Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Side 74

Frjáls verslun - 01.02.1998, Side 74
Ikir meiiniii? tli nokkur borg á byggðu bóli geti átt meira tilkall til að kall- ast höfuðborg leiklistar í heiminum en London? Með því er auðvitað ekki sagt, að jafn góð og jafnvel betri leiklist verði ekki fundin í öðrum stöðum, sé vel leitað. Hjá þeim menntaþjóðum, sem eiga sér aldagamlar leikhúshefðir, er list- greinin alltaf að einhverju leyti bund- in skapgerðareinkennum fólksins sjálfs, þeim lífsviðhorfum og tilfinn- ingum, sem hafa mótað sögu þess. Því er allur samanburður svo hæpinn, og út í bláinn að tala um Breta sem meiri leiklistarþjóð en Frakka, Þjóðverja eða Rússa (Bandaríkjamenn dytti víst fáum í hug að nefha í þessu sambandi, eins þótt þeir hafi átt nokkur af bestu leikskáldum aldarinnar). Þó hafa Bretar eitt fram yfir alla aðra: Mesta leikskáld heimsins var Englendingur og það mega þeir sannarlega eiga, að þeir hafa lagt frábæra rækt við arfleifð hans, ekki síst á þessari öld. Sú varðveisla hefur kostað fórnir og harða baráttu, sem mikil og merk saga er af. Svo að lítið dæmi sé tekið, eru ekki nema nokkur ár síðan The Royal Shakespeare Company, RSC, þetta óviðjafnanlega leikhús, sem hefur síðustu flóra áratugi öðru fremur sinnt leikjum skáldsins, varð að loka aðalsviði sínu í London sökum fiárhagsörðugleika. Til allrar hamingju varð sú lokun aðeins tímabundin, og nú heldur leikhúsið uppi kröftugri starfsemi með hjálp styrkja, jafnt írá því opinbera sem einkafyr- irtækjum, rekur samtals fimm leiksvið, í Stratford-upon Avon, fæðingarbæ Shakespeares, og London, og er auk þess á sí- felldum ferðalögum, bæði heima og erlendis. Bresk leiksaga og leikmenning, eins og hún blasir við þeim, sem nemur staðar í London í nokkra daga og notar tækifærið tíl að njóta Maggie Smith sem Claire í A Delicate Balance eftir Edward Albee. Leiklist i London... Jón Viðar brá sér til Lundiína á dögunum og kynnti sér leikhúslífið í heimsborginni. Hann dæmir hér þrjár sýningar og bendir á aðrar athyglisverðar. góðrar leiklistar, mætti raunar verða umhugsunarefni þeim íslensku draumóra- og áróðursmönnum, sem halda að afnám opinberra styrkja af öllu tagi sé það, sem íslenskar listír, þar með talin leiklistín, þurfa mest á að halda. Leikhúslíf borgarinnar er bæði ríkulegt og fjölbreytt, en svo væri ekki, ef allt byggðist á einka- leikhúsunum í West End, sem verða auðvitað að standa undir sér og gott betur en það. Allt fram á þessa öld áttu Bretar ekkert þjóðleikhús eða sambærilega stofnun við Comédie Frangaise í París, Burgtheater í Vínarborg eða Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Nú rís þjóðleikhús þeirra, llie Royal Natíonal Theatre, NT, á suðurbakka Thames og keppir við RSC með höfuðstöðvar í Barbican-centre norðar í borginni. Samt er helst að heyra, að breskt leikhúsfólk ali með sér sífelldan beyg við, að ríkið kippi að sér hendinni og mark- aðsöflin gleypi listina á ný. Því miður sýnir sagan, að sá óttí er ekki ástæðulaus. En vera má, að það hafi orðið breskri leikmenningu að sumu leyti til bjargar, hversu mikillar alþjóðavirðingar hún nýt- ur. Ætli margt minni betur en hún á þá tíma, þegar Bretar litu á sig sem herraþjóð heimsins með köllun til að lyfta mannkyninu á æðra siðmenningarstíg? Nútíminn í West End Nú má enginn skilja orð mín svo, að fátt nýtilegt sé að finna í leikhúsunum í West End, öðru nær. Þó að söngleikir og ýmiss konar léttmeti stíngi ævinlega í augu, þegar þeim er rennt yfir auglýsingadálka blaðanna, er þar einnig að finna áhugaverð ný leikrit ásarnt verkum eftir merka nútíðarhöfunda. Nú á dögunum sá ég þar t.d. prýðilega sýningu á leikriti Edward Albees, A Delicate Balance, sem var leikið undir heitínu Otrygg er ögur- stundin hjá L.R. fyrir um tuttugu árum. Eg villtist raunar einnig inn á heldur óspennandi sýningu á Poppkorni því sem Þjóðleik- húsið frumsýndi nýverið og fjallað er um á öðrum stað í ritinu. Lundúnasýningin, sem hefur gengið frá því í fyrravor, bar greini- leg merki þeirra vélrænu vinnubragða, sem vilja loða við West End-leikhúsin, þar sem sami leikurinn gengur kvöld eftir kvöld, mánuðum og stundum árum saman, svo lengi sem einhverjir kaupendur fást að miðunum. Þar voru heldur engar stórstjörn- ur, eins og í A Delicate Balance, sem státaði af einni fremstu leikkonu Breta, Maggie Smith. Var sú sýning þó alls engin stjörnusýning af því tagi, sem enn má sjá dæmi um í West End, að ekki sé talað um á Broadway, þegar óvöldum samtíningi af miðlungsfólki er raðað í kringum einn stórleikara, sem á að tryggja aðsóknina, því að hér var valinn maður í hverju rúmi. En leikritið sjálft orkaði jafn skringilega fyrir því; það býr einfaldlega ekki yfir sama kraftí og bestu verk Albees, eins og Hver er hrædd- ur við Virginíu Woolf? eða leikur hans um hávöxnu konurn- ar þijár sem fór mikla sigurför fyrir fáeinum árum og endur- reistí orðspor hans sem leikskálds. Maggie Smith þótti einmitt sýna þar afburðagóðan leik, sem hefur sjálfsagt ýtt undir menn að dusta rykið af hinu tuttugu ára gamla leikriti, enda þar að finna ágætlega skrifað og þakklátt hlutverk handa stórleikkonunni. 74

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.