Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1999, Page 35

Frjáls verslun - 01.02.1999, Page 35
STJÓRNUN Snýsl um stjórnun og íjármál Guðmundur Ingvarsson, framkvæmdastjóri hjá / Ingvari Helgasyni, er formaður HSI. uðmundur Ingvarsson, einn þriggja framkvæmdastjóra hjá bílaumboðinu Ingvari Helgasyni hf, hefur gegnt starfi formanns Handknattleikssambands Islands í liðlega 3 ár. í stjórnartíð hans hefur verið mikill uppgangur og Ijármál HSÍ, sem löngum hafa verið vandamál, hafa tekið stakkaskiptum til hins betra. „Eg tel að viðskiptareynsla mín nýtist mér á margan hátt í for- mannsstarfi hjá Handknattleikssambandi ís- lands. Formennska í sambandi eins og HSÍ er eins og að stjórna fyrirtæki. Eg kom inn í stjórn HSI árið 1993, en tók við formanns- starfinu árið 1996,“ segir Guðmundur. „Samband eins og HSI snýst fyrst og fremst um stjórnun og tjármál. Sérsamband eins og HSI verður aldrei rekið með neinum stórum hagnaði eins og gæti gerst í fyrir- tækjum, en markmiðið hlýtur að vera að halda rekstrinum réttum megin við núllið. Helst þyrfti að ná einhveijum afgangi til að skapa svigrúm. Þegar ég kom að þessu sá ég að það væri sambandinu mjög í hag að fá vana viðskiptaaðila inn í stjórnina. Stjórn HSI er í dag eingöngu skipuð viðskiptaaðilum sem eru í stjórnunarstöðum hjá góðum fyrirtækjum. Allir eru þeir tilbúnir að leggja á sig vinnu fyrir HSÍ. Það er ekki beinlínis stefna HSÍ að málum sé þannig háttað, en þau hafa einhvern veginn þróast þannig og hefur gefist vel. Þessir aðilar eru Siguijón Pétursson í SKYRR, Jóhanna Agústa Sigurðardóttir úr VÍB, Bjarni Ásgeir Jó- hannsson úr Reykjagarði, Goði Sveinsson úr Úrval/Útsýn, Hall- gunnur Skaptason úr Fosshótelum og Baldur Guðnason úr Sam- skipum. Allt er þetta fólk úr stjórnarstörfum og mjög samhentur hópur.“ Breiðfylking góðra manna „Það hefur gengið bara nokkuð vel að finna tíma fyrir starf mitt hjá HSÍ, en þvt er ekki að neita að það fer drjúgur tími í þetta. Við erum þrír bræðurnir framkvæmdastjórar hjá Ingvari Helgasyni hf og Bílheimum ehf og við ræddum það auðvitað okkar á milli þegar ég tók að mér formennskuna hjá HSÍ. Ég verð að segja að sá tími sem farið hefur í starfið hjá HSI hefúr miklu fremur komið niður á konu og börnum heldur en fyrirtækinu Ingvari Helga- syni. Hins vegar er mikilvægt að benda á að starfið hjá HSÍ byggist íjarri því á starfi eins manns, heldur miklu fremur á breiðri fylkingu góðs fólks. Við í HSI höfúm ekkert að gera við fólk sem nennir ekki að leggja eitthvað á sig, en allir í stjórn HSÍ eru tilbúnir að fórna tíma sínum. Við erum ekki aðeins með gott fólk í stjórn HSI, heldur erum við einnig svo lánsöm að vera með úrvalsmenn í öllum nefndum sérsambandsins. Það leggur drjúga vinnu á sig þrátt fyrir að vera allt önnum kafið í sinni eigin vinnu. Vandamál HSI voru hér fyrir nokkrum árum íjárhagsmálin, en þau hafa hins vegar færst til betri vegar. Við erum jafnvel að sjá fyrir endann á tjárhagsvandræðum HSÍ og það er aðallega að þakka breiðfylkingu fólks sem hefur áhuga á handbolta og hefur lagt hönd á plóginn. Fjármálin verða hins vegar alltaf þáttur sem sambandið verður að huga að. Miklar kröfur eru gerðar til HSÍ og það er verkefni hverrar stjórnar að halda vel utan um budduna og eyða handbæru fé á skyn- samlegan hátt,“ segir Guðmundur. Útbreidd íþrótt „Ég tel að við hjá stjórn HSÍ þurfum að gera gangskör að því að upplýsa fólk betur um það hvað handbolti er. Handbolti er ákveðin menning hér á landi og eina flokkaíþróttin á landinu þar sem við íslendingar höfum kom- ist á blað á alþjóðavísu. Margar gagnrýnisraddir segja sem svo að það sé enginn vandi af því að handbolti sé ekki útbreidd íþrótt Það er hins vegar tómt kjaftæði því handbolti er spilaður i 165 þjóð- löndum heims. Lartgflest þeirra, eða 139, eru aðilar að IHF (International Handball Federation). Allt tal um annað, eða þegar menn eru að reyna að hífa sjálfan sig upp á kostnað handboltans, er tómt bull. Ef við hins vegar tölum um vandamál allra sérsambanda innan iþróttahreyfingarinnar, þá er brotthvarf ungra íþróttamanna eitt af þeim. Mikið er um að íþróttamenn hætti í sinni grein, telji sig ekki fá nægi tækifæri og telji ekki svara kostnaði að standa í þessu. Annað vandamál, sem blasir við sérsamböndunum, er fækkandi áhorfendaíjöldi á kappleikjum. Ég held að það eigi við um flestar íþróttagreinar innan ISI. Við verðum einnig að koma því að hjá fólki að íþróttir eru stór hluti menningar íslendinga og stórksot- legt uppeldisatriði," segir Guðmundur. 33 BÆTTUR FJÁRHAGUR Við erum jafnvel að sjá fyrir endann á fjár- hagsvandræðum HSÍ og hað er aðallega að bakka breiðfylkingu fólks sem hefur áhuga á handbolta og hefur lagt hönd á plóginn. Það er vekefni hverrar stjórnar að halda vel utan um budduna. - Guðmundur Ingvarsson Hvíld frá viðsMptunum Eggert Magnússon, framkæmdastjóri kexverksmiðj- unnar Fróns, er forseti KSI. ú er liðinn nær áratugur síðan Eggert Magnússon tók að sér forsetastarf hjá Knattspyrnusambandi íslands, einu stærsta sérsambandi íþróttahreyfingar landsins. A hans stjórnartíma hafa umsvif KSÍ vaxið umtalsvert og Eggert verið talinn far- sæll í starfi. Eggert hefur miklu lengur verið forstjóri kexverskmiðjunnar Fróns, en ekki látið það starf aftra sér frá því að gegna forsetastarfinu hjá KSÍ af myndarbrag. Það kom blaða- manni á óvart að Eggert sinnirýmsum öðrum störíúm fyrir utan þau sem hér á undan eru talin. ■■■■■■■■■■■■■■■■■ 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.