Frjáls verslun - 01.02.1999, Qupperneq 51
STJÓRNUN
Nokkrir afkunnustu bœklunarlœknum landsins tóku sig tilfyrir rúmu ári og
stofnuðu Stoðkerfi ehf sem rekur Læknastöðina íAlftamýri.
Fyrir rúmu ári stofnuðu þeir Stoðkerfi ehf. sem rekur Lœknastöðina í Alftamýri. Hér eru þeir
á fyrsta aðalfundi þess á Hótel Borg á dögunum. Fremri röð frá vinstri: Agúst Kárason
bæklunarlœknir og Stefán Carlsson bæklunarlœknir. Aftari röð frá vinstri: Sighvatur Snœ-
björnsson svœfingarlæknir, Sigurður Asgeir Kristinsson, bæklunarlæknir og framkvœmda-
stjóri, og Brynjólfur Jónsson bœklunarlœknir.
Þeir eru ekki bara kunnir læknar - heldur
líka hluthafar, sem verða nú að tileinka sér
viðskiþtalegan þankagang, eins og að halda
aðalfund, leggja fram ársskýrslu, fylgjast með
tækninýjungum, marka fyrirtæki stefnu í
Ijósi framtíðarsýnar - en umfram allt veita
viðskiptavinum sínum, sjúklingum, þjónustu
sem stenst alla samkeppni - og helst rúmlega
það.
Læknastöðin
toðkerfi ehf., sem rekur Læknastöðina í Álftamýri 5, var stofnað fyrir rúmu ári af
þremur bæklunarlæknum; Ágústi Kárasyni, Brynjólfi Jónssyni og Stefáni Carls-
syni og svæfingarlækninum Sighvati Snæbjörnssyni. Um áramótin bættist Sig-
urður Ásgeir Kristinsson í hópinn en hann hefur tekið að sér starf framkvæmdastjóra.
Alls starfa sautján læknar á stöðinni, tveir hjúkrunarfræðingar, einn sjúkraliði og tveir
læknaritarar annast móttöku og skrásetningu. Flestir læknanna starfa einnig sem sjúkra-
húslæknar á höfuðborgarsvæðinu.
Stoðkerfi ehf. er einkahlutafélag sem rekur Læknastöðina og á húsnæðið í Alftamýr-
inni enda segja þeir ekki mögulegt að reka svona viðamikla starfsemi í leiguhúsnæði.
Móttaka og skrifstofur læknanna eru á götuhæðinni en niðri eru tvær skurðstofur, vökn-
unarherbergi, lager, áhaldaherbergi og fleira sem tengist slíkri starfsemi. Læknarnir
höfðu sjálfir umsjón með breytingum á húsnæðinu þvi þeir vissu best hvað hentaði. Verð-
mæti tækja og áhalda hleypur á tugum milljóna þegar allt er talið. Nýtt tölvukerfi með
svokölluðu Gagnalindaforriti var tekið í notkun en það er sama kerfið og heilsugæslu-
stöðvar og sjúkrahús nota. í tengslum við aðgerðir er hægt að taka ljósmyndir af líkams-
hlutanum sem unnið er við fyrir og eftir aðgerð. Þær myndir munu síðan vera settar inn
í tölvu með sjúkraskrá viðkomandi.
„Þetta er mikil ijárfesting; húsnæði sem afskrifast á fjörtíu árum en tæki á þremur til
tíu árum,“ segja þeir um fyrirtækið. En af hverju að leggja út í einkarekstur með svona
miklum tilkostnaði?
„Aðallega til að þekking okkar komi sjúklingum að gagni. Okkur hefur verið kastað til
og frá innan Sjúkrahúss Reykjavikur og jafnvel á milli sjúkrahúsa. Við höfum sjaldnast
nokkuð um það að segja hvernig, hvenær og við hvaða aðstæður gera á hlutina. Alltaf
fjölgar þeim sem stjórna á meðan þeim fækkar sem vinna verkin. Oft er lítið tillit tekið til
þarfa sjúklinga og biðlistar lengjast. Með einkareknum skurðstofum má létta á sjúkrahús-
unum en eftir sem áður eru þau nauðsynleg þegar um áhættumeiri aðgerðir er að ræða
Verðmæti tækja og áhalda hlaupa á tugum
milljóna króna.
Brynjólfur Jónsson bæklunarlæknir.
eða sjúklingar þurfa meira eftiriit og lengri
legu,“ segir Agúst.
„Ríkið sér um velferðakerfið og síðan
er það ákvörðun ríkisvaldsins hver hlutur
sjúklings er i kostnaðinum. Við erum
verksali en ríkið verkkaupi. I þessum til-
fellum er þjónustan viðskipti og það má
spyrja hvort ríkið eigi bæði að vera verk-
51