Frjáls verslun - 01.02.1999, Page 31
VIÐTAL
það auglýsingakostnaði sem ekki verður
nýttur áfram.“
Jókst salan á þeim tegundum sem
auglýstar voru það mikið að þið bæruð
ekki tjón af?
„Auglýsingaherferðir þurfa yfirleitt
lengri tíma til þess að hafa varanleg áhrif.
Það er of skammt liðið til þess að hægt sé
að mæla áhriíin. “
Heldur þú að þessi málarekstur hafi
haft áhrif á ímynd Ölgerðarinnar?
„Nei, ég held að við höfum farið það hóf-
stillt í þetta mál að okkar orðstír hafi ekki
beðið hnekki af. Ef eitthvað er þá opnar
þetta augu manna fyrir þeirri mismunun
sem þarna er í gangi og kannski vill fólk
láta okkur njóta þess. Eg held að Islending-
ar séu á móti misrétti og hræsni.“
Telur þú að þessi dómur og umræðan
í kjölfarið verði til þess að lögunum verði
breytt?
„Ef ekki væru kosningar í vor þá myndi
ég búast við að Alþingi setti á stofn vinnu-
hóp til þess að ræða þessi mál og reyna að
finna flöt á því hvernig mætti komast hjá
misréttinu sem beinist að innlendum fram-
leiðendum og fjölmiðlum. Mér
finnst skammur tími til
þingloka og ég reikna
ekki með því að þing-
menn hafi kjark til
þess að gera breyt-
ingar. Enda finnst
mér að það þurfi
meiri tíma og vand-
aðri undirbúning.
Það er hinsvegar
mjög einkennilegt að
þetta misræmi skyldi
ekki vera leiðrétt þegar
áfengislögin voru endur-
skoouð í fyrra. Þegar end-
urskoðun laganna fór fram í
þinginu var þegar kom-
in fram kæra á aug-
lýsingu okkar á
veltiskiltinu sem
dómurinn fjallar
um.“
ur verið með bjórauglýsingum þar sem
er lítíll rammi í horninu þar sem stend-
ur: Léttöl, eða 0,00%?
„Eg býst við því. Það eru margir innflytj-
endur sem eru að auglýsa vörumerki sín
sem léttöl þrátt fyrir að léttöl af umræddri
tegund sé ekki til í landinu. Eini tilgangur-
inn með því að auglýsa umrætt léttöl er því
sá að fara í kringum lögin um áfengisaug-
lýsingar. Eg býst við að ástandið verði svip-
að og menn fari aftur inn á þessa fáránlegu
braut þar sem verið var í rauninni að aug-
lýsa á dulmáli. En við munum ekki gera
það.“
Nú eru dæmi úr okkar samtíð um
menn sem töldu sig órétti beitta sam-
kvæmt íslenskum lögum, sóttu sitt mál
fyrir erlendum dómstólum og fengu þar
uppreisn æru samkvæmt alþjóðlegum
lögum og lagabreytingar á Islandi fylgdu
í kjölfarið. Nærtækt dæmi er Jón Krist-
insson á Akureyri sem kærði málsmeð-
ferð sína vegna umferðarlagabrots til
Evrópudómstóls og í kjölfarið var skilið
milh dómsvalds og lögreglu með lögum.
Einnig mætti rifja upp málarekstur Þor-
geirs Þorgeirssonar rithöfúndar. Finnst
þér koma til greina að sækja mál þetta
lengra?
„Mér sýnist við ekki hafa kost á
því og ég reikna ekki með því.
Samkvæmt EES samningnum
eru heimildir til þess að tak-
marka auglýsingar á áfengi í
einstökum löndum. Islensk
stjórnvöld hafa þannig heim-
ild til þess að skyggja eða
rugla sjónvarpssendingar
frá kappleikjum þar sem
áfengi er auglýst á búning-
um leikmanna og í bak-
grunni. Það hefur hinsveg-
ar enginn látið sér
detta í hug að
gera það.“
Auglýst á dulntáli
Mun þá dómurinn
hafa þau áhrif að
aftur verði farið að
fara í kringum lög- j(m Snorri Snorrason leggur áherslu á að íslenskir framleiðendur vilji
in eins og gert hef- ekki algert frelsi til þess að auglýsa áfengi.
Viljum ekki algert frelsi „Ég vil
taka skýrt fram að við erum ekki
að biðja um algert frelsi til þess að
auglýsa áfengi. I flestum löndum í
kringum okkur eru einhverjar
hömlur á því og reglur. I því efni
mætti styðjast við viðmiðunarregl-
ur Evrópuþingsins um sjónvarps-
auglýsingar á áfengi. Við sættum
okkur við hömlur á auglýsingum
en viljum að allir sitji við sama
borð, íslenskir framleiðendur og
erlendir samkeppnisaðilar, til að
koma staðreyndum á framfæri við
neytendur.
Viðskiptahættir á íslandi hafa
breyst mikið en lögin hafa ekki
breyst í takt við tímann. í þessum
efnum þurfa leikreglur að vera
skýrar og ganga jafnt yfir alla þátt-
takendur." Œ1
(MECALUX
Lagerlausnir eru okkar sérgrein
Góðir rekkar tryggja hámarksnýtingu á
dýrmætu plássi. Bjóðum allskonar
lager- og hillukerfi. Jafnt rúllurekka sem
innkeyrslurekka, jafnvel færanlega rekka.
Mjög gott verð!
Lyftitæki og trillur færðu einnig hjá okkur.
MECALUX
- gæði fyrir gott verð
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
Sirazsmisr shf
SUNDABORG 1 • SÍMI 568-3300
31