Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1995, Page 36

Frjáls verslun - 01.06.1995, Page 36
Friðþjófur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber: KEPPNISMAÐUR SEM ER AF KAUPMÖNNUM KOMINN Friðþjófur tilheyrir þriðju kynslóðinni í fyrirtækinu. Hann er sagður náþví að vera eitilharður án þess að vera með yfirgang. Hann er hér í nærmynd Hriðþjófur Ó. Johnson, fram- kvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber, er í nærmynd Frjálsr- ar verslunar að þessu sinni. Friðþjóf- ur tók við starfmu fyrir þremur árum af föður sínum, Ólafi Ó. Johnson, þekktum athafnamanni í Reykjavík. Friðþjófur er þriðja kynslóðin í fyrir- tækinu. Hann er af kaupmönnum kominn. Bregðum okkur rúm hundr- að ár aftur í tímann. Það hefur stundum verið sagt um Þorlák Ó. Johnson sem verslaði í Reykjavík á síðustu öld að hann hafi verið fyrsti nútíma kaupmaðurinn á íslandi. Þorlákur hóf verslun í svo- kölluðu Robbshúsi á lóðinni nr. 8 við Hafnarstræti árið 1881. Innanstokks í þeirri búð var flest með nýtísku sniði og auglýsingar voru sérlega framúr- stefnulegar. Þorlákur var sjálfur lífsglaður broddborgari sem hafði gott lag á að skemmta samborgurum sín- um á ýmsan hátt. Sonur hans Ólafur Þorláksson Johnson stofnaði fyrstu alíslensku heildverslunina árið 1906. Hún hét Ó. Johnson & Kaaber. Fyrirtækið hefur allar götur síðan staðið föstum fótum í íslensku atvinnulífi og verið einn af föstu punktunum í verslunarumhverfi Reykvíkinga, og um leið allra lands- manna. Friðþjófur Ó. Johnson er fæddur í Reykjavík 27. 2. 1956 og á þar með sama afmælisdag og Sveinn Björns- son forseti, Ási í Bæ og Baltasar Kor- mákur leikari svo nokkrir þekktir samlandar hans séu nefndir. Þennan dag árið 1928 strandaði togarinn Jón MYNDIR: BRAGIJÓSEFSSON 36 Friðþjófur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber, er fædd- ur í Reykjavík, 27. febrúar 1956. Þar með á hann sama afmælisdag og Sveinn Björnsson forseti, Ási í Bæ og Baltasar Kormákur leikari, svo nokkrir þekktir samlandar hans séu nefndir.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.