Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1999, Page 50

Frjáls verslun - 01.02.1999, Page 50
Nýlega var þúsundasta skurðaðgerðin framkvæmd í Lœknastöðinni í Álftamýri. Þar eru tvœr skurðstofur og með fullri nýtingu þeirra verður hœgt að framkvœma á milli þrjú til fjögurþúsund aðgerðir á ári. Læknar geta fengið leigðan aðgang að skurðstofunum. FV-myndir: Geir Olafsson. Einkarekstur í læknisbjónustu „Þaö er tómt mál aö tala eingöngu um ríkisfyrirtœki í lœkningum. Þaö er grundvöllurfyrir einkarekstri og aukinni samkeþþni. Sjúklingar fá val ogþjónustan batnar.“ □ að er Kristleifur Kristjánsson, sérfræðingur í erfða- sjúkdómum barna og framkvæmdastjóri Barnalækna- þjónustunnar ehf., sem svo mælir. Einkarekstur í læknisþjónustu hérlendis færist nú í aukana; læknastofur eru að verða að skipulögðum hlutafélögum þar sem læknar eru hlut- hafar og komnir með þankagang viðskipta sem fylgir rekstri hlutafélaga. Einkastofur í lækningum verða eins og önnur fyrirtæki í samkeppni að eiga sér íramtíðarsýn, fylgjast með og tileinka sér nýjustu tækni - og ekki síst hagræðingu í rekstri. Frjáls verslun ræðir hér við lækna á þremur einkareknum læknastofum sem allar bera einkennisstafina háeff- þ.e. þær eru hlutafélög. Þetta eru fyrirtækin Stoðkerfi ehf., sem reka Læknastöðina í Alftamýri, Barnalæknaþjónustan ehf. í Domus Medica og svo auðvitað Læknahúsið hf. í Domus Medica - en það var stofnað fyrir fimmtán árum og var ein fyrsta einkarekna læknastöðin hérlendis. S3 TEXTI: Jóhanna Á. H. Jóhannsdóttir MYNDIR: Geir Ólafsson

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.