Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Page 36

Frjáls verslun - 01.03.1996, Page 36
BÆKUR Gagnleg bók fyrir stjórnendur: Frásagnir af 50 einstaklega árangursríkum fyrirtxkjum og hvernigþau nábu þessum einstxba árangri. Bókin lýsir hvernig megi Ixra af stjórnendum þeirra Heiti bókar: Making It In Am- erica. Provenpaths to success from 50 top companies Höfundar: Jerry Jasinowski og Robert Hamrin Útgefandi og ár: Simon & Schuster -1995 Lengd bókar: 350 bls. Hvar fengin: Erlendis Einkunn: Vel gerð greining á góðu gengi fyrirtækja. Viðfangsefnið Hér eru á ferðinni 50 frásagnir af einstaklega árangursríkum fyrirtækj- um, hvemig þau náðu einstæðum ár- angri og hvað læra megi af reynslu þeirra. Þær leiðbeina lesandanum svo hann finni leiðina að árangri, hvort sem hann er stjómandi, starfs- maður eða háskólastúdent. Öll fyrir- tækin eru iðnfyrirtæki en leiðimar eiga ekki síður við um fyrirtæki í þjón- ustu en hjá hinu opinbera. Frásagn- imar eru flokkaðir í 3 höfuðflokka sem eru nokkurs konar langtímamarkmið allra fyrirtækja, að dómi höfunda: 1. Virkja og hlúa að starfsfólki - 2. Gera viðskiptavinum til hæfis og leita nýrra markaða - 3. Vinna að stöðugum end- urbótum. í fyrsta lagi er það staðreynd að starfsfólk er almennt metnaðar- gjamt, sveigjanlegt og opið fyrir nýj- ungum og er þess vegna tilbúið til að MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON setja sig inn í nýja og breytta hluti ef það fær aðstoð við endur- og sí- menntun. Annað viðfangsefnið lýsir samkeppnisstöðunni sem flest fyrir- tæki em í, og viðskiptaumhverfinu sem kallar á nýjungar í vömm og mörkuðum. Þriðja atriðið skiptir sköpum, þ.e. að geta komið fram með nýjungar, beitt nýrri tækni og hætta aldrei að leita nýrra leiða og betri í framleiðslunni. Höfundamir telja að mörg fyrirtæki séu á vegamótum og að of mörg þeirra kjósi að velja hina kunnugu og þægilegu leið sem snýst um að fylgja eingöngu hefðum og stefnum gær- dagsins og gera alla hluti eins og venjulega. Þessi leið mun verða fær enn um sinn en síðan ekki söguna meir. Allar líkur em á að þessi fyrir- tæki staðni og h'ði undir lok með 20.öldinni. Hin leiðin er erfiðari og fáfamari, sem krefst allt öðmvísi hugsunarháttar og skipulags. Þar ríkja breyttar áherslur í umgengni við viðskiptavini, stöðug endurmenntun og markvisst þróunarstarf. Það, sem er sammerkt fyrirtækj- Jón Snorri Snorrason hagfræðingur skrifar reglulega um viðskiþtabækur í Frjálsa verslun. unum 50 í bókinni, er annars vegar að þau hlúa betur að grundvallaratriðum og halda sig við þau og hins vegar að þau byggja á þeim gmnni með opnum huga. Þau em ávallt í leit að nýjungum og að reyna að bæta sig til þess að vera betur í stakk búin að mæta þeim miklu breytingum sem em stöðugt að eiga sér stað í viðskiptaheiminum. Það fyrirtæki, sem nær að samhæfa hvort tveggja, nær árangri. Það er athyglisvert að bera saman ástæður fyrir árangri þessara útvöldu fyrirtækja sem em mörg hver að skila góðum árangri á ný eftir mögur ár en það má til sanns vegar færa að þetta eigi sér einmitt stað hjá mörgum fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi um þessar mundir. HÖFUNDARNIR Jerry Jasinowski er forseti lands- sambands iðnrekenda (National As- sociation of Manufacturers; NAM) og mikilsvirtur talsmaður iðnaðarins vestra. Hann hefur verið hagfræði- prófessor, stjómandi hagrannsókna- deildar Bandaríkjaþings, veitt for- stöðu ráðgjafanefnd Carters Banda- ríkjaforseta og verið skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu. Dr. Robert Hamrin er efnahags- ráðgjafi hjá NAM, fyrirlesari og höf- undur íjölda greina um hagræði og viðskiptafræði fyrir Washington In- telligence. Hann hefur m.a. unnið 36

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.