Frjáls verslun - 01.06.1995, Síða 38
NÆRMYND
Langafi Fridþjófs, Þorlákur, er talinn hafa leitt nútímann inn í verslun á íslandi. Af
því má ráða að í æðum Friðþjófs rennur eins hreint kaupmannsblóð og það getur
gert á íslandi. Hann er hreinræktaður kaupmaður í fjóra ættliði.
og Packard sem hingað komu til
veiða. Þau kynni leiddu síðar til starfa
hjá þeim í Danmörku.
Minnstu munaði að starfið við Laxá
yrði honum örlagaríkt þegar hann var
fluttur fárveikur af matareitrun á
sjúkrahús eitt sumarið. Síðan snið-
gengur kappinn sveppi og leggur sér
þá aldrei til munns.
Hann lagði stund á nám við Versl-
unarskólann sem kemur kannski ekki
mjög á óvart í ljósi þess hvernig hon-
um er í ætt skotið. Hann lauk verslun-
arprófi 1974 og varð stúdent frá VÍ
1976. Þaðan lá leiðin í Háskóla íslands
í nám í viðskiptafræði og þaðan lauk
Friðþjófur prófi 1980. Ekki hafði fróð-
leiksþorstinn alveg verið slökktur því
nú lagðist kappinn í víking vestur um
haf og nam rekstrarhag-
fræði við Babson College
Wellesley í Massachusetts í
Ameríku og lauk hann þaðan
MBA prófi eftir starfsþjálf-
un hjá Pillsbury Company í
Minneapolis 1981. Hann
starfaði síðan í eitt ár hjá
Hewlett Packard í Dan-
mörku áður en hann kom
heim og stofnaði HP á ís-
landi með Frosta Bergs-
syni.
LÍFSGLATT
FÉLAGSMÁLATRÖLL
A skólaárunum var Frið-
þjófur eða Fiffi, eins og
margir skólafélagar kalla
hann enn, virkur í félagslífi í
skólanum og innan systkina-
hópsins voru oft háðar harð-
ar rimmur um það hvor
skólinn væri betri en Frið-
þjófur og Ólafur fóru í Versl-
unarskólann en Gunnlaugur
og Helga í MR. Öll systkinin
voru virk í félagslífi í sínum
skólum. Góðir félagar
þeirra Friðþjófs og Gunn-
laugs á þessum árum úr
Hagaskóla og síðar MR og
VÍ voru Karl Roth, Hilmar
Oddsson kvikmyndagerðar-
maður og fleiri sem kenndir voru við
hljómsveitina Melchior sem átti eftir
að gera garðinn frægan. Þess má geta
að Gunnlaugur, bróðir Friðþjófs, er
og var alþekktur háðfugl, grínari og
hrekkjalómur og þykja þeir bræður
hvor sem annar í þeim efnum.
A háskólaárunum var Friðþjófur
duglegur í félagslífinu, starfaði í Tra-
dionnefnd Mágusar, félagi viðskipta-
fræðinema.
Mágus er merkilegt félag, sem hef-
ur ref í skjaldarmerki félagsins, en
nafnið Mágus þýðir bragðarefur,
töframaður eða vitringur og var nafn
presta og vitringa í hinni fornu Persíu.
í riddarasögum segir af Mágusi jarli
sem þótti öðrum brögðóttari og
slyngur töframaður.
„Hann stóri bróðir minn hefur skap
en kann að fara með það. Hann er
bráðskarpur, góður mannþekkjari og
sanngjarn,“ segir Helga Guðrún,
systir Friðþjófs.
Friðþjófur þykir í daglegri um-
gengni brattur og hress maður sem
hefur gjarnan gamanmál á hraðbergi.
Hann er mikill keppnismaður og tals-
vert metnaðargjam eins og eflaust
má lesa út úr vinnu- og námsferli
hans. Hann þótti með afbrigðum
skarpur námsmaður og var oft með
þeim hæstu í sínum hópi. Hann um-
gengst fáa en góða vini og heldur
einkalífi sínu út af fyrir sig. Hann og
eiginkona hans eru samrýmd og
heimakær.
I tómstundum sínum fer Friðþjófur
í laxveiði á fomar slóðir í
Leirársveitinni og víðar og
spilar fótbolta með gömlum
félögum. Hann er meðlimur
í fornfrægum veiðiklúbbi
sem heitir Lagsmenn. Hann
leggur stund á hjólreiðar sér
til heilsubótar. Þá spilar
hann dáhtið golf og skreppur
á skíði á veturnar. Hann
spilaði lengi fótbolta með
harðsnúnum hópi sem hitt-
ist reglulega á gervigrasinu í
Laugardal í hádeginu og kall-
ar sig Lunch United en hefur
hætt því vegna tíðra meiðsla
enda lítið gefið eftir í þeim
leik.
Helstu félagar Friðþjófs
og vinir eru Kristján Gunn-
arsson, fjármálastjóri Sam-
vinnuferða-Landsýn, Bjami
Gunnarsson í BYKO, Sig-
urður Pálmi Sigurðsson
endurskoðandi hjá Endur-
skoðunarskrifstofu Björns
Arnasonar, og Asgeir Þórð-
arson sem stýrir VÍB, Verð-
bréfamarkaði íslandsbanka.
Asgeir hefur nokkra sér-
stöðu íþessum hópi þar sem
hann er talsvert yngri en
Friðþjófur en þeir þekkjast
vel sem svilar. Þessi kunn-
Hann hefur stýrt fjölskyldufyrirtækinu í þrjú ár. Þrátt
fyrir að ættarnafnið hafi á sér erlendan blæ þá standa
að Friðþjófi sterkir stofnar rammíslenskra bænda-
ætta.
38