Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1995, Page 60

Frjáls verslun - 01.01.1995, Page 60
NÝJUNGAR OF MflRGIR BIBA MEB HERT GÆÐAEFTIRLIT Það getur kostað markaðshlutdeild. Framleiðendur eiga að nýta sér gæðaeftirlit til að styrkja stöðu sína og vinna nýja og arðbærari markaði unnar Óskarsson hjá FTC á íslandi telur að framleiðendur verði að taka upp hert gæða- eftirlit að eigin frumkvæði áður en það er um seinan. Þeir verði að hafa frumkvæði að nýjungum og nýta ráð- gjöf og þekkingu sölumanna sér til framdráttar. Að öðrum kosti eigi þeir á hættu að verða undir í samkeppn- inni og missa niður markaði. BÆTTGÆÐIÁN TILSKIPANA Gunnar Óskarsson, eigandi fyrir- tækisins FTC á íslandi, sem selur tæki til gæðaeftirlits og sérhæfð tæki til að bæta nýtingu í matvælaiðnaði, telur að of margir framleiðendur setji upp öflugt gæðaeftirlit að kröfu við- skiptavina. „í stað þess að bíða eftir því að viðskiptavinir setji fyrirtækinu úr- slitakosti eiga framleiðendur að vera fyrri til og nýta sér bætt gæðaeftirlit til að styrkja stöðu sína og vinna nýja og arðbærari markaði. Það getur reynst þeim dýrkeyt sem bíða og taka ekki við sér fyrr en viðskiptavinir setja þeim úrslitakosti. Það tekur alltaf tíma að aðlaga fyrir- tæki að nýjum vinnuaðferðum sem fylgja öflugra gæðaeftirliti og þessi tími getur einfaldlega kostað mark- aðshlutdeild. Það er mikill fórnar- kostnaður eftir margra ára uppbygg- ingu á markaði.“ FTC Á ÍSLANDI Fyrirtæki Gunnars, FTC á íslandi, hóf starfsemi með sölu á beinhreinsi- TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: KRISTJÁN 60 vélinni frá FTC, Food Technology Company í Svíþjóð. 7 fyrirtæki utan Svíþjóðar selja vörur undir nafni FTC. FTC á íslandi selur einnig tæki frá öðrum framleiðendum víðs vegar um heiminn. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru flestir úr röðum fiskframleiðenda og Beinhreinsivél sem eykur nýtingu fiskflaka. annarra fyrirtækja í matvælaiðnaði. Fyrirtækið leggur ríka áherslu á að fmna lausnir sem auka hagkvæmni í rekstri fyrirtækja. FTC á íslandi býður upp á margs konar mælitæki og efnavörur sem mæla meðal annars hita, sýrustig, fitu og efni eins og klór, kopar, blý, salm- onellu og listeríu. Þá selur það bein- hreinsivélar, reykofna til að reykja matvæli, fitumæla fyrir lamba- EINARSSON skrokka, öryggishanska sem koma í veg fyrir skurðarslys með hnífum og svo mætti áfram telja. FRUMKVÆÐIGETUR SKIPT SKÖPUM Gunnar telur einnig að of margir framleiðendur bíði eftir að samkeppn- isaðilarnir uppfylli nýjar þarfir mark- aðarins í stað þess að taka frumkvæð- ið, búa til þarfir og koma fyrstir með nýjar og áhugaverðar lausnir. í vax- andi samkeppni á alþjóðamarkaði verða fyrirtæki stöðugt að leita að nýjum tækifærum, sem meðal annars geta falist í breyttu neyslumynstri og lífsvenjum eða nýrri tækni. „Sem dæmi um þetta má nefna að sú kynslóð, sem nú er að verða sterk- asti kaupendahópurinn víða erlendis, er afar kröfuharður um gæði og fersk- leika, útlit og hollustu matvæla og er reiðubúinn að greiða gott verð fyrir vörur sem falla vel að þeirra þörfum. Þetta eru kaupendur á aldrinum frá 18 - u.þ.b. 30 ára. Beinhreinsivélin er gott dæmi um tækninýjung sem gæti opnað leið að þessum kaupendahópi. Ungt fólk er yfirleitt hræddara við bein í fiski en þeir eldri. Þetta hefur dregið úr eftir- spurn þessa fólks eftir fiski, þrátt fyrir ótvíræðan skilning á hollustu fiskafurða. Beinhreinsuð flök þykja mun fallegri í útliti en flök sem beina- garðurinn hefur verið skorinn úr og ættu því að höfða vel til þessara kaup- enda. Það skýtur því skökku við að fisk- framleiðendur hafa verið afar tregir

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.