Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1995, Side 33

Frjáls verslun - 01.01.1995, Side 33
UPPSKRIFT AÐ BREYTTU FYRIRTÆKI 1. Ráðið eingöngu starfsfólk sem er forvitið. 2. Ráðið nokkra með frjótt ímyndunarafl. 3. Losið ykkur við litlaust og dauft fólk. 4. Ráðið yngra fólk, það er sveigjanlegra. 5. Hvetjið starfsfólk til að taka sér frí reglulega. 6. Skapið aðstæður til að örva samvinnu starfsfólks. 7. Hvetjið til endur- og símenntunar starfsfólks. 8. Alið á og mælið með forvitni starfsfólks. 9. Skapið pannig vinnustað að starfsfólk hlakki til að mæta í vinnu. 10. Gerið oft eitthvað óvænt, breytið reglulega til. búið þessum eiginleika og skapa því aðstæður þannig að ímyndunarafl og sköpunargleði þess fái að blómstra. Slíkt fyrirtæki myndi ávallt hafa það að leiðarljósi að gera viðskiptavininn ekki aðeins ánægðan heldur koma honum alltaf skenuntilega á óvart. Hluti af þessari þekkingarleit er endurmenntun og símenntun sem er fólgin í því að halda ekki að þegar skólabókum og heimavinnunni sleppir séu menn lausir um aldur og ævi við að „lesa heima fyrir næsta dag“. Þekkingin er tvímælalaust upp- spretta virðisauka í nútímafyrirtækj- um. Mikilvægt er að finna leið til að þróa og virkja hana innan fyrirtækja. En þekking er líka vald (sbr. mennt er máttur). Sá, sem veit meira en annar, hefur ákveðið forskot og þess vegna sitja margir á upplýsingum og þekk- ingu án þess að deila henni með öðr- um. Það er því algjör nauðsyn fyrir fyrirtæki að starfsfólk þess sé hvatt til að deila þekkingu sinni meðal sam- starfsmanna en haldi henni ekki bara fyrir sig. Höfundurinn telur að þetta sé nánast „landlægt" í fyrirtækjum og geta margir tekið undir það. Þeir, sem hafa þekkingu og geta deilt henni með öðrum, eru fyrirtækinu mikil- vægastir. Áður fyrr var það viðkvæði stjómenda ef starfsfólk sást tala sam- an: „Hættið að tala og farið að vinna“ en núna er það ekki aðeins hluti af vinnunni heldur jafnvel undirstaða hennar að starfsfólk tali meira saman. Tom Peters finnst flest stórfyrir- tæki leiðinlegir og óspennandi vinnustaðir og að þess vegna þurfi að bylta þeim. En þegar búið er að skapa nýtt fyrirtæki með nýja hugsun er það þá sjálf- krafa orðið áhugaverður vinnu- staður? Forsenda þess er að búið sé til fyrir- tæki sem er forvitið (curious corpora- tion). UMFJÖLLUN Hér er um af- skaplega hressi- lega lesningu að ræða þar sem höf- undurinn talar tæpit- ungulaust og er með vægast sagt óhefð- bundnar leiðir og lausnir í huga. Bókin ber það með sér að vera saman- tekt úr fyrirlestrum sem byggja á punktum og glærum höfundar sem greinilega flytur þá að mestu blaðlaust og talar eins og andinn Tom Peters klæðist hér Ber- muda buxum við jakkann sinn til að leggja áherslu á mikilvægi ímyndunarafls í rekstri fyrir- tækja. blæs honum í bijóst hverju sinni og kannski þess vegna er Tom Peters talinn einhver besti fyrirlesari sem völ er á. Vand- inn er bara sá að fyrir sKka fyrirlesara er eríitt að ætla að koma slíkum flutningi á viðfangsefni á prent. Þannig verður bókin stundum svolítið rugl- ingsleg og það koma fyrir endurtekning- ar á dæmum og dæmisögum þar sem margar þeirra eiga við um fleiri en eitt við- fangsefni en koma illa út í samfelldum lestri texta. Þetta kemur eflaust ekki að sök í ólíkum fyrirlestr- um sem jafnvel eru ekki fluttir fyrir sama hóp áheyrenda og þannig fá þeir aðeins eina frásögn hverju sinni. Höfundurinn hefur unnið mjög vel alla heimildarvinnu og því er auðvelt að verða sér úti um mikið af nýlegu lesefni um hvert viðfangsefni. Allar tilvitnanir hafa mjög ítarlegá skír- skotun og eru þau vinnubrögð til mikillar fyrirmyndar þannig að ekki verður Tom Peters sakaður um að gera hugmyndir annarra að sínum.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.