Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1995, Side 5

Frjáls verslun - 01.06.1995, Side 5
RITSTJORNARGREIN HLÆGILEGT EN EKKIFYNDIÐ! Tölvunefnd hefur gert sig að athlægi. Farsi hennar um að banna Frjálsri verslun að birta opinberar fréttatilkynningar skattstjóra úr álagningarskrá, sem margir aðrir fjölmiðlar höfðu eðlilega birt, er hlægilegur. En farsinn er ekki fynd- inn. Tölvunefnd gerir ekki aðeins harða atlögu að prent- frelsinu heldur grefur hún undan þeirri grunnreglu að allir séu jafnir fyrir lögum. Nauðsynlegt er að Alþingi minnki völd nefndarinnar og orði lög nákvæmar. Þannig heyra færri mál undir nefndina. í tvígang hefur Tölvunefnd ráðist harkalega að Frjálsri verslun. Hún hefur látið tíma, hálfan mánuð, ráða úrslitum fremur en eðli þeirra upplýsinga, sem blaðið ætlaði að birta - og löggjafinn vill að komi fyrir sjónir almennings. Tölvu- nefnd túlkar lög þannig að eitthvað geti verið löglegt í ákveðinn tíma en ólöglegt eftir það!!! Fyrst synjaði Tölvunefnd Frjálsri verslun um að birta upplýsingar um tekjur og álagða skatta einstaklinga upp úr álagningarskrá að þeim hálfa mánuði liðnum sem skráin liggur frammi. Ósk blaðsins um leyfi kom til vegna þess að vinnsluferill tímarita er bæði lengri og allt annar en dag- legra fjölmiðla. Úrskurðinn kvað Tölvunefnd upp þrátt fyrir að nokkrir fjölmiðlar, sem koma út á degi hverjum, hefðu birt sömu, eða sams konar, upplýsingar nánast daglega í hálfan mán- uð. Steininn tók þó úr þegar hún síðan bannaði Frjálsri verslun að birta opinberar fréttatilkynningar skattstjóra um skatthæstu einstaklinga í hverju kjördæmi! Þá varð nefndin hlægileg - en ekki fyndin. Ákvarðanir sínar byggir Tölvunefnd á áliti Umboðsmanns Alþingis fyrr í sumar um að skattalög, sem eru sérlög, gildi aðeins um álagningarskrána á meðan hún liggur frammi almenningi til sýnis. Þann tíma er ekki aðeins löglegt að birta upplýsingarnar heldur ætlast lögin til að þær komi fyrir sjónir almennings. Eftir að álagningarskrá er lokað líður yfirleitt um hálft ár þar til skattskráin er lögð fram. Skattskráin er endanleg og álagningarskrá æðri. Hana má birta og gefa út. Hið krítíska tímabil er þess vegna frá því að álagningar- skrá er lokað og þar til skattskráin kemur út. Þá gilda almenn lög um þessi mál. Álit Umboðsmanns var ekki um það hvað almennu lögin heimila heldur gekk það út á hvaða lög giltu á meðan álagningarskrá lægi frammi, skattalög eða almenn lög. Tölvunefnd túlkar almennu lögin hins veg- ar þannig að álagningarskráin jafngildi persónunjósnum og upplýsingar úr henni megi alls ekki birta. En eru það njósnir um náungann að upplýsa hvað hver og einn greiðir í skatta til samfélagsins og hafi þar af leiðandi í tekjur? Að upplýsa hverjir haldi uppi samneyslunni? Um það kunna að vera skiptar skoðanir. Trúlega eru þeir fleiri sem telja að þær upplýsingar komi öllum við. Raunar má færa rök fyrir því að birting slíkra upplýsinga komi í veg fyrir tortryggni og gróusögur; verji einstaklinga fremur en hitt. Gleymum því ekki að almannarómur er fjölmiðill - og yfirleitt sá óvægnasti. Það er betra að sleppa því að leggja álagningarskrána fram og láta skattskrána eina duga, líkt og Svíar og Finnar gera, heldur en að horfa upp á farsa Tölvunefndar. ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 56. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Hreinn Hreinsson, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Seljavegur 2, 101 Reykjavík, sími 515-5500 — RITSTJÓRN: Sími 515-5616. - AUGLÝSINGAR: Sími 515-5618 - STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson - AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir — ÁSKRIFTARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-10. tbl. eða 521 kr. á blað nema bókin 100 stærstu er á 999 kr. — 10% lægra áskriftarverð, 2.984 kr. ef greitt er með greiðslukorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. — SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. - Edda prentstofa hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. — Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 5

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.