Frjáls verslun - 01.02.1999, Side 36
STJÓRNUN
„Ég sinni margvíslegum stjórnarstörfum
umfram forsetastarfi KSI og forstjórastarli
hjá kexverskmiðjunni Fróni. Ég er einnig
stjórnarformaður í Islenskri getspá, Lottó-
inu, og sit einnig í nefndum hjá bæði UEFA
og FIFA,“ segir EggerL
„Þegar ég tók við formennsku í KSÍ árið
1989 var ég búinn að vera formaður í knatt-
spyrnufélaginu Val um nokkurn tíma og
hafði því um skeið fylgst með málefnum KSI úr fjarlægð. Strax á
þeim tíma var ég búinn að gera mér grein fyrir að reka þyrfti sam-
band eins og KSI nákvæmlega eins og fyrirtæki. Reksturinn snýst
að miklu leytd um að ná inn peningum og virkt aðhald til þess að
láta tekjurnar nægja fyrir útgjöldum.
Strax eftir að ég tók við formennsku hjá KSÍ var stefnt að öfl-
ugu skrifstofuhaldi með góðum framkvæmdastjóra og góðu
starfsliði. Þannig hefur starfsemi KSI mótast og vaxið mikið frá
þeim tíma þegar ég tók við starfi sem forseti þess. Árið 1989 var
velta KSI rúmar 40 milljónir en í dag er hún rúmar 160 miUjónir.
Starfsemin hefur aukist gífurlega á þessum tíma.“
Eiga fyrir Útgjöldum „Markmið KSÍ er ekki að skila hagnaði,
eins og er markmið fyrirtækja í viðskiptum, heldur fyrst og fremst
að eiga fyrir útgjöldum. Það er reyndar mín persónulega skoðun
að KSI eigi að safna varasjóðum. Það geta alltaf komið niðursveifl-
ur í þessum rekstri og þá er gott að eiga eitthvert handbært fé tíl
mögru áranna. Að ná því fram gæti hins vegar orðið erfitt fyrir
hreyfinguna og hún gæti átt í vandræðum með að sætta sig við
þannig stefiiu.
Helstu vandamál KSÍ f dag, jafht sem annarra íþróttasambanda
eftir að verkaskiptíng varð milli ríkis og sveitarfélaga um íþrótta-
hreyfinguna, eru þau að sérsamböndin voru skilin eftír í einskis-
mannslandi. Það er í raun og veru enginn
sem hefur áhyggjur af uppbyggingu fyrir sér-
samböndin. Hitt vandamálið sem snýr að
okkur er að sérsamband eins og KSI getur í
raun og veru þanist út í það óendanlega. Við
erum í dag komnir með 4 kvennalandslið, en
tíl samanburðar má geta þess að ekkert
kvennalandslið var hér árið 1990. Karlalands-
liðin eru einnig mörg og við erum með marg-
víslega þjónustu fyrir hreyfinguna sem er í sjálfu sér af hinu góða.
Aðalmálið fyrir KSÍ er að finna réttan flöt tíl þess að afla nægi-
legra tekna sem nægja fyrir rekstrinum. Aðhalds er því þörf. Hægt
er að halda því ffam að það verkefni hafi gengið allbærilega, en
þetta er og verður vandamál. Mikið af mínum tíma á vetrinum hef-
ur farið í að afla samstarfssamninga við KSI. Ég gerði mér strax
grein fyrir því þegar ég kom til starfa að það dygði ekkert annað
en að fyrirtækin fengju verðmæti þeirra peninga til baka sem þau
legðu tíl KSÍ. Það er ekki lengur í gildi nein ölmusa fyrir hreyfing-
una. Þarna eru hrein viðskiptasjónarmið sem ráða ferðinni og þar
kemur að góðum notum að vera með ákveðna tengingu við við-
skiptalifið.
Ég hef fengið mikið út úr því að vera í starfi forseta KSÍ og vil
miklu frekar horfa á þá hlið málsins en þann tíma sem ég eyði í
starfið. Ég er að vinna að því áhugamáli sem ég hef haft frá því ég
var smáguttí. Ég fæ tækifæri tíl að umgangast ungt fólk og ég hef
alltaf haldið þvf ffam að ef maður hefur áhuga á einhveiju þá sé
alltaf hægt að finna tíma. Ég tel til dæmis að star f mitt hjá KSÍ hafi
ekki truflað mig sem forstjóra Fróns og lít raunar á það sem
ákveðna hvíld frá starfi minu. Ég lít einnig á ferðalög, sem ég þarf
að takast á hendur fyrir KSÍ, sem minn frítíma þótt ég þurfi að
sinna skyldum sem forseti sambandsins,” segir Eggert S9
ENGIN ÖLMUSA í GILDI
Það er ekki lengur i gildi nein ölmusa fyrir
hreyfinguna - fyrirtækin verða að hafa hag
af bví að styrkja KSÍ. Það eru hrein við-
skiptasjonarmið sem ráða ferðinni.
- Eggert Magnússon, lorseU KSÍ.
Rekið eins og fyrirtæki
/ /
Arni Þór Arnason, forstjóri Austurbakka, er formaö-
/ /
ur Fimleikasambands Islands, FSI.
□ rni Þór Arnason, forstjóri
Austurbakka, sem meðal
annars selur hinar þekktu
Nike íþróttavörur, tók að sér for-
mennsku í Fimleikasambandi Islands
árið 1996. í formannstíð hans hefur
verið mikill uppgangur hjá FSI, pen-
ingamál sambandsins voru tekin
traustum tökum og jafnvægi komst á
reksturinn. Arni Þór var spurður að
því hvernig það hefði atvikast að hann
heíði orðið formaður Fimleikasambandsins.
„Svona lagað kemur ekki fyrir menn nema þeir séu með ein-
hvers konar félagsmálabakteríu. Ef þú hefur ekki bakteríuna, þá
sleppur þú alveg við að taka að þér þannig störf. Það endar alltaf
með þvf að sá, sem stendur upp og rífur kjaft, er látinn inn í dæm-
ið. Menn gleyma þeirri staðreynd í hita leiksins og lenda þannig í
súpunni," segirÁrni Þór.
„Ég hafði, áður en ég tók að mér formennsku í Fimleikasam-
bandi íslands, starfað í 8 ár í framkvæmdastjórn ISI. Málefni Fim-
leikasambandsins höfðu eðlilega komið upp á borðið í umræðunni
á þeim vettvangi. Ég hafði nokkra reynslu af þessum málum sem
formaður Fimleikadeildar KR. Því miður ríkti þá töluverð fjármála-
óreiða hjá Fimleikasambandi Islands. Félögin tóku sig saman,
settu af eldri stjórn og mynduðu nýja. Ég lenti í því að taka að mér
formennskuna án þess að ég hefði ætíað mér það því ég hef ekk-
ert vit á tæknilegri hlið fimleika. Hins vegar var komið margt topp-
fólk í stjórnina, það vantaði aðeins formann og ég ákvað að slá til.“
Rassvasabókhald ,Á árum áður voru afskaplega litíir peningar
til staðar fyrir íþróttahreyfinguna, hún grundvallaðist að mestu á
gamla góða sjálfboðaliðastarfinu. Þegar peningarnir fóru að koma
inn í hreyfinguna var það oft þannig að forystumenn voru með
einn rassvasa þar sem íþróttapeningarnir voru og hinn rassvasinn
var fyrir prívat peninga. Það segir sig sjálft að áherslur á bókhald
komu mjög seint fram. Ég man eftír því að eitt af mínum fyrstu
baráttumálum í stjórn ISI var að bókhaldið færi upp á borðið
þannig að allir gætu fylgst með hvað væri að gerast og í hvað pen-
ingarnir færu. Þannig er málum háttað nú hjá Fimleikasambandi
íslands. Hafsteinn Þórðarson, gjaldkeri FSI, er tilbúinn með bók-
haldið fyrir árið 1998 og getur lagt það á borðið.
Það er ekkert vit í því að reka sérsamband í íþróttum öðruvísi
en sem fyrirtæki. Það er komið mikið betra skipulag á öll fjármál
36