Frjáls verslun - 01.02.1999, Page 21
- Hve margir nemendur féllu hjá ykkur á fyrstu önninni?
„Það féllu of margir - það var um 20% fall. Við gerum hins veg-
ar miklar kröfur og munum alls ekki hvika frá þeim því þá náum
við ekki að fylgja eftir markmiðum og stefnu skólans. Nám hér er
metnaðarfullt og krefst aga, skipulagningar á tíma og vinnusemi
til að góður árangur náist. Tileinki nemendur sér ósérhlífni, hörku
við sjálfa sig og öguð vinnubrögð í háskólanámi búa þeir að því
alla tíð.“
- Hvað með hagnýt verkefni nemenda sem unnin eru í tengsl-
um við atvinnulífið?
„Við leggjum mikið upp úr þeim, sérstaklega á síðari stigum
námsins. í tölvufræðideildinni hafa verið unnin mjög áhugaverð,
hagnýt verkefni. Lokaverkefni þeirra felst í að leysa alvöru verk-
efrii inni í fyrirtækjum undir handleiðslu kennara. I viðskiptadeild-
inni fá þau mjög skemmtilegt hagnýtt verkefni; stofna eigið fyrir-
tæki. Það þjálfar þau í að axla ábyrgð en þó miklu frekar í að koma
auga á nýsköpun í atvinnulifinu - stofna fyrirtæki um einhverja
nýja hugmynd. Þau hugsa upp viðskiptahugmynd, gera viðskipta-
áætlun um hana og síðan framkvæmdaáætiun. Þetta blæs kjarki
og þori í þau og eflir frumkvöðlahugsunarháttinn. Nýsköpun verð-
ur að vera á bak við augnlokin á hverjum einasta stjórnanda - alltaf.
Góður stjórnandi verður ætíð að spyrja sig hvernig hann geti
stækkað fyrirtæki sitt, aukið vöxt þess, náð inn nýrri starfsemi og
þar fram eftir götunum. Góður stjórnandi á að verja helmingi tíma
síns með hugann við framtíðina, allra síst á hann að dvelja of lengi
við fortíðina.“
- Hvers vegna ættu nemendur að velja Viðskiptaháskólann í
Reykjavik fremur en viðskiptadeild Háskóla Islands?
„Ég kom inn á það áðan að við höfum ekki tekið mið af kennslu
og námsefni í Háskólanum heldur horft út fyrir landsteinana við
mótun skólans. Ég vil því einungis svara þessu út frá okkar stefnu:
Við erum með mjög metnaðarfullt starf og afar góðan aðbúnað;
það er það sem við erum að selja. Sömuleiðis eru miklu færri nem-
endur hér í skólanum og hafa fyrir vikið greiðari aðgang að kenn-
urum. Návígið er meira; ég þekki orðið marga nemendur hér og
mér stendur alls ekki á sama um hvað verður úr nemendum mín-
um. Öll samkeppni er af hinu góða. Ég er stolt af því að geta sagt
að Viðskiptaháskólinn í Reykjavík hefur komið inn á markaðinn
með nýjan kost fyrir nemendur. Leiði hann til þess að viðskipta-
deild Háskóla Islands verði enn betri þá er ég sæl með það.“
- Um nokkurt skeið hefur mönnum orðið tíðrætt um agaleysi
í skólum, sérstaklega grunnskólum. Sérðu bregða fyrir agaleysi
hjá nemendum Viðskiptaháskólans?
„Að sjálfsögðu ekki það agaleysi sem mest var rætt um eftir
áramótin, þ.e. óstýriláta hegðun. En ég held að helsti munurinn á
aga nemenda í háskólanámi hér og erlendis felist í agaðri vinnu-
brögðum ytra; ekki síst skipuleggja þeir tíma sinn betur.
Það er líka það eina; mér fellur afskaplega vel við nemendur
mína og er stolt af þeim. Það er nú einu sinni háttur okkar Islend-
inga að gera hlutina í skorpum og taka þá til hendinni í stað þess
að fylgja eftir rígbundnu skipulagi. I námi heltast nemendur hins
vegar frekar úr lestinni gjörnýti þeir ekki tíma sinn. Þótt flest mæli
gegn óskipulögðum vinnubrögðum finnst þó raunar einn kostur
við þau; sá að menn eru opnari fyrir nýjungum og breytingum í at-
vinnulífinu og eiga auðveldara með að tileinka sé nýsköpun.
Skipulag langt fram í tímann er mikilvægt - en mikilvægast af öllu
„Mér er það mikið kappsmál að nemendur hér séu búnir undir að
axla ábyrgð í atvinnulífinu og þjóðlífinu; að skólinn gefi þeim kunn-
áttu og veiti þeim kjark til að stofna fyrirtæki og taka þátt í nýsköpun
atvinnulífsins. “
er þó að leggja meginlínurnar og hafa framtíðarsýn. En jafnframt
þarf að hafa sveigjanleika til að endurmeta síbreytilegar aðstæður
hveiju sinni; komi upp góðar hugmyndir verða menn hafa svig-
rúm til að stökkva á þær.“
- Þetta með óskipulag á tíma okkar, hvernig upplifir þú mun-
inn á stundvisi á vinnustöðum hérlendis og úti í Bandaríkjunum?
„Stundvísi er eitthvað sem við Islendingar verðum að gera
stórátak í. Úti var það þannig að ætti fundur að hefjast klukkan níu
að morgni voru allir mættir vel fyrir þann tíma og það var byrjað
af fullum krafti á slaginu níu - og það var ekkert mál. Hér rek ég
mig á að fundir hefjast gjarnan síðar en ætiað er vegna þess að ein-
hverjir mæta of seint. Og hvað ýmis boð snertir meina margir ekk-
ert með þeim tíma sem þeir segjast ætla að koma á - og þykir það
ekkert tiltökumál að koma hálftíma eða klukkutíma of seint. Þetta
er þó sem betur fer einstaklingsbundið, sumir eru mjög nákvæm-
ir með tímann en aðrir ekki. Ostundvísi merkir einfaldlega að
menn beri ekki virðingu fyrir tíma annarra. Úti er litið þannig á að
þeir, sem koma of seint, séu að skemma fyrir hinum. En hér er það
ekki hugsað þannig. Seinkunin er bara afsökuð og eitt getur þú
bókað; viðkomandi hefur alltaf einhverja ástæðu fyrir seinkuninni,
yfirleitt kemur eitthvað alveg óviðráðanlegt upp á - það er alltaf ein-
hverju öðru um að kenna en óstundvísi. Óstundvísi flokkast vissu-
lega undir agaleysi.“
- Víkjum núna að sljórnun almennt - hvað telur þú eitt mikil-
vægasta verkefni hvers stjórnanda?
„Að ráða fólk er örugglega eitt mikilvægasta hlutverk livers
stjórnanda. Þótt sumum finnist það eflaust ekki sniðugt að líkja
starfsmönnum við hráefni þá er hægt að fullyrða að starfsmenn
eru mikilvægasta hráefnið sem kemur inn í fyrirtæki. Góðir starfs-
menn tryggja ávallt góða útkomu í rekstri en öðru máli gegnir um
lélega starfsmenn. Þess vegna er mannauðurinn - vel menntaðir
og öflugir starfsmenn - mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis.
21