Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1999, Síða 16

Frjáls verslun - 01.02.1999, Síða 16
« FRÉTTIR □ átækniíyrirtækið Flaga hlaut að þessu sinni nýsköp- unarverðlaun Rannsóknar- ráðs og Útflutningsráðs fyrir glæsi- legt framlag tíl nýsköpunar á sviði hátækniiðnaðar og heilbrigðismála. Þetta er í tjórða sinn sem verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi þróun nýrrar vöru eða þjónustu sem byggð er á rannsóknarstarfi, visindalegri og tæknilegri þekkingu og sem hefur náð sannfærandi árangri á markaði. Heigi Kristbjarnarson, taugalíf- eðlisfræðingur og læknir, stofnaði fyrirtækið árið 1992 ásamt félögum sín- um, Rögnvaldi Sæ- mundssyni og Björgvini Guð- mundssyni raf- magnsverkfræðingum, í þeim til- gangi að þróa og framleiða tæki til svefnrannsókna. Síðar bættíst Sigur- jón Krisjánsson rafmagnsverkfræð- ingur í hópinn. Núna starfa 36 manns hjá fyrirtækinu, þar af fimm eriendis á söluskrifstofum Flögu í Frakklandi og Bandaríkjunum. 31] ‘œknir, TakkZ^l^’J^^^ingur 0g árið 1992TaJlUmn- Ham **»* Rögnvaldi Sæmundssyni ZT'VerkfrœöinSunum syni. aSSym °S Bjorgvmi Guðmunds- Sigfús heiðursgestur s igfús Sigfússon, forstjóri Heklu, var heiðursgestur á árshátíð Mágusar, félags viðskiptafræðinga, á Hótel Sögu á dögunum og hélt hann skemmtílega hátíðarræðu. Mágus er ekki aðeins nafn á félaginu heldur er tákn þess refurinn Mágus. Sagan á bak við Mágus er skemmtíleg. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, var formað- ur Félags viðskiptafræðinema árið 1960. Hann lagði þá tíl um haustíð, sem mótsvar við gæs laganema, að viðskiptafræðinemar tækju upp ref sem tákn félagsins. En hvað áttí ref- urinn að heita? Menn veltu því fyrir sér um skeið. En kvöld eitt bar Hösk- uld óvænt niður í Bragða-Magúsar- sögu og þar kom franski riddarinn Mágus við sögu. Taldi Höskuldur að það væri nafii við hæfi; saman færi í því riddaramennska, klókindi í hófi og hljómur heimsmennsku. Lagði Höskuldur tíl að refur félagsins yrði skírður Mágus. Jón Hjartarson, eig- andi Húsgagnahallarinnar og skóla- bróðir Höskuldar í viðskiptafræð- inni, var fenginn tíl að skjóta ref og stoppa hann upp - en Jón var þá þeg- ar orðinn kunn skytta og veiðimaður - „eða mestur skotmaður sunnan heiða“, eins og það er orðað - og leystí hann verkið af hendi. Á árshá- tíð félagsins í Glaumbæ var refurinn síðan afhjúpaður og skírður Mágus. Til margra ára hafa fáir skilið nafnið og hefur uppruni þess orðið dijúgt umræðuefiii á mannamótum. Þess má geta að síðar var félag viðskipt- fræðinema einnig skirt Mágus. 33 Sigfús Sigfusson, forstjóri Heklu, flytur hátíðarrœð- una á árshátíð Mágusar, félags viðskiptafrœðinema. Refurinn Mágus, tákn félagsins, er í forgrunni. Á bak við nafnið er skemmtileg saga sem hér er fjallað um. FV-mynd: Geir Olafsson. 16

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.