Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1995, Page 67

Frjáls verslun - 01.06.1995, Page 67
EKKIER ALLT GULL SEM GLÓIR í 40 ár var Samuel Goldwyn kvik- myndaframleiðandi einn valdamesti maður Hollywood. Á þeim tíma höfðu kvikmyndir hans stimpil gæða og að- sóknar, en tímar hafa breyst. Fyrir- tækið Samuel Goldwyn Co. hefur verið sett í sölu af forstjóra þess Samuel Goldwyn yngri, en skuldastaða hefur verið erfið og var 21,6 milljóna dollara tap á síðasta rekstrarári. Fyrirspumir hafa borist frá Tumer Broadcasting System, Polygram hinu hollenska, Walt Disney Co. og kortaframleiða- ndanum Hailmark. Samkvæmt fýrir- tækinu Paul Kagan Associates er talið að upp úr 2004 munu sýningarpantanir klassískra kvikmynda úr heimahúsum nema 6,4 milljörðum dollara. „Gulln- áma“ SGC em 850 kvikmyndir fyrir- tækisins í þeim flokki, myndir eins og „Oklahoma", „South Pacific“, „Wut- hering Heights", o.fl. Framleiðsla kvikmyndarinnar, ,Perez-fjölskyldan‘ ‘ á sl. ári gaf af sér rúmlega 2,7 milljónir dollara, en aðsókn að myndinni þótti ekki nægilega góð. PENINGAR í EDINBORG Edinborg í Skotlandi er aðsetur nokkurra fyrirtækja, sem hafa sérhæft sig í umsjón og ávöxtun sjóða fyrir eig- endur þeirra. Em þetta fyrirtæki eins og Baillie Gifford, sem hefur umsjón með sjóðum að verðmæti 17 milljarða dollara fyrir aðila eins og New York- ríki, United Airlines og JC Penney. Annað fyrirtæki er Dunedin Fund Managers með umsjón 8 milljarða doll- ara sjóða fyrir Washington-ríki og kennarasamtök í Kalifomíu m.a. Sam- tals hafa fjárfestingaraðilar í Edinborg umsjón með um 220 milljarða dollara eignum og hafa í þjónustu sinni um 5.000 starfsmenn. Hagnaðarvon er mikil hjá ávöxtunaraðilunum og berast tilboð í fyrirtækin reglulega. The Perez Family er ein af nýju myndunum. Wuthering Heights er gömul klassísk mynd. þín miðstöð í INN- □ G ÚTFLUTNIN GI Sérhæfð þjónusta á öllum sviðum iran- og útflutnings •STVG TOLLVÖRUGEYMSLAN HF. Héðinsgata 1 -3, 105 Reykjauík. sími: 5813411, fax: 5680211 67

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.