Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 46
SIMAR beinan síma í vinnunni, getur með einni skipun flutt beina vinnunúmerið heim til sín að loknum starfsdegi. Sé hringt í beina símann eftir vinnu hringir heima hjá viðkomandi. Þótt beini vinnusíminn sé fluttur heim verður heimilisnúmerið ekki óvirkt. Bæði númerin eru virk á heimilinu. Af sama toga er flutningur á beina símanum yfir á annað númer innan fyrirtækisins yfir daginn, til dæmis til ritarans eða yfir á skiptiborðið. Þetta kemur sér vel þegar starfsmaður er að tala í beina símann og einhver hringir á sama tíma í hann. Hringingin flyst til ritarans sem svarar og tekur skilaboð. Þeir, sem eru með venjulegan síma heima hjá sér, þ.e. ekki með skamm- valsminni, geta með sérþjónustunni fengið SKAMMVALSMINNI í sím- stöð Pósts og síma. Ef viðkomandi er með tvo eða þrjá síma heima hjá sér, í sitt hverju herberginu, þarf hann ekki að setja skammvalið inn í hvert sím- tæki fyrir sig, heldur getur haft sam- eiginlegt skammval fyrir alla símana í símstöðinni hjá Pósti og síma. Ýmsir fleiri möguleikar tengjast símtækjum nútímans og sérþjónustu Pósts og síma. Þannig er hægt að koma með aðgerð sem lætur SÍM- TAL BÍÐA. Viðkomandi er þá að tala í símann og annar hringir á sama tíma í númerið. Tónn kemur inn í samtalið og gefur vitneskju um hringinguna. Samtímis fær sá, sem hringir, að vita að hann sé kominn á bið. Sá, sem í er hringt, getur einnig með þessari tækni, rofið samtalið og beðið þann, sem hringdi, að bíða. Þannig virkar þjónustan eins og viðkomandi sé með tvær línur heima hjá sér. ÖRYGGISTÆKIOG LANGLÍNUHRINGINGAR Með sérþjónustunni er ennfremur hægt að nota símtækið sem ÖRYGG- ISTÆKI til að kalla á hjálp. Þetta er hentug þjónusta fyrir gamalt og sjúkt fólk. Símtækið er þá forritað þannig að aðeins þarf að lyfta símtólinu og þá hringir sjálfkrafa í annað númer og vitneskja berst um að eitthvað sé að. KOSTIR GSM FARSÍMA ostir GSM farsíma fyrir stjómendur eru margir. Það er auðvelt fyrir þá að ná sam- bandi við starfsmenn sína og við- skiptamenn. Og það gengur auðvitað í báðir áttir, auðvelt er fyrir starfs- menn og viðskiptamenn að ná í þá. Tökum dæmi. Stjórnandinn þinn er staddur í viðskiptaferð í Dan- mörku. Það kemur upp mál á skrif- stofunni sem þarf að bera undir hann. Hringt er beint í GSM-farsí- mann sem vitað er að stjómandinn beri á sér þar sem GSM farsímar eru litlir og nettir. Hringt er í 989 og fimm stafa númerið hans. Engin vandræði eru með að hringja inn og út úr löndum hvað varðar svæðis- númer. Og að sjálfsögðu er hægt að hringja úr almenna símkerfinu í GSM farsíma og öfugt. Stjómandinn svarar að bragði. Hann er staddur í leigubíl í miðri Kaupmannahöfn. Enhanngætiþess vegna einnig verið uppi á hótelher- bergi, á veitingahúsi, á fundi, í flug- stöð á leið í tengiflug eða hvaðeina. Hann svarar. Það er gott aðgengi að honum með GSM farsíma við hend- ina. Á sama hátt á hann einnig mjög Kostir GSM farsíma eru þessir helstir: Auðvelt er að ná sambandi í þá á milli landa, þeir eru flestir með- færilegir, passa vel í vasa og eru léttir og fyrirferðarlitlir. auðvelt með að hringja hvert sem er, hvar sem hann er staddur í Kaup- mannahöfn. Hann getur þess vegna hringt úr leigubilnum þar sem hann er staddur í miðjum umferðarhnút á leið sinni á milli funda. Líklegast er stjómandinn þó staddur á hótelher- bergi sínu og notar GSM farsímann sinn þar sem mjög dýrt er að hringja af hótelum. Álagning þeirra á síma- þjónustu er himinhá. íslendingar hafa gert notenda- samning við margar þjóðir Evrópu um GSM farsímakerfið. Hafi stjórnand- inn símakort fyrir GSM farsíma get- ur hann fengið lánaðan síma og fær- ist kostnaðurinn við hringinguna á kortið hans. Raunar er það svo að notkunin skráist á númerið hans hér á landi hvar sem hann er annars staddur. Því má svo bæta við að ef fyrir- tæki hér á landi færi að reka GSM kerfi gæti það samið við erlent rekstrarfyrirtæki með samningi sem myndi gilda í mörgum löndum. Fyrir utan gott og auðvelt að- gengi að GSM farsímum er sam- merkt með þeim hversu léttir og fyrirferðarlitlir þeir eru. Þeir eru með þrjár tegundir af rafhlöðum sem gera þá mislétta og mismun- andi fyrirferðarlitla eftir tegundum. Gæði þeirra GSM farsíma, sem eru til sölu hér á landi, eru yfirleitt mikil. Flestir eru meðfærilegir, passa vel í vasa og eru léttir. Sumir eru með innbyggð lotnet, á öðrum er um 5 sentimetra loftnet sem stendur upp úr þeim. Síðast en ekki síst ræður útlit símanna nokkru um val manna á milli tegunda. Menn rífast hins vegar ekki um smekk eða útlit. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.