Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1995, Page 53

Frjáls verslun - 01.01.1995, Page 53
Kópavogi og opnuðu verslunina Garðakaup árið 1984. Kaupgarður átti engu að síður áfram húsnæðið í Enighjallanum, bróðurpartinn af allri ver slanamiðstöðinni. Þeir feðgar ráku Garðakaup til árs- ins 1987 er þeir seldu verslunarrekst- urinn í Garðakaupum. Kaupgarður hf. átti hins vegar áfram verslunarhús- næðið ásamt hluta af ýmsu öðru hús- næði í miðbæjarkjarnanum í Garðabæ sem félagið hafði byggt. Þar með var Kaupgarður hf. í raun orðinn eignar- haldsfélag og var Ólafur einn stærsti hluthafmn. En Ólafur Torfason hefur víðar komið við. Hann var stór hluthafi í Byggingarfélaginu hf., sem byggði Egilsborgir, á milli Rauðarárstígs og Þverholts, og háhýsið í Garðabæ. Ólafur stýrði ekki rekstri Byggingar- félagsins heldur var einvörðungu hluthafi til að byrja með. Þegar framkvæmdimar í Egils- borgum voru komnar í hálfgerðan hnút í kringum 1989 og dæmið í tals- verðri hættu gagnvart íbúðakaupend- um, tók Ólafur við verkinu og kláraði það. Það er einmitt í hluta af húsnæð- inu í Egilsborgum þar sem Hótel Reykjavík er til húsa. Ólafur gerðist hins vegar ekki hót- elstjóri. í maí árið 1993 hætti leigu- takinn í húsnæði Kaupgarðs í Garða- kaupum og Ólafur tók þá sjálfur við verslunarrekstrinum. Hann rekur þá verslun núna ásamt því að auka um- svif sín á sviði hótelreksturs. Þótt Ólafur hafi verið potturinn og pannan í kaupunum á Holiday Inn og fyrirtæki hans, Kaupgarður hf., eigi meirihlutann í því, koma fleiri við sögu. Að kaupunum standa Kaup- garður hf., ferðaskrifstofa Guðmund- ar Jónassonar og byggingarfélagið Mænir sem er í eigu Kristmanns Árnasonar og fjölskyldu. Til að fjármagna kaupin á hótelinu Holiday Inn og Skíðaskálanum í Hveradölum seldi Kaupgarður hf. húsnæði sitt í Engihjallanum fyrir ára- mót. Og nýlega seldi fyrirtækið einn- ig bróðurpartinn af húsnæðinu í Garðabæ. Raunar mun fyrirtækið ekki ráðgera að eiga Skíðaskálann til langframa og þegar hefur rekstur hans verið leigður út til annars fyrir- tækis. ALINN UPP í BÚÐINNIÁ HORNINU Ólafur er fæddur 20. október 1951 og er því í merki Vogarinnar. Stjörnu- spakir segja að Vogin sé friðelskandi rólyndismanneskja með fágaðan Ólafur er næstelstur fimm bama hjónanna Torfa Þ. Torfasonar kaup- manns og Ástríðar Ólafsdóttur. For- eldrar Torfa vom Torfi Þ. Guðmundsson í Norðurfirði á Strönd- Ólafur var á árum áður söngvari í ýmsum popphljómsveitum. Hann var meðal annars í hljómsveitunum Zoo og Experiment. íZoo þandi Björgvin Gíslason gítarinn í kapp við raddbönd Ólafs og í Experiment, sem einkum lék á Kefla- víkurflugvelli, söng Ólafur með Önnu Vilhjálms. smekk sem á auðvelt með að standa á eigin fótum. Oft hefur þetta fólk list- rænar tilhneigingar en er jafnframt fremur íhaldssamt og tregt til nýjunga í persónulegum smekk. um og kona hans Ingigerður Dam- valsdóttir. Foreldrar Ástríðar voru Ólafur Jóhannesson kaupmaður í Reykjavík og Marta Sveinbjörnsdótt- ir. Elst barna þeirra Torfa og Ástríðar Sérhæfð þjónusta á öllum sviðum inn- og útflutnings ^TVG TOLLVÖRUGEYMSLAN HF. Héfllnsgata 1-3, 105 Roykjavflc. sfml: 6813411, fax; 6680211 þínmiðstöð í INN- DG ÚTFLUTNINGI 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.