Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 64
MARKAÐSMAL
íslenskir dagar á Stöð 2 og Bylgjunni þriðja árið í röð:
BÖRN MEÐ TÁKNRÆNT
HLUTVERK í ÁTAKINU
/
Börn koma mjög við sögu í kynningu á Islenskum dögum sem táknræn mynd
um mikilvægi atvinnuuþþbyggingar. Þau eru starfsmenn framtíðarinnar
Kynningarátakið íslenskir dagar
stendur nú yfir á Stöð 2 og Bylgjunni
þriðja árið í röð. Yfir 100 íslensk
fyrirtæki taka, með einum
eða öðrum hætti, þátt í
átakinu og hafa þau aldrei
verið fleiri. Böm hafa ^
táknrænu hlutverki að ^
gegna í kynningu átaks- <'
ins. Þau eru starfsmenn
morgundagsins. En hvar
eiga þau að starfa ef ekki verð
ur fyrir hendi sterkt og öflugt ís-
lenskt atvinnulíf?
Thor Ólafsson, sölustjóri íslenska
útvarpsfélagsins hf., sem haft hefur
yfirumsjón með átakinu frá byrjun,
segir að þema íslenskra daga að
þessu sinni sé „Okkar framlag-ís-
lensk framtíð". Sú hugsun liggi að
baki að vekja athygli á mikilvægi þess
að byggja upp öflugt efnahags- og at-
vinnulíf í nútíð til að tryggja fleiri störf
og atvinnu í framtíð.
„Þetta verður ítrekað í
hvítvetna í dagskrá Stöðvar
2 og Bylgjunnar á meðan
> íslensku dagamir standa
► yfir. Aðeins öflugt at-
vinnulíf getur skapað fleiri
störf og tekið á móti ungu
kynslóðinni þegar hún kem-
ur út á vinnumarkaðinn. Þess
vegna ákváðum við að hafa börn í
lykilhlutverkum í allri kynningu á dag-
skránni. Hlutverk þeirra er tákn-
rænt.“
YFIR100 FYRIRTÆKI
KOMAVIÐSÖGU
Að sögn Thors hefur átakið vaxið
mjög að umfangi. Á milli 20 og 30
fyrirtæki tóku þátt í íslenskum dög-
um þegar þeir voru fyrst haldnir fyrir
tveimur árum en nú komi yfir 100
fyrirtæki við sögu. „Áhuginn fer stig-
vaxandi frá ári til árs og viðbrögðin
eru mjög góð, bæði á meðal fyrir-
tækja og ekki síst almennings.“
íslensku dagarnir hófust 13. febr-
úar og standa yfir til 26. febrúar, eða í
hálfan mánuð. Kynning á og umfjöllun
um íslensk fyrirtæki setur svip sinn á
dagskrá Bylgjunnar og Stöðvar 2
þessa daga. Meginþungi kynningar-
innar er á Bylgjunni og birtist hún
með einum eða öðrum hætti í öllum
dagskrárliðum frá morgni til kvölds.
Dagarnir fá líka vemlega umfjöllun
á Stöð 2, sérstaklega í þáttaröðinni
Framlag til framfara og þeim hluta
19:19 sem nefnist ísland í dag, auk
fréttaþáttarins Á slaginu í hádeginu á
Frá kynningarfundi á Hótel Borg þar sem átakið var
kynnt fyrir fulltrúum þeirra fyrirtækja sem taka þátt í
því.
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: HREINN HREINSSON
Thor Ólafsson, sölustjóri íslenska útvarpsfélagsins,
hefur haft yfirumsjón með íslenskum dögum frá upp-
hafi.
64