Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Qupperneq 36

Frjáls verslun - 01.03.1996, Qupperneq 36
BÆKUR Gagnleg bók fyrir stjórnendur: Frásagnir af 50 einstaklega árangursríkum fyrirtxkjum og hvernigþau nábu þessum einstxba árangri. Bókin lýsir hvernig megi Ixra af stjórnendum þeirra Heiti bókar: Making It In Am- erica. Provenpaths to success from 50 top companies Höfundar: Jerry Jasinowski og Robert Hamrin Útgefandi og ár: Simon & Schuster -1995 Lengd bókar: 350 bls. Hvar fengin: Erlendis Einkunn: Vel gerð greining á góðu gengi fyrirtækja. Viðfangsefnið Hér eru á ferðinni 50 frásagnir af einstaklega árangursríkum fyrirtækj- um, hvemig þau náðu einstæðum ár- angri og hvað læra megi af reynslu þeirra. Þær leiðbeina lesandanum svo hann finni leiðina að árangri, hvort sem hann er stjómandi, starfs- maður eða háskólastúdent. Öll fyrir- tækin eru iðnfyrirtæki en leiðimar eiga ekki síður við um fyrirtæki í þjón- ustu en hjá hinu opinbera. Frásagn- imar eru flokkaðir í 3 höfuðflokka sem eru nokkurs konar langtímamarkmið allra fyrirtækja, að dómi höfunda: 1. Virkja og hlúa að starfsfólki - 2. Gera viðskiptavinum til hæfis og leita nýrra markaða - 3. Vinna að stöðugum end- urbótum. í fyrsta lagi er það staðreynd að starfsfólk er almennt metnaðar- gjamt, sveigjanlegt og opið fyrir nýj- ungum og er þess vegna tilbúið til að MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON setja sig inn í nýja og breytta hluti ef það fær aðstoð við endur- og sí- menntun. Annað viðfangsefnið lýsir samkeppnisstöðunni sem flest fyrir- tæki em í, og viðskiptaumhverfinu sem kallar á nýjungar í vömm og mörkuðum. Þriðja atriðið skiptir sköpum, þ.e. að geta komið fram með nýjungar, beitt nýrri tækni og hætta aldrei að leita nýrra leiða og betri í framleiðslunni. Höfundamir telja að mörg fyrirtæki séu á vegamótum og að of mörg þeirra kjósi að velja hina kunnugu og þægilegu leið sem snýst um að fylgja eingöngu hefðum og stefnum gær- dagsins og gera alla hluti eins og venjulega. Þessi leið mun verða fær enn um sinn en síðan ekki söguna meir. Allar líkur em á að þessi fyrir- tæki staðni og h'ði undir lok með 20.öldinni. Hin leiðin er erfiðari og fáfamari, sem krefst allt öðmvísi hugsunarháttar og skipulags. Þar ríkja breyttar áherslur í umgengni við viðskiptavini, stöðug endurmenntun og markvisst þróunarstarf. Það, sem er sammerkt fyrirtækj- Jón Snorri Snorrason hagfræðingur skrifar reglulega um viðskiþtabækur í Frjálsa verslun. unum 50 í bókinni, er annars vegar að þau hlúa betur að grundvallaratriðum og halda sig við þau og hins vegar að þau byggja á þeim gmnni með opnum huga. Þau em ávallt í leit að nýjungum og að reyna að bæta sig til þess að vera betur í stakk búin að mæta þeim miklu breytingum sem em stöðugt að eiga sér stað í viðskiptaheiminum. Það fyrirtæki, sem nær að samhæfa hvort tveggja, nær árangri. Það er athyglisvert að bera saman ástæður fyrir árangri þessara útvöldu fyrirtækja sem em mörg hver að skila góðum árangri á ný eftir mögur ár en það má til sanns vegar færa að þetta eigi sér einmitt stað hjá mörgum fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi um þessar mundir. HÖFUNDARNIR Jerry Jasinowski er forseti lands- sambands iðnrekenda (National As- sociation of Manufacturers; NAM) og mikilsvirtur talsmaður iðnaðarins vestra. Hann hefur verið hagfræði- prófessor, stjómandi hagrannsókna- deildar Bandaríkjaþings, veitt for- stöðu ráðgjafanefnd Carters Banda- ríkjaforseta og verið skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu. Dr. Robert Hamrin er efnahags- ráðgjafi hjá NAM, fyrirlesari og höf- undur íjölda greina um hagræði og viðskiptafræði fyrir Washington In- telligence. Hann hefur m.a. unnið 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.