Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1999, Page 27

Frjáls verslun - 01.02.1999, Page 27
FALLEGUR LÍKAMI „Það sem fyrir okkur vakti var að fá fallegan líkama til þess að auglýsa stoðtækin og eitt af því sem gerði það mögulegt var að við vissum um réttu fyrirsæturnar. Það voru tvö módel sem tóku þátt í þessu. tæki geti komið til dyranna eins og það er klætt. Þetta er ekki veikt fólk þótt það hafi misst útlim. Það getur kannski ekki ákveðna hluti en að öðru leyti getur það lifað eðlilegu lífi.“ íslensk tramleiðsla Árni sagði að þótt Össur auglýsti um allan heim væri auglýsingum alfarið stýrt héðan að heiman. Allar aug- lýsingar fyrirtækisins væru iramleiddar hér heima af íslensku fag- fólki og það væru í raun nokkrir aðilar sem kæmu að slíkum verk- efiium fyrir Össur. „Þessi markaður hefur verið svolítið feimnismál og það hefur verið áhugavert að sjá hvaða leiðir fyrirtæki hafa farið í auglýsing- um. Menn hafa jafnvel gripið til þess ráðs að líma borða fyrir augu fyrirsætna í auglýsingum en þessi hugsunarháttur er mjög á und- anhaldi og breytingar hraðar. Þessi auglýsing á að hreyfa við báðum þeim hópum sem við erum að höfða til; stoðtækjafræðinga og fagfólks en ekki síður til notendanna sjálfra. Hún hefur svo sannarlega hitt í mark.“ Arni og hans fólk á markaðsdeild hefur einnig umsjón með framleiðslu á leiðbeiningum og ijölþættu kynningarefni sem Öss- ur er stöðugt með í framleiðslu. Mikil vinna fer í að laga kynning- arefiii að ólíkum mörkuðum. „Það eru að jafnaði eitt til tvö verkefni frá okkur í prentun í hverri viku.“ Margir leggjast á eitt Það er vottur um breyttan hugsunarhátt að íþróttamenn sem nota stoðtæki og sérstakir keppnisleikar fyrir fatlaða verða stöðugt meira áberandi. Össur hefur tekið vaxandi þátt í ijármögnun slíkra atburða og síðast þegar Olympíuleikar fatlaðra voru haldnir styrkti Össur t.d. þýska keppnisliðið í hjól- reiðum ásamt stórfyrirtækinu Volkswagen. Það var Ólafur Unnar Kristjánsson, hönnuður á auglýsingastof- unni Fíton, sem lagði lokahönd á verðlaunaauglýsingu fyrir Öss- ur. Hugmyndavinna og grunnhönnun kom frá auglýsingafyrirtæk- inu Location Greenland-Iceland, sem er rekið af Vilborgu Einars- dóttur og Kristjáni Friðrikssyni, en Kristján hefur lagt línurnar við gerð fjölmargra auglýsinga fyrir Össur á undanförnum árum, stjórnað kvikmyndatökum á vegum fyrirtækisins og ljósmyndað Vilborg Einarsdóttir og Kristján Friðriksson, sem reka auglýsingafyr- irtœkið Location Greenland-Iceland, áttu hugmyndina að verðlauna- auglýsingunni. talsvert fyrir Össur hf. erlendis. Ljósmyndirnar í verðlaunaauglýs- inguna tók Grímur Bjarnason, en hann hefur lengi tilheyrt þeim hópi sem kemur að auglýsingagerð fyrirtækisins. Af öðrum fag- mönnum í auglýsingagerð, sem unnið hafa með Össuri, má nefna Magnús Arason hönnuð, sem bæði hefur komið að hönnun aug- lýsinga og lagt línur um útlit á vörum og umbúðum, ljósmyndar- ana Ragnar Axelsson og Sigurgeir Sigurjónsson og auglýsinga- teiknarann Gunnar Karlsson. 35 Á íslenska vegi þarf góða bíla Afgreiðslustaðir: Akureyri, Reykjavík, Egilsstaðir, Iiöfn, Vestmannaeyjar og Keflavíkurflugvöllur. VESTMANNAEYJAR Sími: 50 50 600 - Fax: 50 50 650 Netfang: fihertz@icelandair.is 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.