Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1995, Page 26

Frjáls verslun - 01.06.1995, Page 26
SKOÐUN Synjun Tölvunefndar við erindi Frjálsrar verslunar: FJÖLMIÐLAR EKKI JAFNIR FYRIR LÖGUM Frjáls verslun lítursvo á aö Tölvunefnd brjóti jafnræöisregluna meöþvíað banna tímaritinu aö birta upþlýsingar um einstaklinga úr álagningarskrám Örjáls verslun getur ekki birt upplýsingar um tekjur ein- staklinga í þessu tölublaði þar sem Tölvunefnd synjaði blaðinu um að birta þær eftir að álagningarskrám var lokað. Óskað var eftir birtingunni vegna auglýsingar sem Tölvunefnd birti í Lögbirtingarblaðinu 21. júlí síð- astliðinn. í henni segir að fjölmiðlum sé aðeins leyfilegt að birta upplýsing- ar úr álagningarskrám á meðan þær liggi frammi, almenningi til sýnis. Frjáls verslun hefur birt lista yfir tekj- ur einstaklinga undanfarin tíu ár. í beiðni Frjálsrar verslunar til Tölvunefndar var lögð áhersla á að fá að sitja við sama borð og fjölmiðlar, sem koma út daglega, og geta því auðveldlega birt upplýsingar úr álagn- ingarskrám á meðan þær liggja frammi, sem og nokkrir þeirra gerðu af myndarskap á dögunum. Álagning- arskrár lágu frammi á skattstofum frá 27. júlí til 10. ágúst síðastliðinn. Astæða þess að Frjáls verslun get- ur ekki aflað upplýsinganna, búið þær til prentunar og birt þær á þeim hálfa mánuði sem álagningarskrámar liggja frammi er langur vinnsluferill tíma- rita, ferill sem er mun lengri en hjá dagblöðum og ljósvakamiðlum. Það er skoðun Fijálsrar verslunar að synjun Tölvunefndar sé brot á jafn- ræðisreglunni í lögum, reglu sem er grundvöllur vestrænna réttarríkja. Þessi regla er einföld. Hún gengur út á að allir séu jafnir fyrir lögum. Ástæða þess að Tölvunefnd sá ástæðu til að birta áðurnefnda auglýs- ingu í Lögbirtingarblaðinu er álit Um- boðsmanns Alþingis, Gauks Jörunds- sonar, frá 22. júní síðastliðnum. Álitið gekk út á það, hvað álagningarskrár snertir, að skattalög tækju almennum lögum fram á meðan þær lægju frammi. JÓNAS FR. JÓNSSON MEÐ MÁLIÐ FYRIR TÖLVUNEFND Upphaf alls þessa máls má rekja til þess að Jónas Fr. Jónsson, lögfræð- ingur Verslunarráðs, leitaði 15. júm á síðasta ári, fyrir hönd 5 nafngreindra einstaklinga, álits Tölvunefhdar á birtingu fjölmiðla á áætluðum tekjum tiltekinna einstaklinga og sem unnar væru upp úr álagninarskrám. Það SKOÐUN Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar skal tekið fram að Jónas flutti málið ekki sem lögfræðingur Verslunar- ráðs. Tölvunefnd komst að þeirri niður- stöðu 18. júlí 1994 að 98. grein skatta- laga viki almennum ákvæðum laga til hliðar og heimilaði aðgang að upplýs- ingunum. í niðurstöðu nefndarinnar sagði meðal annars: „Samkvæmt þessu, og með vísun til þess að nefnd- in telur það hvorki vera á sínu valdi að takmarka aðgang fréttamanna að framangreindum skrám, né notkun þeirra á eða birtingu á þeim upplýs- ingum sem þar koma fram, sér Tölvu- nefnd eigi efni til frekari afskipta hennar af málinu.“ Jónas Fr. Jónsson var ekki sáttur við þessa málsmeðferð og var mál hans tekið fyrir að nýju og komst tölvunefnd, 5. október 1994, að sömu niðurstöðu og áður. f framhaldi af þessu skaut Jónas niðurstöðu Tölvu- nefndar til Umboðsmanns Alþingis. í erindi Jónasar til Umboðsmanns beindist kvörtun hans fyrst og fremst að birtingu Fijálsrar verslunar á pers- ónulegum fjárhagsmálefnum einstakl- inganna fimm sem væru á skrá blaðs- ins yfir tekjur einstaklinga. ÁLIT UMBOÐSMANNS ALÞINGIS Umboðsmaður Alþingis komst síð- an að niðurstöðu 22. júní síðastliðinn um málið. Álit hans var almenns eðlis um birtingu íjölmiðla á upplýsingum úr álagningarskrám en beindist ekki að Frjálsri verslun sérstaklega. Um- boðsmaður komst að þeirri niður- stöðu að á meðan álagningarskrár 26

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.