Frjáls verslun - 01.06.1995, Page 28
FRÉTTASKÝRING
Veldi Bjarkar í viðskiptum:
SÖNGKONAN BIÖRK
ER STÖRT FYRIRTÆKI
Sala á plötum Bjarkar, Debut ogPost, nemur milljörðum króna og er veltan
á svipuðu róli og hjá stóru fyrirtæki á íslandi. Sjálfhefur hún hagnast vel
□
| jörk Guðmundsdóttir er al-
þjóðleg söngstjama og fræg-
ust allra íslendinga á erlendri
grund. Það fór ekki á milli mála þegar
hún kom til íslands til að syngja á
rokkhátíðinni Uxa á Kirkjubæjar-
klaustri. Þekktir poppskríbentar í
Bretlandi gerðu ferð hennar til ís-
lands að miklu umtalsefni. En Björk
er meira en söngkona. Eins og aðrar
alþjóðlegar söngstjömur er hún stór-
fyrirtæki.
UM1MILUARÐUR
í HLUT BJARKAR
Sala á plötum hennar,
Debut og Post, nemur
nokkrum milljörðum króna
og er veltan á svipuðu róli
og hjá stóm fyrirtæki á ís-
landi. Björk hefur hagnast
vel og áætlar Frjáls verslun
að brúttótekjur hennar
sjálfrar af plötusölunni sé í
kringum 1 milljarð króna.
Frá þeirri tölu dregst nokk-
ur kostnaður vegna þjón-
ustuaðila. En haldist frægð-
arsólin áfram á lofti, eins og
allt bendir til, skipar hún sér
brátt á fremsta bekk á með-
al ríkra íslendinga.
Frjálsri verslun hefur
ekki tekist að fá upplýsingar
um samning Bjarkar við
enska plötufyrirtækið One
Little Indian sem gefur plöt-
ur hennar út í Bretlandi.
MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON
28
FRETTA
SKÝRING
lón G. Hauksson
Samningurinn er trúnaðarmál. Sú
nálgun, sem hér er gerð á umsvifum
hennar, byggist á almennum samn-
Tekjur Bjarkar
Áætlun Frjálsrar verslunar
Forsendur: 6 milljóna eintaka sala af
Debut og Post
Að minnsta kosti 1 milljarður kr.
Flutningur (söngur).............. 720 millj. kr.
Höfundarlaun (lagahöfundur)...... 288 millj. kr.
Spilun í útvarpi og sjónvarpi....? millj. kr.
Seld lög til annarrra tónlistarmanna ? millj. kr.
Seld lög í kvikmyndir............? millj. kr.
Hljómleikaferðir.................? millj. kr.
Sala á varningi..................? millj. kr.
Frjáls verslun áætlar að af plötusölu Debut og Post
komi yfir 1 milljarður króna í hlut Bjarkar. Frá þeirri
upphæð dragast síðan dágóð útgjöld til ýmissa þjón-
ustuaðila. Björk er engu að síður orðin vel stæð.
ingum sem gerðir eru við hljómlistar-
menn í Bretlandi.
Ekki síst leggjum við áherslu á
hversu ótrúleg viðskipti fylgja því að
vera alþjóðleg stjama. Samkeppnin
er hörð í heimi stjamanna. Fáir gera
sér grein fyrir því að um afar flókinn
og erfiðan fyrirtækjarekstur er að
ræða. Það er í mörg hom að líta.
MEÐ MARGA ÞRÆÐI í HENDISÉR
Björk býr í Englandi og þaðan
stjómar hún veldi sínu. Hún heldur
merki íslands á lofti og í viðtölum við
hana vísar hún oft til íslands.
Hún er því góður sendiherra
á erlendri grund og góð
landkynning.
Innan poppheimsins
segja menn að Björk sé
ákveðin í sínum málum. Hún
sé skynsöm, slyng og yfir-
veguð í viðskiptum. Hún
stjórni og ráði ferðinni, þori
að fara eigin leiðir. Hún er
sögð hafa fleiri þræði í hendi
sér varðandi viðskipti sín en
margar aðrar alþjóðlegar
söngstjörnur. Hún hefur
fyrsta flokks hjálparkokka á
öllum sviðum viðskipta
sinna, fólk sem hún er í mikl-
um tengslum við.
Það var fyrir rúmu einu
og hálfu ári sem ævintýrið
hófst fyrir alvöru hjá Björk.
Hún sendi þá frá sér tólf laga
hljómplötu, Debut, sem sló