Frjáls verslun - 01.06.1995, Side 42
ERLEND VEITINGAHUS
Haddon Hall er lúxushótel. Þar er eitt besta veitingahúsið á Nova Scotia.
Matreiðslumeistarinn, Rainer Fulkendorf, er Svisslendingur. Matseðillinn
er lítill og oft er skipt um rétti á honum.
LÚXUS í KANADA
amskipti íslendinga og
Kanadamanna hafa verið
óvenju lítil á viðskiptasviðinu.
Þetta er í raun furðulegt því ekki er
svo langt á milli landanna og eru ýmsir
hagsmunir sameiginlegir. Að vísu
hafa Kanadamenn og íslendingar átt í
hatrammri baráttu á hinum ýmsu fisk-
mörkuðum og þá aðallega í Banda-
ríkjunum. Nú eru breyttir tímar.
Þorskstofninn við strendur Kanada
hefur hrunið. Kanadískur sjávarút-
vegur á því í verulegum erfiðleikum.
Athafnamenn í sjávarútvegi hér á ís-
landi og í Kanada hafa komist að þeirri
skynsamlegu niðurstöðu að aukin
samvinna á sviði útgerðar og fisk-
vinnslu sé báðum aðilum til mikilla
hagsbóta. Þá hafa íslenskar vörur,
einkum þær er tengjast sjávarútvegi,
vakið verðskuldaða athygli í Kanada.
Þá fjölgar stöðugt þeim íslendingum
sem starfa við sjávarútveg og fisk-
vinnslu í Kanada.
Skip Eimskipafélags íslands sigla
til Halifax - Nova Scotia og nú mun
vera í bígerð að Flugleiðir hefji flug til
Halifax á vori komanda. Það eru því
horfur á að samskipti Kanada og ís-
lands muni aukast til muna á næst-
unni.
Halifax er afskaplega þægiieg
borg, en hún er svipuð að stærð og
Reykjavík. Þar er fjöldi mjög góðra
veitingastaða og verslana. Ekki ætti
það að saka að gengi Kanadadollars er
lægra en þess bandaríska. Ekki er því
ólíklegt að fjölcli íslendinga muni
bregða sér í verslunarferðir til Halifax
því verðlag er þar mjög hagstætt - þá
bæði á vamingi og veitingum.
íslenskir athafnamenn munu ef-
laust margir fljúga til Halifax. Nú
þegar eru töluverð viðskipti íslenskra
fyrirtækja við fyrirtæki á Nýfundna-
landi og viðskipti við fyrirtæki á Nova
Scotia munu eflaust aukast all veru-
lega.
Nova Scotia er einn fallegasti hluti
Kanada. Skammt frá Halifax eru
mörg falleg lítil þorp við ströndina.
Hér áður fyrr var helsti atvinnuvegur
íbúanna útgerð og fiskvinnsla. Veður-
far er einstaklega ljúft á þessum stöð-
um, enda er Halifax á sömu breiddar-
gráðu og Mflanó á Italíu.
í um það bil 40 mínútna akstri frá
Halifax er lítið þorp er nefnist Chest-
er. í hæðunum fyrir ofan þorpið er
lítið en einstaklega faflegt hótel
Haddon Hall. Eigandi hótelsins, sem
minnir frekar á herragarð en hótel, er
þýsk kona Dr. Viola Hallman að nafni.
Þessi ágæta kona tengist íslandi á
sinn hátt, því hún á um 100 íslenska
hesta. Dr. Hallman á því góða kunn-
ingja hér á landi.
Á Haddon Hall er eitt besta veit-
ingahúsið á Nova Scotia. Matreiðslu-
meistarinn Rainer Fulkendorf er
Svisslendingur. Matseðillinn er frek-
ar lítill og er oft skipt um seðil. For-
réttimir eru sex og aðalréttirnir níu.
Meðal rétta mætti nefna Laxasneið
með sítrónu-appelsínusósu og glóða-
steiktan hörpuskelfisk með sætum
pipar og fetaosti - þetta var einstak-
lega bragðgóður réttur. Þá mætti
nefna ofnsteikta önd með greip pesto
(eða þykkni). Lambakjötið var aldeilis
frábært, en það var borið fram með
úrvali af grænmeti og þunnri sítrónu-
hvítlaukssósu. Á vínlistanum var gott
úrval öndvegisvína á mjög hagstæðu
verði. Öndin kostar tæpar 1000 krón-
ur íslenskar, lambið 1.100 kr. - her-
bergið, sem í raun er svíta, kostar um
10.000, en það verður að hafa í huga
að Haddon Hall er lúxus hótel.
Haddon Hall sími (902) 275 - 3577
Chester fax (902) 275 - 5159
Nova Scotia.
42