Frjáls verslun - 01.02.1999, Side 23
wwwm forsíðuvidtal
færðu ekki laun. Er það hvatning í starfi? Nei, það er
hvatning til að mæta. Séu laun tengd einhveiju fram-
lagi eru þau orðin hvatning til að leggja sig meira
fram í tengslum við það sem greitt er fyrir. Engu að
síður eru laun talin hvati til að fólk ráði sig til viðkom-
andi fyrirtækis. Ef fyrirtæki ætlar að ráða hæfa starfs-
menn verður það að bjóða góð laun. En eftir að þeir
eru komnir til starfa í fyrirtæki - og launin ekki tengd
við einhvers konar framlag eða árangur - virka þau
ekkert frekar sem hvati. Innri áhugi á starfi hlýtur
hins vegar alltaf að þurfa að vera fyrir hendi til að fólk
leggi sig fram. Laun vekja sjaldan upp brennandi eld-
móð og áhuga á verkefni. Þess vegna eru aðrir hvat-
ar, eins og það að hafa tækifæri til að vaxa í starfi -
bæði sem einstaklingur og fagmaður - láta gott af sér
leiða og sjá árangur erfiðisins, mjög sterkir hvatar.
Loks er það samheldnin á vinnustöðum, liðsandinn,
þar sem starfsmenn sem lið stefiia að settu marki.
Eða eins og sagt er í fótboltanum: „Við liðið erum að
gera þetta“. Það er auðvitað mjög sterkur hvati að
fólki finnist gaman í vinnunni þar sem allir hvetja alla
til dáða.“
starfsmanninn segja upp heldur en að reka hann. Aðalatriðið er að sýna ekk-
ert hik; það gerir bara illt verra. Samstarfinu er lokið!“
- Að lokum, þú starfaðir um árabil við ráðgjöf í Bandarikjunum. Hver er
meginmunurinn á þvi að starfa á Islandi og í Bandaríkjunum?
„Mér finnst íslendingar áræðnari heldur en margir Bandaríkjamenn og til-
búnari til að takast á við tiltölulega flókin verkefni með stuttum fyrirvara. Það
er enda meira í eðli okkar Islendinga að „kýla á það“ eins og það er ncfnt.
Raunar lít ég þetta sem kost. Bandaríkjamenn brenna sig stundum á því að
eyða of miklum tíma í greiningar og vangaveltur og því fylgir sú hætta að
misst sé af lestinni. Alhæfingar í þessum eíhum eru samt erfiðar og kannski
ekki við hæfi, þetta er það einstaklingsbundið eftir stjórnendum. Eg vann sem
betur fer með mjög áræðnum stjórnendum vestanhafs. Þrautseigja okkar ís-
lendinga er hins vegar ekki eins mikil - og það er ókostur. Það er mikilvægt að
halda sínu striki í gegnum súrt og sætt en okkur íslendingum finnst súri kafl-
inn ekki spennandi. Það er alveg sama hversu miklar breytingar verða í fyrir-
tækjum, þeim fylgja ætíð bæði súrir og sætir tímar. Það er auðveldara að sann-
færa Bandaríkjamenn um að halda sér að verki á súra tímanum, þegar á móti
blæs. Eg ítreka að allt er þetta þó afar einstaklingsbundið - við erum jú einu
sinni öll með okkar litróf, engir tveir eru eins. Hjá báðum þjóðum er núna
margt að gerast; það eru spennandi tírnar." S3
- Eitt erfiðasta verk hvers stjórnanda er að segja
upp starfsmönnum. Hvernig eiga stjórnendur að
standa að uppsögnum? Eiga þeir fyrst að hvetja
menn til að segja upp eða eiga þeir að ganga rösk-
lega til verks?
„Fyrst af öllu verðum við að hafa í huga að starfs-
menn eru að selja vinnu sína og fyrirtæki að kaupa
hana. Ráðningarviðtöl eru því eins konar sölu- og
kaupendaviðtöl. Starfsmaður lofar ákveðnu framlagi
og fyrirtækið líka - og hugsanlega er starfsmaðurinn
valinn úr hópi margra umsækjenda. Þegar svo sú
staða kemur upp að stjórnandanum finnst hann ekki
fá það út úr starfsmanninum sem hann hélt að hann
fengi - framlag sem starfsmaðurinn hét honum og
seldi í ráðningarviðtalinu - er aðeins til ein lausn;
heiðarleiki - leggja þarf spilin á borðið. Það á alls ekki
að vera með einhverja harkalega uppákomu heldur
segja á heiðarlegan og málefnalegan hátt: „Þetta er
það sem ég hélt að við værum að tala um en þetta er
það sem ég sé og fæ“. Svo er það útskýrt. Stjórnand-
inn hlustar síðan á rök starfsmannsins og hvernig
hann sér málið. Stóra spurningin er auðvitað; sjá þeir
það sama? Þegar það liggur fyrir á stjórnandinn að
gefa starfsmanninum tækifæri, láta hann sýna sér að
hann sé ennþá rétti maðurinn til að vinna verkið. Síð-
an marka stjórnandinn og starfsmaðurinn næstu
skref. Segja má að gula spjaldinu hafi verið veifað.
Næstu vikur á stjórnandinn siðan að ræða oft við við-
komandi starfsmann um vinnu hans - og hvort þeir
séu á réttri leið saman eða hvort samstarf þeirra
gangi alls ekki upp. A endanum sjá báðir hvort þetta
gengur eða ekki. Hafi heiðarleiki beggja verið fyrir
hendi - og reynt sé að samstarfið gangi ekki upp - á
stjórnandinn ekki að tvínóna við uppsögnina - enda
kemur hún hvorgum á óvart eftír það sem á undan er
gengið. Það kann auðvitað að vera mýkra að láta
23