Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Page 73

Frjáls verslun - 01.02.1998, Page 73
 Lirtir :®>inennin? Stjörnu?jöf Jóns Viðars Þjódleikhús Meiri gauragangur. * * Það er gömul reynsla, að önnur út- gáfa vinsælla leikverka og bíómynda stendur sjaldan þeirri íyrstu jafnfætis. Gauragangur II er engin undantekning frá þeirri reglu, en Olafur Haukur þekkir leiðina að hjörtum áhorfenda sinna og ratar hana sjálfsagt engu síður nú en löngum áður. (Sjá leikdóm bls. 76). Kaffi. * * Þó að hnyttilegum tilsvörum og skemmtilegum tilþrifum í samtölum bregði fyrir í frumraun Bjarna Jónssonar á sviði Þjóðleikhússins, á hann enn margt ólært sem leikritahöf- undur. Kaffið er þunnt, en naumast hætta á að áhorfendur velgi við því, enda framreiðsla og borðbúnaður snyrtilegur. (Sjá leikdóm bls. 77). Poppkorn. * * Það er meiri hætta á, að viðkvæmum mög- um verði bumbult af því sem fram fer í leikriti Ben Eltons um sið- ferðislega ábyrgð kvikmyndaiðnaðarins. Sjálfur verður Elton naumast sýknaður af þeirri skinhelgi að gera sér mat úr þvi, sem hann þykist vera að prédika gegn. Sýningin er litrík og lífleg og dregur síst úr óbragðinu sem verkið skilur eftir. (Sjá leikdóm bls. 78). Fiðlarinn á þakinu. * * 1/2 Þó að aðalleikararnir séu full- ungir og tónlistarflutningur minni í sniðum en á fyrri sýningu verksins, njóta sagan og söngvarnir sín svo vel, að áhorfendur hafa streymt í leikhúsið frá því í vor. (Sjá Fijáls verslun, 1. tbl. 1998). Grandavegur 7. * * Snotur umgerð og tónlist, sem er á köflum áhrifasterk, breyta ekki því, að það er einhver holur tónn í öllu saman og hringlið á milli lífs og dauða orkar þreytandi til lengdar. Ætli Kjartan Ragnarsson hafi nokkuð gert upp við sig, hvað hann vildi segja með sýningunni? (Sjá Frjáls verslun, 1. tbl. 1998). Hamlet * Eina stjarnan fer til Hilmis Snæs, sem stendur sig vel, þó að Hamlet sjálfur verði nánast aukapersóna í ruglingslegri sýningu, sem er ofhlaðin leikstjórnarhugdettum án tengsla við verk Shakespeares. (Sjá Frjáls verslun, 1. tbl. 1998). Yndisfríð og ófreskjan. * * * Prýðilega unnin sýning sem óhætt er að mæla með, þó að skrímslið veki fremur bros en ótta, a.m.k. hjá eldri börnum, og „Yndisfríð" sýnist aldrei í mikilli hættu. (Sjá Frjáls verslun, 1. tbl. 1998). Borgarleikhúsið Feður og synir. * * 1/2 Þrátt fyrir nokkra galla athyglis- verðasta sýning á íslensku leiksviði um þessar mundir og tíma- bært mótvægi við þær leikstjórnaruppákomur sem Þjóðleikhús- ið hefúr helst státað af síðustu misseri. (Sjá Frjáls verslun, 1. tbl. 1998). Feitir menn í pilstun. * * Póstmódernisk mannakjöts- veisla eftír nýjustu uppskrift lfá Bandaríkjunum. Leikur og leik- sfjórn með ágætum, fagmennskan er að sækja í sig veðrið í Borg- arleikhúsinu. (Sjá Fijáls verslun, 1. tbl. 1998). Galdrakariinn í Oz. * * 1/2 Frábær dansaatriði Kenn Old- fields eru það besta í fremur þyngslalegri sviðsetningu Borgar- leikhússins á þessu klassíska barnaverki. (Sjá Fijáls verslun, 1. tbl. 1998). Loftkastalinn Fjögur hjörtu. * * Sálffæðin ristir ekki djúpt i frumraun Olafs Jóhanns Olafssonar fyrir leiksvið og stílblanda verksins á raunsæi og fantasíu nær ekki að verða trúverðug. En textinn er lipurlega saminn og leikararnir fjórir skila sínu nokkurn veginn eins vel og frekast er kostur. Dágóð kvöldskemmtun. (Sjá Frjáls verslun, 1. tbl. 1998). Bugsy Malone. Við sleppum stjörnugjöf fyrir sýningu sem er borin uppi af börnum og unglingum, en fagmannlega unnin að öðru leyti en þvi, að margir leikenda hefðu þurft að fá tilsögn í framsögn og textameðferð. (Sjá Fijáls verslun, 1. tbl. 1998). Hermóður og Háðvör Síðasti bærinn í dalnum. * * * Hinn kröftugi hafnfirski leikhópur rær á þjóðleg mið í fyrstu barnasýningu sinni með ágætum árangri. Óskandi, að hann fái haldið starfi sínu áfram enn um sinn. (Sjá Fijáls verslun, 1. tbl. 1998). Kaffileikhúsið Svikamylla. * * 1/2 Úrvalstryllir, sem enginn spennufík- ill má missa af. Arnar gæti að visu verið betri og aldrei að vita nema hann verði það með hækkandi sól. (Sjá leikdóm bls. 79). Skemmtihúsið The Saga of Guðríður. * * 1/2 Einleikur á ensku um líf og reisur Guðríðar Þorbjarnardóttur. Snyrtilega gert, en ekki mjög bragðmikið. Fleiri gerðir væntanlegar sem fróðlegt verður að fylgjast með. (Sjá leikdóm bls. 78). Stjörnugjöf Jóns Viðars Jónssonar 73

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.