún, Morgunblaðið, Vero Moda, Toyota, Póstur og sími og Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna. / Oskar Magnússon, forstjóri Hagkaups: ÁNÆGJULEGT FYRIR OKKUR STARFSFÓLKIÐ aetta er afskaplega ánægjuleg niðurstaða fyrir okkur starfsmenn Hagkaups og mér er efst í huga að þakka fólkinu í landinu fyrir þann góða hug sem það ber til fyrirtækis- ins. Þetta er okkur hvatning til að halda okkar striki og gera enn bet- ur,“ segir Óskar Magnússon, for- stjóri Hagkaups, um niðurstöður könnunar Frjálsrar verslunar á vin- sældum fyrirtækja. Hagkaup varð í öðru sæti, á eftir Bónus. Þessi tvö fyrirtæki skera sig nokkuð úr hvað vinsældir fyrirtækja snertir. Fyrirtækin hafa sætaskipti á toppi listans. Bónus sest í topp- sætið. Bæði fyrirtækin bæta örh'tið við sig í fylgi frá því fyrir einu ári, Bónus þó sýnu meira. „Þótt vart sé merkjanlegur mun- ur á fylgi þessara tveggja fyrirtækja get ég svo sem vel unnt Bónus þess að sitja í efsta sætinu í eitt ár. En það verður ekki mikið lengur,“ segir Óskar. Könnunin var gerð í nóvember. Henni var síðan fylgt eftir með ann- arri könnun í desember þar sem spurt var beint um afstöðu til fimm- tán efstu fyrirtækjanna í nóvember- könnuninni. Seinni könnunin gefur vísbendingar um það hvemig fylgið skiptist eftir kynjum, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum. Óskar segir að hið góða fylgi fólks við Hagkaup sé fyrst og fremst góð- um starfsmönnum - og stefnu fyrir- tækisins - að þakka. „Hjá Hagkaup era yfir 1.100 manns á launaskrá, að vísu margir í hlutastarfi, og nánast allir eru í miklum samskiptum við kröfuharða neytendur á degi hverj- um. Þetta eru neytendur sem gera miklar kröfur til þjónustu og viðmóts starfsfólks sem og verðs, gæða og Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups: „Ég get svo sem vel unnt Bónus þess að sitja í efsta sætinu í eitt ár. En það verður ekki mikið lengur.“ vöruúrvals f verslununum. Þess vegna skiptir það afar miklu máli hvernig fyrirtækið og starfsmenn standa sig á degi hverjum gagnvart viðskiptavinunum. “ - Nú eiga eigendur Hagkaups helm- inginn í Bónus. Þau tengsl hafa orðið til þess að í umræðum manna í við- skiptalífinu heyrast æ oftar þær radd- ir að Hagkaup og Bónus séu orðin of mikil veldi á markaðnum. Óttastu að þessi umræða muni skaða orðstír Hagkaups á næstu árum? „Á meðan Hagkaup stendur sig áfram í að bjóða góða vöru, góða þjónustu og lágt vöruverð óttast ég ekki orðspor þess. Hagkaup og Bónus eru í harðri samkeppni við hvort annað þrátt fyrir eignaleg tengsl - og þrátt fyrir að eigendur þeirra eigi innkaupafyrirtækið Baug sem báðar verslanimar skipta við. Það er beinlínis stefna eigend- anna að þau keppi sín á milli. Enda hefur það komið áþreifanlega í ljós að þau eru að keppa eins og þeim er ætlað að gera. Er skemmst að minnast ágreinings og árekstra á milli þeirra á síðasta ári út af kjöti og fór það ekki leynt í fjölmiðlum. Það verður Mka að hafa í huga að um ólíkar verslanir er að ræða. Hag- kaup er með mikið vöruúrval, býður um 9 þúsund vörumerki. Bónus flokkast hins vegar undir afsláttar- verslun og er með miklu takmark- aðra vöruúrval. Raunar held ég að það séu fyrst og fremst aðrir keppinautar á mark- aðnum sem haldi þessari umræðu um stærð og styrk til streitu. Þeir hafa sótt að báðum fyrirtækjunum og reynt að koma því inn hjá fólki að eitthvað sé athugavert við stöðu þeirra. í ljósi þessa er niðurstaðan úr könnuninni enn ánægjulegri. Fólkið í landinu veltir því nefni- lega fyrst og fremst fyrir sér hvar það geti fengið góða vöru á góðu verði. Ekkert fyrirtæki verður stórt af sjálfu sér á markaði þar sem mörg fyrirtæki berjast í harðri samkeppni eins og á matvælamarkaðnum. Fyrirtæki verður stórt vegna þess að fólk vill skipta við það. Það eru kröfuharðir neytendur, sem greiða atkvæði daglega með buddunni sinni, sem ráða stærð og umsvifum fyrirtækja," segir Óskar Magnús- son. TEXTI: 1ÓN G. HAUKSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.