Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1995, Side 28

Frjáls verslun - 01.01.1995, Side 28
MARKAÐSMAL Könnun á verðbreytingum tslenskra fjölmiðla: TÍMARIT HÆKKAÐ MINNA EN AÐRIR FJÖLMIÐLAR níslensk tímarit koma best út í könnun á verðþróun fjölmiðla undanfarin sex til sjö ár. Flest tímarit hafa hækkað um 54 til 109% í verði í lausasölu á þessum tíma en aðrir helstu fjölmiðlar lands- ins hafa hækkað um 88 til 131%. Til samanburðar má geta þess að framfærsluvís- italan hækkaði um 72% á sama tíma. Þetta eru niður- stöður úr könnun sem Frjáls verslun hefur gert fyrir tímabilið maí 1988 til febrúar 1995. Hafa ber í huga að veru- legur hluti af hækkun á verði flestra fjölmiðla er til kom- inn vegna þess að 14% virð- Hlutfallsleg hækkun á verði fjölmiðla % frá maí 1988 til febrúar 1995 Á þessari skýringarmynd má sjá hlutfallslega hækkun á verði fjölmiðla frá maí 1988 til febrúar 1995. Hækkun á framfærsluvísitölunni er sett inn til viðmiðunar. MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 28 isaukaskattur var lagður á fjölmiðla um mitt árið 1993. Þannig hefur til dæmis verð flestra tímarita hækkað minna en framfærsluvísita- lan ef miðað er við verð án virðisaukaskatts. Allflest tímarit hafa til dæmis lækk- að um 8 til 22% í verði án virðisaukaskatts miðað við fast verðlag eins og sjá má á meðfylgjandi skýringar- mynd. FRAMKVÆMD KÖNNUNARINNAR Könnunin fór fram í febr- úar 1995 og var stuðst við upplýsingar í Hagtíðindum, sem Hagstofa íslands gefur út, og viðbótarupplýsinga var aflað hjá fjölmiðlafyrir- tækjum. Þeir fjölmiðlar, sem valdir voru í könnunina, eru Stöð 2, Ríkisútvarpið, Morgunblaðið, DV svo og tímarit. Valin voru allflest tímarit sem Fróði hf. gefur út en þau endurspegla vel þróunina á tímaritamar- kaðnum. Kannað var verð á fjölm- iðlum eins og það var annars vegar í maí 1988 og hins vegar í febrúar 1995 og breytingar bornar saman við framfærsluvísitöluna.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.