Frjáls verslun - 01.01.1995, Qupperneq 34
ERLEND VEITINGAHÚS
JOEY’S PAESANO - NEW YORK
Sigmar B.
f % Hauksson skrifar
m ‘ iHm reglulega um
®T'\ , þekkta erlenda
'fej, bisnessveitinga-
staði fyrir Frjálsa
B « vcrshm.
„New York is a great place.“ Já,
það má með sanni segja. Þessi full-
yrðing á ekki síst við hvað varðar
veitingahús þar. í New York
eru sennilega um 15.000 veit-
ingastaðir. Hvergiíheiminum
er eins mikil fjölbreytni í teg-
undum veitingahúsa. Talið er
að fólk af 150 þjóðemum búi í
„borginni sem aldrei sefur“,
og öruggt má telja að þar séu í
það minnsta 100 tegundir
veitingahúsa sem hafi á boð-
stólum mat frá einhverju ák-
veðnu landi eða menningar-
svæði. Eitt er víst að allir
ættu að fmna eitthvað við sitt
hæfi. New York er því tilvalin
borg fyrir sælkera að heim-
sækja, allavega ættu þeir,
sem heimsækja borgina, að
gefa þessum þætti nánari
gaum.
Á hverjum degi dvalarinnar
er hægt að heimsækja nýjan
og nýjan veitingastað sem
hefur eitthvað spennandi og
áhugavert á boðstólum, eða
eins og borgarbúar segja
sjálfir; „Eat out — from
Kentucky to Katmandu“.
New York búar fara mun oftar
út að borða en aðrir Banda-
ríkjamenn. Þeir, sem dvalist hafa í
New York skilja það mætavel.
í New York er mikill fjöldi kín-
verskra og ítalskra veitingahúsa og á
síðari ámm hefur veitingahúsum frá
Mexíkó fjölgað mjög. Flestir hinna
betri kínastaða eru í Chinatown eða á
þvergötunum við Canal Street og
suður um Bowery. Víða í New York
eru mörg hveríi þar sem nær ein-
göngu býr fólk af ítölskum uppruna.
Nefna mætti hverfi vestur af Bronx
Zoo á 187 götu nálægt Bishop Pem-
icone Plaza og svo á svæðinu í kring-
um Carroll Gardens í Brooklyn. Þá
eru margir ágætir ítalskir veitinga-
staðir í Greenwich Village.
Skemmtilegt er að heimsækja
Little Italy sem er skammt frá China-
town. Eins og gefur að skilja ríkir
ítölsk stemning á Little Italy. Þar em
margir ljómandi ítalskir veitingastaðir
og verslanir sem selja ítalskar vörur.
Einn af skemmtilegri stöðunum í
Little Italy er Paesano. Þetta er ekki
mjög dýr staður en þar er jafnan líf og
§ör enda staðurinn vinsæll. Eigandi
staðarins er líflegur og glaðlegur ná-
ungi kallaður Joey. Joey stjórnar öllu
ákveðinn með bros á vör. Hann spjall-
ar við alla enda eru fastagestirnir
margir. Að snæða á Paesano er svip-
að og að koma í eldhúsið hjá ítalskri
íjölskyldu. Aðalumræðuefnið eru
gæði matarins og ef maður er í vafa
hvað með maður eigi að panta þá þyk-
ir það sjálfsagður hlutur að spyrja
aðra gesti hvað þeir séu að borða og
með hverju þeir mæli.
Joey er ekta „New York ítali“.
Hann er fæddur í borginni og ólst þar
upp en foreldrar hans komu frá gamla
landinu — Ítalíu. Þó svo að Paesano
sé „ekta“ ítalskur veitingastaður,
leggur Joey mikið upp úr því
að nota bandarískt hráefni
„Það besta í heiminum, “ segir
Joey. Þó segist hann nota ít-
alska ólífuolíu, ýmsa osta og
pylsur. Við notum aðeins það
besta hráefni sem til er á
markaðnum, endurtekur Joey
stoltur. „Sjáðu þessa tóm-
ata,“ segir hann stoltur og
sýnir mér littla eldrauða tó-
mata. „Þessir eru frá Kalif-
orníu, þú færð ekki betri tó-
mata í góða sósu.“ „Sjáðu
þetta,“ segir hann og dregur
mig afsíðis og hellir rauðvíni í
glas og réttir mér. „Þetta er
bandarískt Chianti, frábært
vín.“ Ég verð að viðurkenna
að vínið er ljómandi. „Banda-
rískar vörur eru ódýrari,"
segir Joey og heldur áfram:
„Ef þær eru jafn góðar eða
betri en þær ítölsku þá notum
við aðeins bandarískt hráefni
en það er algjört skilyrði að
þær séu jafngóðar, helst
betri,“ segir Joey með ákafa.
Paesano er góður og
skemmtilegur veitingastað-
ur, maturinn er vel útilátinn og á mjög
sanngjörnu verði. Það er þó umfram
allt stemningin sem gerir staðinn svo
hrífandi.
Joey’s Paesano
205 West Street
N.Y.10036
sími 212-997-8700
fax 212-730-5505