Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1999, Side 28

Frjáls verslun - 01.02.1999, Side 28
VIDTAL □ essi niðurstaða réttarins hefur vakið talsverða athygli vegna þess að í Héraðsdómi var talið að bannið við áfengisauglýsingum bryti í bága við lög um tjáninga- frelsi og gengi þvert gegn ákvæðum stjórn- arskrár. Taldi Héraðsdómur rétt að láta ákærða njóta vafans og sýknaði hann af öllum ákæruatriðum. Allur þessi málarekstur á sér talsverða forsögu á markaðnum þar sem innlendir bjórframleiðendur og heildsalar sem flytja inn bjór hölðu alllengi stigið línudans við mörkin sem liggja milli þess sem má og ekki má í þessum efnum. Ohætt mun að segja að dulbúnar bjórauglýs- ingar hafi vervið orðnar svo algeng- að þurfa að kæra ein- hvern. Þegar héraðsdómur felldi sinn dóm fylgdi mikil skriða opinskárra bjórauglýsinga í kjölfarið. Ef marka má yfirlýsingar lögreglu- stjóra verða allir sem auglýstu bjór kærðir á sömu forsendum og Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Jón Snorri. Engín stefna til í áfengismálum Fijáis versiun hitti Jón Snorra að máli og spurði hann hvort hann væri sáttur við dóminn? „Eg er það í rauninni ekki. Hæstiréttur vitnar til ályktunar Alþingis frá mars 1991 þar sem sett er fram áætlun í 32 liðum um heilbrigðismál. 9. liður ijallar um að draga þurfi úr neyslu áfengis. Hæstiréttur kýs að nýta sér þetta sem stefnu ríkis- stjórnarinnar í áfengismálum. Það er engin stefiia til í áfengis- málum. Með því að vísa til undanþágu laga um tjáningarfrelsi þar sem það varði heilsu manna og tengja þetta tvennt við órökstuddar fullyrðingar um að auglýsingar hvetji til áfengis- kaupa komast þeir að sinni niðurstöðu," sagði Jón Snorri. „Þessi dómur Hæstaréttar er ekki í takt við tímann. í dag eru erlendar áfengisauglýsingar í sjónvarpsstöðvum inni á nánast hverju heimili, bæði beinar auglýsingar og óbeinar. Er- lendir bjór- og áfengisframleiðendur eru orðnir stærstu kostendur margra íþróttaviðburða sem íslensku sjónvarps- stöðvarnar sýna. Með þessu er staðreynd að íslenskirframleið- Dómur Hæstaréflar Jón Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Ölgeröar Egils Skallagrimssonar, gerst brotlegur viö lög sem banna áfengisauglýsingar og dæmdi Reglur Evróputiíngsins um áfengisauglýsingar; 15. grein: S Sjónvarpsauglýsingar og fiarkaupainnskot um áfengi skulu hlíta eftirfarandi viðmiðunarreglum: a) Þau mega ekki beinast sérstaklega að ólögráða börnum eða ungmennum né sérstaklega sýna þau drekka áfenga drykki. b) Þau mega ekki tengja neyslu áfengis aukinni líkamlegri færni né heldur akstri. c) Þau mega ekki skapa þá ímynd að neysla áfengis eigi þátt í félagslegri eða kynferðislegri velgengni. d) Þau mega ekki ekki halda því fram að áfengi hafi lækninga- mátt eða að það sé örvandi, sefjandi eða leið til að leysa per- sónuleg vandamál. e) Þau mega ekki hvetja til óhóflegrar neyslu áfengis eða sýna bindindi eða hófdrykkju í neikvæðu ljósi. f) Þau mega ekki leggja áherslu á hátt áfengismagn drykkj- anna sem jákvæðan eiginleika. -v 28

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.