Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Síða 72

Frjáls verslun - 01.02.1998, Síða 72
^111 miðbik aldarinnar var síðasti hápunktur óperulistarinnar. Stórkostlegir söngvarar, leik- stjórar og hljóm- sveitarstjórnendur kepptu sín á milli um að ná full- komnun í list- greininni. Tvær óperusöngkonur voru mest áberandi, þær Maria Callas og Renata Tebaldi. Þeirra samband var vægast sagt fjandsam- legt og óperuunnendur virtust skipt- ast í tvær fylkingar bak við „dívurnar”. Mér er minnisstætt stutt við- tal við Callas þar sem hún var spurð um það hvað henni fyndist um samanburðinn sem gerður var á henni og Tebaldi. Callas svaraði að bragði: ,Að bera Tebaldi saman við mig er eins og bera saman Coca- Cola og kampavín." Hið óvanalega heillar. Það sannaðist enn einu sinni í Háskólabíói laugardaginn 28. febrúar. Bíósalurinn var stútfullur af spenntum áheyrendum á öllum aldri sem höfðu lagt leið sína vestur í bæ í 12 stiga frosti. Blandan, sem boðin var, verður ekki oft á boðstólum. Flytjendur á tónleikunum voru karlakórinn Fóstbræður og Stuð- menn ásamt blásarasveit, Garðari Cortes og Guðnýju Guðmunds- dóttur. Valgeir Guðjónsson var ekki með. Samstillingin kom á óvart en listamenn þessara tónleika hafa verið heimilisvinir þjóðarinnar um árabil. Fóstbræður eða Stuðmenn, já eða Garðar Cortes, hefðu ör- ugglega verið einfærir um að fylla Háskólabíó. En blandan, bæði Coca-Cola og kampavín, heillaði og gaf tónleikunum nýja vídd. Hvað hins vegar var Coca-Cola og hvað kampavín skal ósagt Iátið, og einn- ig það hvort er betra. Það gerir hver upp við sig. Islenskir karlmenn Það er liðinn aldarfjórðungur síðan að gusta fór af tónlist mennt- skælinganna úr MH. Upptökin eru rakin til ökuferðar í fólksvagnin- um hans Sveins Skúlasonar lögfræðings. Þetta er orðin löng ganga á poppheimsvísu en nokkuð er um liðið síðan við fengum að njóta þeirra síðast. Karlarnir bera aldurinn vel. Eiginlega eru þeir líkari virðulegum karlakórsfélögum en poppurum. Yfirskrift tónleikanna var íslenskir karlmenn. Eins og við mátti búast var það jafnframt fyrsta lagið sem tekið var. Áheyrendur tóku strax við sér og fóru að iða í sætum með bros á vör, enda hefur álkulegt spaugið alltaf verið áberandi þáttur í flutningi Stuðmanna. Og kímnigáfan hefúr ekki breyst í áranna rás. Stórsöngvarinn Egill Olafsson kann að taka sviðið og eigna sér það. Hann er í senn virðuleg- ur, afslappaður og eðlilegur. Fostbræður voru ekki eins fljótir að ná sér á strik en eftir fyrsta lagið komust þeir í gang og fundu sig. Frábær karlakór Brennið þið vitar eftir Pál Isólfsson var sérlega vel flutt af karlakórnum. Og útsetning Olafs ................"• Gauks góð. Árni Harðarson er lif- andi og góður stjórnandi. Menn horfa stundum til þeirra daga þegar meðalaldur söngfé- laga í karlakórum var lægri og þess vegna samhjómur þeirra bjartari. Raddlitur karla- kórsins Fóst- bræðra er bjartur og er síst lakari en hann var á árum áður. Tenórinn er sterkur og gefur frábæra birtu. Bassinn má passa sig á því að lita ekki sérhljóða of dökka og svolítið hola. Það verður tilgerðarlegt. Það er mjög erfitt að blanda saman mögnuðum söng, sem sung- inn er í hljóðnema, og náttúrulegum, ómögnuðum söng, jafnvel þótt í hlut eigi 66 raddmiklir karlmenn. Ef söngur og tónlist eru mögnuð verður að magna allt sem flutt er. Það kemur fyrir að maður heyri í leikhúsum að sumir raddlitlir söngvarar eru magnaðri en aðrir, meiri söngmenn eru látnir syngja lítið studdir eða jafnvel óstuddir af tækn- inni. Það gengur ekki upp. Það sama var uppi á teningnum að hluta varðandi söng Fóstbræðra. Hann hefði átt að magna meira og gefa fyllingu til jafns við aðra tónlist sem flutt var. Rislaust hvísl og annað beint í mark Ekki skil ég af hveiju perlan, í fjarlægð eftir Karl 0. Runólfs- son, var sett á dagskrána. Það lag sungu saman Garðar Cortes og Ragnhildur Gísladóttir. Þetta þjónaði engum tilgangi og meira en nóg af frumsömdum lögum Stuðmanna að velja úr. Utsetningin var allt of tilgerðarleg og eiginlega snýr hún út úr tónsmíðinni svo úr varð rislaust hvísl. Eitt skemmtilegasta lagið á tónleikunum var Úfó, hið fræga „astral tertu gubb”. Tveir kórfélagar stigu fram og sungu hlutverk lögreglumannanna í laginu. Það voru þeir Þorsteinn Guðnason ten- ór og Grétar Samúelsson bassi. Þeir stóðu sig með prýði. Og Þor- steinn bætti um betur í laginu Auga fyrir auga. I Úfó, eins og mörg- um öðrum lögum, fengu karlakórsfélagar að taka þátt í leiknum á sviðinu með litlum, kómískum hreyfingum sem virkuðu beint á hlát- urtaugar tónleikagesta. Litlar, hugsaðar hreyfingar geta gert miklu meira en yfirdrifin læti. Þetta hitti í mark. Það er búið að gefa tóninn Ég vona að þessir tónleikar gefi nýja línu. Tónlistarnostal- gían á öldurhúsum borgarinnar er góðra gjalda verð en það er stór hópur tónlistarunnenda sem ekki kærir sig um öldur- húsaþátt þeirra uppákoma og mæta þess vegna ekki. Og von- andi gefur þetta stjörnum okkar á tónlistarsviðinu kjark til þess að koma með frumlegar blöndur í stíl við tónleikana í Háskólabiói, Coca-Cola og kampavín. Kemur Ragnar Bjarnason næst fram með Sinfóníuhljómsveit Islands og Skagfirsku söngveitinni? Eða verður það Bubbi með Kammersveit Reykjavíkur? Ég mæti. S3 Cocd-Cola o? kampavín 72 Karlakórinn Fóstbrœður og Stuðmenn í Háskólabíói
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.