Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 30
FRETTASKYRING HÚN HEFUR HAGNAST VEL Sala á plötum hennar, Debut og Post, nemur nokkrum milljörðum króna og er veltan á svipuðu róli og hjá stóru fyrirtæki á íslandi. Björk hefur hagnast vel og nema brúttótekjur hennar sjálfrar í kringum 1 milljarð króna, samkvæmt mati Frjálsrar verslunar. strax í gegn og seldist í um 3 milljónum eintaka. Engum íslendingi hefur tekist að selja plötu í líkingu við þetta. Ein plata Sykurmolanna seldist þó í yfir 1 milljón eint- aka og plötur Mezzoforte seldustu í hundruðum þús- unda eintaka. HENNITÓKST ÞAÐ SEM FÆSTUM LISTAMÖNNUM TEKST Björk hefur gert meira en að selja fýrstu plötu sína vel. Nýja platan hennar, Post, hefur einnig slegið í gegn. Frjáls verslun gefur sér að hún seljist örugglega í 3 mill- jónum eintaka þegar upp verður staðið. Áhangendum Bjarkar fer fjölgandi, vin- sældir hennar eru fremur að aukast en hitt. Það er einmitt velgengni Bjarkar með seinni plötuna, Post, sem stað- festir að alþjóðleg stjama sé á ferð, að hún sé komin á toppinn til að vera. Margir tónlistarmenn hafa komið fram á sjónarsviðið og notið velgengni með fyrstu plötuna en síðan ekki sög- una meir. Björk stóðst hins vegar prófið - eldraunina - hún fylgdi fyrri plötu sinni eftir. Nokkuð sem reynist flestum erfitt. Árangur Bjarkar verður að teljast undraverður vegna þess að hún flytur tónlist sem er á jaðrinum; tónlist með frekar þröngan áheyrendahóp, tónlist sem er ekki allra. Með öðrum orðum; hún flytur ekki hefðbundna sölutón- list. Björk þykir slyng í viðskiptum, yfirveguð og föst fyrir. Hún er sögð hafa óvenju margra viðskiptaþræði í hendi sér af listakonu að vera. Hún veit hvað hún syngur. hefur gengið vel á hljómleikaferð vestanhafs að undanfömu og áhugi skemmtiiðnaðarins í Hollywood á henni er að stóraukast. Kunnur tónlistarmaður orðaði það þannig við Fijálsa verslun að þótt Björk væri orðin alþjóðleg stjama blasti nú við henni þröskuldur til að verða ofurstjama. Líking hans var á þá leið að stjömur kæmu að hurð í Bandaríkjunum og bönkuðu upp á. Til dyra kæmu ofurstjömur, eins og Michael Jackson, Madonna og fleiri, sem hleyptu ekki hveijum sem er inn í klúbbinn, slík væri samkeppnin. Komist Björk í þennan klúbb munu umsvif hennar í viðskiptum margfald- ast. eftir að seljast í jafn miklu upplagi, þegar upp verður staðið, og Debut. Skráð plötuverð í Bret- landi er núna 14,99 sterl- ingspund út úr búð. Þegar búið er að draga frá veltusk- atta og kostnað við plötuum- slög (álagningin í verslunum kemur hljómlistarfólkinu ekki við) fæst út svonefnt ágóðahlutsverð. Á ensku kallast það Royalty base price. Líkja má því við skila- verðmæti úr söluferð tog- ara; þau aflaverðmæti sem koma til skiptanna á milli út- gerðar og áhafnar. Það er þetta verð sem skiptir hljómlistarmennina öllu máli. Hlutur þeirra fyrir flutning á plötunum er reikn- aður út frá þeim verðmæt- H0LLYW00D AÐ OPNAST? Bretland er sterkasti markaður Bjarkar. Sömuleiðis gengur henni vel í flestum löndum í Evrópu. Banda- ríkjamenn hafa hins vegar enn ekki tekið henni sem nokkru nemur. Fróð- ir menn í poppheiminum telja að þar verði breyting á fyrr en síðar. Henni FORSENDUR FRJÁLSRAR VERSLUNAR í ÚTREIKNINGUM Hefjum þá lauslega útreikninga til að sýna hvers konar fyrirtæki alþjóð- lega stjarnan Björk er. Forsendur Fijálsrar verslunar eru þær að bæði Debut og Post seljist til samans í um 6 milljónum eintaka, þ.e. að Post eigi um sem fást á þessu verði. Að sögn manna innan hljómplötu- geirans er raunhæft að draga um 30 til 35% frá smásöluverðinu til að fá út hið svonefnda Royalty base price sem ég kýs að kalla ágóðahlutsverð héðan í frá í greininni. Samkvæmt því ætti ágóðahlutsverð á hljómplötu, sem kostar út úr búð 14,99 sterlingspund, að vera um 10 sterlingspund. En plötur eru ekki seldar á há- marksverði allan tímann. Víða er um einhvem afslátt að ræða þegar platan hefur verið í sölu um nokkurt skeið. Vegna þessa afsláttar lækkum við ágóðahlutsverðið niður í um 8 sterl- ingspund á eintak. Þetta er meðal- verð. Við gefum okkur þar með að helmingur sölunnar sé á ágóðahluts- verðinu 10 sterlingspund og hinn helmingurinn á 6 sterlingspundum. VELTA UPP Á 4,8 MILUARÐA Ef seldar eru um 6 milljónir eintaka af hljómplötum, eins og við gefum okkur að verði í tilviki Bjarkar, og meðalverð á plötu, sem kemur til 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.