Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Side 72

Frjáls verslun - 01.03.1996, Side 72
Erfitt er að tala um Christine án þess að minnast á tvíburasystur hennar, Irene, en list þeirra er nánast samofin. Þær vinna allar sýning- ar saman. Verk þeirra eru afar lífræn og oft hannyrðakennd. Þetta viðtal verður hluti af sjningarskrá í Njlistasafninu: EF ÞÚ VILT LÍTA ÚT EINS OG NÚDLA Sigurður Guðmundsson, myndlistarmaður íHollandi, ræðir í njlistastíl við Christine Hohenbuchler í tilefni sjningar hennar á Listahátíð í Reykjavík í byrjunjúní „Ásamt frumþörfum lífsins er ástin hinn mikli lærifaðir. “ (Sigmund Freud) 1. Hvemig hefurðu það? „Ég hef það ágætt, upp og ofan eins og flestir.“ 2. Hvað gerðirðu í gær? „í gær? Ég þarf að rifja það upp. Eftir að ég hafði borðað morgunmat með R. fór ég í myrkraherbergið í Betanienhaus. Um eftirmiðdaginn fór ég með Mullican fjölskyldunni til Zita- delle í Spandau. Við héldum að þar væri ofurlítið grænt svæði. Þvílík vonbrigði en ástæðan er stór og mikil umferðargata í nágrenninu. Ég keyrði þau heim aftur og fór í bað. Bjó til kvöldmat. REYNDI. Reifst svolítið við R. af því ég hafði ekki eldað núðl- ur. Ég sagði: „Ef þú vilt líta út eins og núðla, þá gjörðu svo vel, borðaðu núðlur á hverjum degi.“ Hann svaraði á þessa leið: „Og þú munt líta út eins og „KARTOFFELSACK" = kart- öflupoki." Endir. Ég gat ekki annað FORMÁLI: CHRISTINE HOHENBUCHLER Tilefni þessa viðtals er framlag umsjónarmaður sýningarskrár. Nýlistasafnsins til Listahátíðar í Christine Hohenbuchler býr og Reykjavík í sumar. Um er að ræða starfar í Vínarborg. Menntun sína sýningu fjögurra myndlistarmanna, sótti hún til Nytjalistaskólans í Vín og þeirra Irene og Christine Hohen- Jan van Eyck Akademíunnar í Hol- buchler frá Austurríki, Dan Wolgers landi. frá Svíþjóð og Carsten Höller frá Erfitt er að tala um Christine Þýskalandi. Sýningin hefur hlotið Hohenbúchler án þess að minnast á nafnið „FJÖRVIT“ og er Sigurður tvíburasystur hennar, Irene, en list Guðmundsson myndlistarmaður þeirra er nánast samofin. Þær systur upphafsmaður hennar og jafnframt vinna allar sýningar saman og eru verk þeirra þess eðlis að erfitt er að skilgreina hvar sköpun þeirra sleppir og sköpun annarra óskilgreindra aðila tekur við. Viðfangsefni þeirra eru mörk list- arinnar eða takmarkaleysi. Sem dæmi um listiðkun þeirra má nefna listaverk sem þær unnu fyrir um- hverfislistasýningu í Amheim 1993 en þar reistu þær litla sýningarskála í nágrenni fangelsis og buðu föngunum 72

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.