Frjáls verslun - 01.02.1998, Page 42
Stjórnendum, sem missa skyndilega vinnuna um fimmtugt, reynist erfitt ab fá vinnu
„vió sitt hœfi”. Þeir veröa ab skilgreina sig upp á nýtt. Hér koma reynslusögur!
að getur verið gífurlegt áfall fyrir
menn, sem komnir eru af léttasta
skeiði, segjum um og yfir fimm-
tugt, að missa vinnuna því samkvæmt
könnun Frjálsrar verslunar eru atvinnu-
lausir miðaldra menn síður en svo eftirsótt-
ur starfskraftur. Viðmælendum okkar bar
saman um að aldur skipti nær undantekn-
ingarlaust meira máli en reynsla þegar
TEXTI: INGIBJÖRG ÓÐINSDÓTTIR - FV-MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
kæmi að því að ráða nýjan starfskraft, þótt
það sé að sjálfsögðu ekki það svar sem
miðaldra menn fá í atvinnuleit.
OFGAMALL
Fimmtugum karlmanni sem hafði
gegnt yfirmannsstarfi í rótgrónu tyrirtæki
í tíu ár, og m.a. séð um að ráða og reka
fólk, var óvænt sagt upp vegna skipulags-
breytinga. Hann hafði víðtæka starfs-
reynslu, bæði sem atvinnurekandi og laun-
þegi, og ákveðna menntun að baki. Þar að
auki hafði hann setið í stjórn margra fyrir-
tækja og tekið virkan þátt í pólitísku starfi.
Hann átti því vini og kunningja mjög víða í
viðskiptaheiminum.
1 byijun var hann mjög rólegur yfir
brottrekstrinum því oftar en einu sinni
42