Frjáls verslun - 01.01.1995, Síða 55
„Hann er mikill áhugamaður um
trjárækt og kann vel við sig í moldar-
gallanum í garðinum við að snúast í
kringum trén,“ segir íjölskylduvinur.
„Vinnan er númer er eitt, tvö og
þrjú hjá honum. Hann hugsar vel um
sinn rekstur og skilur trúlega vinnuna
aldrei við sig. Hann gefur sér ekki
mikinn tíma til að ferðast með ijöl-
skyldunni, helst að hann skreppi með
konunni til útlanda í stuttar ferðir en
hérna heima er hann ekki dæmigerð-
ur Þingvallahringsmaður.“
Fjölskyldan stundaði áður hesta-
mennsku en þar kom að það var látið
víkja vegna anna í vinnu. Sama á við
um veiðiferðir sem Ólafur hafði um
tíma áhuga á en hefur ekki sinnt nú í
nokkuð mörg ár.
Ólafur er félagi í Lionsklúbbi
Garðabæjar og tekur virkan þátt í því
starfi sem þar fer fram. A sumrin fer
hann iðulega með fjölskyldunni í sum-
arbústað, sem hans fólk á við Álfta-
vatn, og tekur einnig k'tillega þátt í því
uppbyggingarstarfi sem fjölskyldan
vinnur að norður í Ófeigsfirði en þar
er unnið að endurbótum á gamla íbúð-
arhúsinu. Til styrktar því starfí eru
haldnir sérstakir fjáröflunardansleikir
innan ættarinnar og fjár aflað með
bögglauppboðum en þar hefur Ólafur
einmitt verið uppboðshaldari við góð-
an orðstír.
Hann er glaðlyndur og kátur í dag-
legri umgengni og kemur oft fram
sem mikill brandarakall.
Ólafur er bindindismaður á tóbak
en lyftir glasi í góðra vina hópi. Hann
stundar ekki trimm með reglulegum
hætti en reynir að fara að jafnaði einu
sinni í viku í líkamsrækt og sund í
sundlaug Garðabæjar. Þá fer Torfi,
yngsti bróðir hans, með honum og
Ólafur, yngsti sonur hans. Þeir feðg-
ar og frændur fara hring í tækjasaln-
um og fá sér góðan sundsprett á eftir.
Ólafi og Torfa, bróður hans, er vel
til vina og vinna þeir saman í Garða-
kaup þar sem Torfi er kjötiðnaðar-
maður. Einn besti vinur Ólafs til
margra ára er Heiðar Vilhjálmsson,
kaupmaður í Straumnesi í Breiðholti.
„Við höfum þekkst síðan 1977
þegar ég keypti af þeim búðina,“
sagði Heiðar. „Ólafur er ákaflega
skipulagður í vinnubrögðum og áræð-
inn. Okkur hefur orðið vel til vina og
höfum farið saman með okkar fjöl-
skyldum í ferðalög um Evrópu og víð-
ar.“
Ólafur er sagður strangur yfirmað-
ur sem geri miklar kröfur til starfs-
fólks síns og líði ekkert hangs og
slæpingshátt. Hann er ekki það sem
stundum er kallað „hvítflibbayfirmað-
ur“ heldur vinnuforkur sem hikar ekki
við að vaða í vinnu með sínum mönn-
um og gengur þannig á undan með
góðu fordæmi. Hann hreinsar sjálfur
timbrið í sínum byggingum og vasast í
flestu, sem fer fram á byggingarstað,
ef því er að skipta.
„Hann er góður samstarfsmaður
og yfirmaður,“ segir Bjarni Ásgeirs-
son, hótelstjóri á Hótel Reykjavík,
sem unnið hefur með Ólafi í nokkur ár
og hefur þekkt til hans lengi. Bjarni
hefur einnig tekið við starfi hótel-
stjóra á Grand Hótel. Hann verður
yfirhótelstjóri beggja hótelanna.
„Óli er mjög skarpur og fljótur að
átta sig á hlutunum og sér oft tæki-
færi í því sem aðrir sjá ekki. Hann sér
heildarmyndina oft á undan öðrum.
Það er aldrei logn í kringum hann og
hann þrífst best í hæfilegum látum.
Hann er vissulega skapmikill og getur
verið óvæginn en mér finnst hann
ekki misnota það.“
Ólafur er maður sem heldur fast í
þúsundkallinn ef honum finnst verðið
ekki rétt en hikar ekki við að festa 100
milljónir í því sem hann trúir að eigi
eftir að skila arði. Hann hefur barist
áfram í 20 ár af eigin rammleik og
aldrei misst trúna á það að ijárfesta í
steinsteypu og byggingum.
vörudreifiiig
UM ALLT LAND
Vörudreifíngarmiðstöð
sem spannar um 70 staði
vítt og breítt um landið
■STVG
VÖRUDREIFIIMGARMIÐSTÖÐ
Hé&lnsgata 1-3. 106 Roykjavfk. sfml: 6813030, fax: 6812403
55