Frjáls verslun - 01.02.1998, Síða 50
SJAVARUTVEGUR
Pétur Björnsson hefur
búið í Hull í 16 ár og
rekið fisksölufyrirtækið
IsbergLtd. Hannhefur
selt fisk fyrir rúma 50
milljarða. Núá hann
fyrirtœkið Isfell.
□ étur Björnsson ólst upp norð-
ur á Raufarhöfn og hefur alltaf
haft sterkar taugar til þess
staðar. Þegar hann var ungur vildi
hann hvergi annars staðar búa þó að
örlögin síðan úthlutuðu honum öðru
hlutskipti. Fyrsta þátttaka Péturs í at-
vinnurekstri var þegar hann kornung-
ur eignaðist hlutabréf í útgerðinni
heima, í Jökli hf. á Raufarhöfn. Það var
hlutur að andvirði 10 þúsunda gamalla
króna en Pétur segist ekki vera viss
hve mikils virði hann sé í dag.
ÁSTÆÐURNAR FJÖLSKYLDULEGAR
FREKAR EN VIÐSKIPTALEGAR
ísberg Ltd. starfar enn í Hull og
uppistaðan í umsvifum íyrirtækisins
er sala á íslenskum ísfiski. Um tíma
annaðist Isberg mikið sölu á frystum
afurðum sérstaklega frystitogara og
var um tíma með sölu fyrir 10 togara,
þar á meðal alla frystitogara Samhei'ja
á Akureyri.
Breytingar hafa orðið á þessu og
nú er enginn ffystitogari með við-
skipti við Isberg Ltd. en Pétur segir að
það þýði ekki að fyrirtækið sé hætt að
selja frystar afurðir.
„Undirstaðan í okkar rekstri þarna
úti hefur alltaf verið sala á ísfiski. Hitt
var íyrst og fremst viðbót. Við höfum
fullan hug á að koma Isberg í slík við-
skipti á ný.“
En höfðu þessar breytingar áhrif á
þá ákvörðun Péturs að snúa heim til
Islands alkominn?
„Nei, það má segja að ástæðurnar
fýrir því að ég ákvað að snúa heim aft-
ur og flytja heimili okkar hingað á ný
hafi fremur verið fjölskyldulegar en
viðskiptalegar. Það hafði alltaf verið
ætlun okkar að setjast að á íslandi og
við litum ávallt á dvöl okkar ytra sem
tímabundna. Við eigum fjögur börn,
elsti sonurinn hefur lokið mennta-
skólanámi, elsta dóttirin er í þann veg-
inn að ljúka því og það styttist í að það
þriðja hefji nám í menntaskóla. Eg og
kona mín, Margrét Þorvaldsdóttir,
erum bæði ættuð að norðan og erum
bæði stúdentar frá Menntaskólanum
á Akureyri og eldri börnin okkar hafa
verið þar við nám. Þessir flutningar
eru í rauninni til þess að halda fjöl-
skyldunni saman og skapa henni
raunverulegt heimili á Islandi.
Hitt er svo annað mál að ég mun
áfram eiga Isberg Ltd. í Hull og taka
virkan þátt í rekstri þess með mínum
manni á staðnum, Magnúsi Guð-
mundssyni. Eg hef reiknað með að
eyða að jafnaði einni viku í mánuði
ytra en að öðru leyti verður stuðst við
nútimasamskiptatækni.“
MEIRIAGIYTRA
Pétur og Margrét eiga ijögur börn,
Kristin 22 ára, Ósk 18 ára, Sunnu 14
ára og Bryndísi sem er 7 ára.
Var ekkert meira vandamál að
halda börnunum tvítyngdum en ala
þau upp í erlendu málsamfélagi?
„Það var föst regla að tala alltaf ís-
lensku og ekkert annað inni á heimil-
inu. Það var starfræktur íslenskuskóli
á vegum þeirra fjölskyldna sem þarna
bjuggu. Þannig tel ég að tekist hafi að
varðveita móðurmál þeirra og ekki
hefur orðið vart við neinn aðlögunar-
vanda.“
Hvað með muninn á bresku og ís-
lensku skólakerfi. Er hann mikill?
„Ekki sýnist mér að það sé mikill
munur. Þau byrja ári yngri í Bretlandi
en hér og skólaárið nær lengra fram á
sumarið og er þannig lengra. Frí á
öðrum árstímum er hinsvegar með
öðrum hætti og lengra þannig að
fjöldi skóladaga er svipaður þegar allt
kemur til alls. Daglegur skólatími er
frá 09:00 á morgnana til 15:30. Mér
hefur virst námsefnið vera áþekkt en
aginn í bresku skólakerfi er meiri.“
Pétur og eiginkona hans, Margrét Þorvaldsdóttir.
BARÁTTAN Á
VEIÐARFÆRAMARKAÐNUM
Að öðru leyti hefur Pétur einbeitt
sér að rekstri ísfells hf. og dótturfyrir-
50