Frjáls verslun - 01.02.1998, Qupperneq 43
ATVINNUMÁL
s
hafði honum verið boðið að skipta um starf af ein-
hveijum sem vildi gjarnan fá hann í vinnu. Hann
tók sér frí þá tvo mánuði sem hann hélt óbreytt-
um launum en fór svo að leita. Viðtökurnar komu
honum algjörlega í opna skjöldu.
Svörin voru loðin og stuttu síðar voru ungir
menn ráðnir í störfin. Þeir, sem höfðu áður boðið
honum vinnu, fóru nú undan í flæmingi og sögð-
ust jafnvel hafa lofað einhveijum innan ijölskyld-
unnar starfinu, sem svo var ekki raunin. Hinn
mikli sægur vina og kunningja hvarf eins og
dögg fyrir sólu og allt í einu stóð hann uppi aleinn
og vinalaus. Hann sótti um ýmsar þær stöður
sem auglýstar voru, allt niður í það að afgreiða
bensín, en fékk ekkert. Hann var hreinlega orð-
inn of gamall.
NIÐURUEGINGIN ALGJÖR
„Ráðningastofurnar gefa manni hreinlega í
skyn að það sé vonlaust að leita að vinnu handa
fimmtugum manni, allir háskólamenn gangi fyrir.
Einn var svo hreinskilinn að segja við mig að þeg-
ar maður væri kominn yfir skóstærðina sína í
aldri væri maður kominn yfir markið og fengi
ekki vinnu.” Aldur hans barst þó aldrei í tal í
berum orðum í hinum eiginlegu starfsviðtölum.
Reynslan, sem hann haíði að baki, virtist bara
ekki skipta nokkru máli né sú staðreynd að hann
var heilsuhraustur og hafði bæði áhuga, vilja og
tíma til þess að takast á við krefjandi starf.
Fjárhagsstaða hans var góð í byijun, hann var
ekki skuldsettur og átti eitthvert sparifé.
Hann lét þó telja sig á að sækja um atvinnu-
leysisbætur og segir það hafa verið einhverja þá
mestu niðurlægingu sem hann hafi lent í um æv-
ina því „þar var komið fram við fólk eins og
hunda”.
Hann lét „stimpla sig” í sex vikur samfleytt
innan um fólk sem hann hafði áður neitað um
vinnu tíl þess eins að fá þau svör þegar kom að út-
borgun bótanna að hann ættí ekki tilkall til þeirra
þar sem hann hefði verið svo tekjuhár. Hann seg-
ir egóið hafa beðið þarna mikinn skaða og lýsir
því þannig að hann hafi látíð berja sig niður. „Það
er hræðilegt að lenda í þessu, að ég tali nú ekki
um menn sem eru með ung börn og skulda mik-
ið. Eg óska engum svo ills að hann upplifi þetta.
Þetta er kjörin aðferð til að ýta mönnum út í sjálfs-
morð séu þeir viðkvæmir fyrir.” Eftir hálfs árs at-
vinnuleysi með tilheyrandi þrautagöngu og nið-
urlægingu festi hann kaup á litlu fyrirtæki sem
hann rekur í dag við góðan orðstír.
OF KRÖFUHARÐIR
Ein ástæðan fyrir því hvers vegna miðaldra
mönnum, sem gegnt hafa áhrifastöðum, gengur
illa að fá vinnu er sögð sú að þeir sætti sig illa við
að verða lægra settir og þiggja jafiivel lægri laun
en áður. Þeir þurfi m.ö.o. að lækka í sér rostann
og breyta sjálfsímyndinni. Þetta gæti átt við ein-
hveija en þó alls ekki alla.
„Eg var ekki að sækja um neinar stjórnunar-
stöður, rúmlega fimmtugur maðurinn. Eg gat vel
hugsað mér að vera á 100 - 150 þúsund króna
launum og settí ekkert fyrir mig staðsetningu eða
annað,” sagði einn þeirra sem við ræddum við.
Flestir þurfa þeir þó að kyngja stoltínu í ein-
hverjum mæli; bara það að verða atvinnulaus er
stór bití að kyngja. Það getur líka reynst þeim
erfitt að gerast undirmaður einhvers „strák-
lings”. Að sama skapi veigra yngri menn sér við
að ráða sér eldri menn í vinnu sem telja sig kunna
allt og geta allt. Það er erfitt að kenna gömlum
hundi að sitja. Það felst líka í því ákveðin áhætta
því maður, sem gegnt hefur yfirmannsstöðu, yrði
að líkindum seint sáttur við að taka við skipunum
frá öðrum og gæti reynst tregur í taumi.
ÍHUGA SJÁLFSMORÐ
Gamla hugsunin er enn í fullu gildi. Karlmenn
eiga að „skaffa” og helst þannig að fjölskyldan
hafi það gott. Þegar þeir upplifa þá höfnun, sem
fylgir atvinnuleysinu og e.t.v. breytta framkomu
vina og kunningja í kjölfarið, eru ekki allir sem
geta tekið því. Konan fer e.t.v. tíl vinnu á hveijum
morgni en þeir sitja heima og hafa allan tímann í
veröldinni til þess að velta sér upp úr því hversu
ómögulegir þeir eru og að þeir hafi brugðist hlut-
verki sínu. Sumir sökkva svo djúpt að þeir íhuga
I sjálfsmorð.
BLESSAÐUR HÆTTU 0G KOMDU TIL MÍNI
í starfi sínu sem stjórnandi haföi honum nokkrum sinnum verið boöiö að skipta um starf af mönn-
um sem sögðust gjarnan vilja fá hann í vinnu. „Blessaöur hættu og komdu til mín,”
var setningin. Þegar hann leitaði til þeirra, eftir að honum var sagt upp, fóru hinir sömu undan í
flæmingi og sögðust jafnvel hafa lofað einhverjum innan fjölskyldunnar starfinu
- sem svo var auðvitað ekki raunin.
ALDURINN BARST ALDREI í TAL
Aldur hans barst aldrei í tal í hinum eiginlegu starfsviðtölum. Reynslan, sem hann hafði að baki,
virtist ekki skipta nokkur máli eða sú staðreynd að hann var heilsuhraustur og hafði bæði áhuga,
vilja og tíma til þess að takast á viö krefjandi starf.
s
S
í
s
%
s
(
*
s
s
s
J
l
w
\
s
1
s
s
s
)
HVAÐ ER TIL
RÁÐA?
1. Skilgreina sig upp á nýtt.
2. Fara í endurrmenntun,
3. Sækja tölvunámskeið.
4. Vera tilbúinn til ab líta „niður
fyrir sig” í starfi og
verðleggja sig lægra.
5. Vera tilbúinn til að vinna
undir stjórn þrítugs manns -
„sem kann ekki neitt”.
6. Sækja námskeið i auknu
sjálfstrausti.
7. Vera opinn fyrir nýjungum •
jafnvel búferlaflutningum.
8. Sérhæfa sig frekar á því sviði
sem menn kunna og hafa
unnið við.
9. Kaupa eða stofna fyrirtæki
þar sem reynsla og sambönd
nýtast.
10. Halda reisn og hætta ekki að
umgangast fólk. Líkt og að
selja hús tekur það tima að
fá nýtt starf. Eitthvað rekur
örugglega á fjörurnar!
11. Breyta um lífsstíl. Eyðsla
fólks eykst yfirleitt i takt við
launahækkanir. Þegar laun
lækka þarf strax að draga úr
eyðslunni.
12. Það, að missa gott starf um
fimmtugt, er erfiðara að
lenda í en tala um. Mundu:
Þetta er og verður erfitt - en
erfiðleikum geta fylgt
tækifæri.
13. Stöðug jákvæðni! Til eru
margar sögur um athafna-
menn sem segjast eftir á
vera því fegnir að hafa verið
sagt upp. Þeir hafi þá loks
fariö af stað með það sem þá
langaöi alltaf til að gera.
14. Aldrei að bugastl Enginn er
minni manneskja þótt hann
missi vinnuna.
\
43