Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1995, Síða 61

Frjáls verslun - 01.01.1995, Síða 61
og áhugalausir að eyða nægjanlegum tíma í að taka þessa nýju tækni til alvarlegrar skoðunar, aðallega vegna þess að þeir telja að hún dragi hugsan- lega úr afköstum. Beinhreinsivélin er tiltölulega einföld í notkun, en krefst þó e.t.v. 2ggja - 4ra mánaða undir- búnings og þjálfunar áður en hún er komin að fullu í notkun. Mér finnst það mjög alvarlegt ef áherslan á afköst í stöðugt minnkandi fiskafla er enn það mikil að framleið- endur gefa sér ekki nægan tíma í þró- unarstarf til að auka verðmæti afurða og opna leið að nýjum mörkuðum.“ NÝTA ÞEKKINGU SÖLUMANNA Gunnar leggur áherslu á að íslend- ingar kunni ekki að nýta sér þekkingu sölumanna. Allt of margir líti niður á sölumenn í stað þess að nýta lausnir þeirra sér til framdráttar. „Erlendir framleiðendur, sem koma hingað til lands til að kynna nýj- ar og hagkvæmar lausnir, eiga stund- um ekki til orð um viðhorfið til þeirra. Eftir að búið er að eyða miklum tíma í að finna leið til að leysa tiltekið við- fangsefni að ósk viðskiptavinar, gefur hann sér jafnvel ekki tíma til að sitja fund til að kynna sér lausnina. Á sama hátt er allt of algengt að sölumönnum sé sýndur lítill áhugi þegar þeir eru að kynna nýjungar sem auka hagkvæmni. í stað þess að nýta sér ráðgjöf og þekkingu sölumanna og skoða nýjungar með opnun huga er sölumönnum vísað frá, stundum með miklum dónaskap. Þetta gefur er- lendum keppinautum, sem kunna betur að nýta sér þekkingu sölu- manna, möguleika á forskoti og að ná markaði af viðkomandi." EKKINÓG AÐ HUGSA BARA „Það er ekki nóg að hugsa bara og tala um hlutina. Framleiðendur þurfa að vera vakandi fyrir þeim möguleik- um sem bjóðast til að bæta sam- keppnisstöðuna. Þeir verða að fylgj- ast vel með breyttum kröfum mark- aðarins, tækninýjungum og nýjum markaðsmöguleikum og grípa tíman- lega til viðeigandi ráðstafana. Ef þeir bíða of lengi, gætu aðrir framsýnni keppinautar skotist inn á markaðinn og verið á undan, segir Gunnar.“ Gunnar Óskarsson, eigandi FTC á íslandi sem selur tæki til gæðaeftirlits og sérhæfð tæki sem bæta nýtingu matvæla. „Framleiðendur verða að fylgjast vel með breyttum kröfum markaðarins, tækninýjungum og nýjum markaðs- möguleikum og grípa tímanlega til viðeigendi ráðstafana." 61

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.