Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Page 40

Frjáls verslun - 01.03.1996, Page 40
STOFNAÐI STAPAFELL í KEFLAVÍK / Keflavík hitti hann aftur skólafélaga sinn úr Samvinnuskólanum, Hákon Kristinsson. Þeir félagar ákváðu að drífa sig saman í atvinnurekstur. Snemma árs 1955 keyptu þeir Byggingavöruverslun Suðurnesja en breyttu nafninu í Stapafell. Sum Ljón geta sýnst hrokafull því Ljónið ber sig alltaf eins og það sé konungborið hvemig sem aðstæður þess eru. Matthías Helgason er ekki konungborinn í hefðbundnum skilningi þess orðs en af styrkum ættum harðgerra vest- firskra sægarpa og afla- manna. Hann er ellefti í röð 16 bama Helga Guðmundssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur sem lengst bjuggu í Un- aðsdal. Unaðsdalur er einna ystur bæja á Snæfjallaströnd við Djúp og mörgum gæti fundist bæjamafnið öfugmæli því hér verður norðan- vindurinn kaldur og oft vorar seint á Snæfjallast- rönd. En Helga og Guð- rúnu búnaðist ágætlega við það sem landið og sjórinn gáfu af sér. Helgi tók á móti mörgum bama sinna sjálfur og sagt er að Guðrún hafi sagt honum til við það og famast vel. Matthías ólst ekki upp hjá foreldr- um sínum heldur var honum komið í fóstur á Strandseljum hinumegin við Djúpið þar sem Ólafur Kristjánsson og Guðríður Hafliðadóttir, afi hans og amma í móðurætt, ólu hann upp. Þetta átti við fleiri böm Helga og Guðrúnar í Dal en alls mun fimm þeirra hafa verið komið í fóstur hjá venslafólki til þess að létta undir með þessari barnmörgu fjölskyldu. Sum- arið sem Matthías fermdist var hann í nokkurskonar kaupavinnu hjá séra Þorsteini Jóhannessyni og Laufeyju, konu hans, í Vatnsfirði en þar ólst Sigurlína, systir hans, upp undir verndarvæng prófastshjónanna. HANN VAR DUGLEGT BARN Á Strandseljum var torfbær til 1935 þegar reist var steinhús. Meðan Matthías var að vaxa úr grasi stóð Guðríður, amma hans, fyrir búi ásamt Árna, syni sínum. Þau bjuggu með kindur og kýr. Rafmagn var óþekkt og engin vélvæðing var komin í sveit- ina meðan Matthías sleit bamsskón- um á Strandseljum heldur vom ljár- inn, orfið og mannsaflið látin duga með hestunum eins og verið hafði frá ómunatíð. Afi Matthíasar, Ólafur, átti bát og reri til fiskjar í Djúpi en það var aflagt á fjórða áratugnum. í staðinn var ræktun kartaflna og rófna dák'til aukageta sem gaf ágætlega af sér. Matthías fylgdi Árna og Guðríði þegar þau brugðu búi á Strandseljum 1944 og fluttu fyrst til ísafjarðar og síðar til Reykjavíkur og héldu ávallt saman heimili. „Matthías var ákaflega duglegt bam og óragt. Hann var 3 eða 4 ára þegar hann var farinn að geta hnýtt upp í hest,“ sagði Ólafur, bróðir hans. „Hann hefur alltaf verið gífurlega vinnusamur og vinnuharður." Þeim systkinum úr Unaðsdal hefur flestum famast vel þótt ekki hafi verið mulið undir þau í æsku. Matthías hef- ur byggt sitt eigið stórveldi í viðskipt- um, Ólafur, bróðir hans, á og rekur Blóm og grænmeti sem margir þekkja. Lára, yngsta systirin úr Un- aðsdal, er þekkt fyrir störf að slysa- vamamálum, svo aðeins fá dæmi séu nefnd. Skyldmenni Matthíasar hafa látið til sín taka í stjómmálum en Sól- veig eiginkona Hannibals Valdimars- sonar þingmanns og verkalýðsforingja, var systir Guðrúnar í Unað- sdal. FJÖLBREYTT STÖRF TIL SJÓSOGLANDS Matthías gekk á bamaskóla í Reykjanesi og gagnfræðaskóla á ísa- firði. ísfirskur skóla- bróðir hans gefur honum þá einkunn að hann hafi verið farsæll og prúður meðalnemandi sem gat sér gott orð meðal skóla- systkina sinna en þótti feiminn. Ekki varð skóla- ganga Matthíasar lengri að sinni og árið eftir flutt- ist hann til Reykjavíkur ásamtÁma, móðurbróð- ur sínum, sem hafði hýst hann á ísafirði og hugðist nú flytja sig um set en um þessar mundir lágu allar leiðir suður til Reykjavík- ur. Matthías fór nú til náms í Sam- vinnuskólanum, sem þá var til húsa á Sölvhólsgötunni, og var þar við nám í tvo vetur og lauk námi 1950 en stund- aði kaupavinnu á ýmsum stöðum á sumrum, bæði í Laugardælum í Flóa og Kjalvararstöðum í Borgarfirði, enda sterkur og ósérhlífinn og vanur sveitavinnu. Einnig vann Matthías í vélsmiðjunni Keili og hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð. Þá vann hann hjá Ólafi, bróður sínum, í Kaupfélaginu í Hvera- gerði og einnig eftir að Ólafur fór að reka Blóm og grænmeti í Reykjavík. Meðal nafntogaðra skólasystkina Matthíasar úr Samvinnuskólanum mætti nefna Skúla Alexandersson, al- þingismann Snæfellinga, Guðgeir Ágústsson og Árna Benediktsson, sem lengi hefur unnið fyrir Samband- ið og Goða, og einnig mætti nefna nafna Matthíasar, Pétursson, sem lengi lengi hefur unnið hjá Kaupfélagi Rangæinga. BYRJAÐIAÐ VERSLA í KEFLAVÍK Segja má að þáttaskil hafi orðið í lffi Matthíasar þegar hann fór að vinna á næturvöktum suður á Keflavíkurflug- velli við viðhald á tækjum og skrán-

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.