Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Page 45

Frjáls verslun - 01.02.1998, Page 45
ATVINNUMÁL Það er því erfiðara íyrir sljórnendur sem komnir eru á þennan aldur að fá störf. Markhópur þeirra starfa, sem þeir sækja í, er minni og þeir með of mikla reynslu til að gerast undirmenn. Að sama skapi er auðveldara fyrir þá, sem hafa unnið við almenn störf, að fá starf. Eg held t.d. að iðnaðarmenn eigi síður í vandraeðum.” TÖLVUKUNNÁTTA NAUÐSYNLEG Hún segist hafa ráðlagt þessum mönnum endurmenntun og bent þeim á að mörg þeirra námskeiða, sem í boði eru, séu nýtanleg. „Ef þeir eru t.d. ekki vanir að vinna með tölvur vil ég endilega að þeir fari á slík námskeið því að í dag eru jú öll fyrirtæki tölvuvædd, meira að segja verslanir. Það sama gildir um kon- ur því á þessum aldri eru þær yfirleitt síður vanar tölvum en karlar á sama aldri. Konum um og yfir fimmtugt geng- ur þó betur að fá störf en körlum þvi kvennastörfin eru fleiri, t.d. afgreiðsla í sérverslunum eða skrifstofustörf þar sem konur eru í meirihluta.” Almennt sagðist Guðný reyna að nýta eitthvað í fenginni reynslu hvers og eins við val á starfi og þá menntun sem við- komandi hefur. Hún segir að nú sé mikil eftirspurn eftir fólki á vinnumarkaðnum en að framboðið hafi að sama skapi auk- ist. Komin er hreyfing á vinnumarkað- inn, fólk í störfum er tilbúið að breyta til og margir eru farnir að skima í kringum sig. an Reynir Þorgnmsson hja Fynrtaekjasölunni í Suðurveri: „Starfsreynsla virðist því miður ekki skipta neinu mali lengur. Það er einblínt á aldurinn og kappkostað að fá unga, reynslulausa menn - í stað samviskusamra, miðaldra manna.” Reynir Þorgrímsson hjá Fyrirtækjasölunni í Sudurveri: SNERPU ER RUGLAÐ SAMAN VIÐ REYNSLU Panelplötur Hvítar og Sérpöntun sérlita. Urval fylgihluta! Teinar, bæklingahólf, rammar, og framhengi fyrir herðatré í miklu úrvali. ®?Ofnasmiöjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 eynir Þorgrímsson rekur Fyrir- tækjasöluna í Suðurveri. Að hans sögn er mikið um að þangað komi miklir hæfileikamenn á mörgum sviðum. Þeir eru kannski komnir með grátt í vanga og fá þ.a.l. ekki vinnu. Stund- um kemur einn á viku og stundum einn á dag. „Þeir eru venjulega mjög sárir og reiðir þegar þeir koma til mín og skilja þetta ekki. Stundum er komin hálfgerð uppgjöf í þá og þeir jafnvel dálítið brotn- ir. Þeim finnst óskiljanlegt að þjóðfélagið skuli ekki lengur hafa þörf fyrir reynslu þeirra, þekkingu og hæfileika. Ég er mjög sammála þeim. Ég skil ekki þenn- an hugsunarhátt eða hvað það er sem býr að baki,” segir Reynir. MIKILL MISSKILNINGUR „Þjóðfélagið okkar er nú þannig að við virðum ekki reynslu og þekkingu heldur einhver önnurgildi. Lítil þjóð eins og okkar heíur þó ekki efni á því að kasta slíkum verðmætum á glæ. Starfsreynsla virðist ekki skipta neinu máli. Það er ein- blínt á aldurinn og kappkostað að fá unga, reynslulausa menn í stað sam- viskusamra, miðaldra manna. Ég held að þetta sé byggt á miklum misskilningi. Menn eru e.t.v. að horfa til lengri tíma í sambandi við eftirlaun, lífeyr- ismál og þess háttar og halda að eldri menn verði frekar sjúkir og séu meira frá vinnu. Þessir menn eru aftur á móti alla daga í vinnu, hvort sem þeir eru veikir eða hraustir, miklu samviskusamari og vinnst oft miklu betur en yngri mönnum. Þeir eru e.t.v. ekki með sömu snerpuna en menn rugla snerpu stundum saman við reynslu. Oftar en ekki þarf ekki snerpu. ,Ég hef fengið menn úr öllum geirum þjóðfélagsins svo það virðist einu gilda hvað þeir hafa verið að gera áður. Það er líka algengt að menn séu að skipta um starf, t.d. sjómenn sem vilja koma í land eða utanbæjarmenn sem vilja flytja í bæ- inn. Eina skýringin, sem þeir fá, er þögn- in. Þeir sækja um vinnu og fá aldrei svar. I flestum tilfellum tekst mér að finna eitthvað fyrir þá. Ég reyni að finna fyrir- tæki við hæfi en þau ganga auðvitað eftir dugnaði hvers og eins og stjórnun- arhæfileikum. Sumir eru góðir stjórnend- ur og aðrir góðir fylgjendur. Yfirleitt gengur þessum mönnum þó vel því þeir berjast til þrautar.” 33 45

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.