Frjáls verslun - 01.02.1999, Side 9
GK tískuverslun á Laugavegi. Lúmex annaðist þar lýsingu. Ljósmynd: Ari Magg.
Nýlega heimsóttu þeir til dæmis nýja risaverslunarmiðstöð i
Manchester í Englandi. Þar hefur ekkert verið látið ógert til að
halda viðskiptavinum sem lengst inni í miðstöðinni, að sjálfsögðu
í þeim tilgangi að þeir eyði sem mestum peningum. Lýsingu hef-
ur verið beitt af mikilli snilld og hún breytist stöðugt í samræmi
við tilganginn. „Hönnuðir og sér-
fræðingar í markaðsmálum, sem
þarna hafa verið að verki, kunna að
heimfæra lýsinguna upp á markað-
inn. Það er ekki nóg að vera með
góðan ljósabúnað, það verður að
kunna að beita honum og því
leggjum við áherslu á að heim-
sækja borgir og staði þar sem
þetta gerist best í heiminum."
Hönnun og þjónusta Lúmex
hefur stækkað mikið frá því í upp-
hafi. Þá voru starfsmenn að jafn-
aði 4-5 en nú eru þeir tíu auk
þess sem 25-30 manns vinna á
vegum Lúmex sem undirverktakar. „Fyrirtækið hefur breyst mik-
ið og veitir nú litlum sem stórum íýrirtækjum alhliða þjónustu.
Við byggjum starfsemina á hönnun og þjónustu og leggjum metn-
að í að vera ekki aðeins með vörur til að selja heldur að geta veitt
heildarþjónustu, allt frá teikningu til uppsetningar og lokafrá-
gangs hvers verks,“ segir Ingi Már. „Með því að hafa alla verk-
þætti á einni hendi vinnst verkið fljótar og betur og verður ódýrara
en viðskiptavinurinn ræður að sjálfsögðu hversu langt við göng-
um. Hraðinn í þjóðfélaginu krefst heildarlausna, snöggra við-
bragða og aukinnar þjónustu.“
Feðgarnir eru sammála um að hönnun rafmagns hafi oft lent
aftarlega á hönnunarstiginu, sama hvað verið sé að hanna. Þessi
veigamikfi þáttur ætti hins vegar að vera með frá upphafi annars
getur það haft áhrif á siðari framkvæmdastig-
um. Til dæmis hefúr frágangur lofta og litaval
áhrif á lýsingu. „Samvinna okkar við hönnuði
hefúr verið góð. Við höfúm unnið mikið með
arkitektum og lært af þeim um leið og við höf-
um öðlast betri skilning á formi og rými ásamt
efnisvafi,“ segir Helgi. „Vinnubrögð hér á
landi eru yfirleitt með því besta sem þekkist i
heiminum og erlendur sérfræðingur, sem var
að stílla ljós í viðbyggingu Kringlunnar, sagðist
ekki hafa séð betri vinnu annars staðar og hef-
ur hann þó viða farið.“
Vex með viðskiptavinunum í byrjun var Lúm-
ex iýrirtæki Helga, bróður hans og föður en nú
eiga feðgarnir Helgi og Ingi Már fýrirtækið. Ingi Már sér um dag-
legan innflutning, tílboðsgerð og stjórnun í Skipholtí 37. Þar er fyr-
irtækið nú rekið í húsnæði sem feðgarnir festu kaup á fyrir einu og
hálfu ári. Helgi sinnir verkfúndum og fylgist með framkvæmd verka
úti á vinnustöðunum. „Styrkur fyrirtækisins felst ekki síst i þvi að
hafa verið með sömu viðskiptavini árum saman og fengið tækifæri
tíl að vaxa með þeim,“ segja Helgi og Ingi Már að lokum. HD
Nokkur stórverkefni, Lúmex annaðist
a siðasta an, eru: Elko, Rúmfatalager-
tnn, skrifstofur Pharmaco, verksmiðju-
husnœði Malmngar, sex verslanir í Flug-
stoðmni í Keflavík, tíu verslanir Lands-
simans, Göngugatan í Mjódd, jólalýsing-
ar Hafnarfjarðarbœjar ogýmis fleiri. Um
þessar mundir er unnið að Mmörgum
verkefnum, t.d. fyrir Tæknival, Euroþay,
agkaup og Nýkaup. Hönnunarverkefní
unmn í samvinnu við arkitekta og raf-
honnuði: íþróttahús í Ólajsvík. Háskólinn
á Akureyri og Borgarskóli.
9