Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1999, Síða 52

Frjáls verslun - 01.02.1999, Síða 52
Einkastöðvarnar stytta biðlistana - en 2ja til 3ja vikna bið er eftir aðgerð á Lœknastöðinni í Álftamýri. Ágúst Kárason bœklunarlœknir. kaupi og verksali þar sem öðru verður komið við,“ segir Sigurður Ásgeir. „Hingað kemur sjúklingur og velur sér lækni og milli þeirra verður ákveðið persónubundið trúnaðarsamband. Læknirinn get- ur ákveðið hvað eigi að gera í framhaldinu og fylgt því eftir. Ef sami sjúklingur fer á sjúkrahús ræður hann litlu um hvaða lækni hann fær þjónustu hjá. Að sama skapi fær lækn- ir oft litlu ráðið um framvindu með- ferðar því þær ákvarðanir eru teknar af stjórnunarkerfi," segja þeir. Eins og staðan er í dag er 2ja-3ja vikna bið eftir aðgerð sem hægt er að gera á Læknastöðinni. Þegar kemur að stærri aðgerðum má nefna að 90 manns bíða eftir liðskiptaaðgerð hjá Brynjólfi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Almenningur gerir kröfur „Biðlistar geta sparað sjúkrahúsunum fjárhæðir en óvíst er um þjóðhagslegan sparnað þegar tekið er tillit til vinnutaps, minni skatta og hærri lyfjakostnaðar, auk þess sem mannlegi þátturinn gleymist oft Almenningur gerir aðrar og meiri kröfur í dag. Fólk vill geta sinnt sínu daglega lífi án óþæginda og fáir eru til- búnir til að gefa eftir tómstundir vegna minniháttar krankleika sem tekur enga stund að laga.“ Um muninn á starfsemi sjúkrahúsa og einkarekinna skurðstofa segja þeir að hann sé lítill faglega séð. Verið sé að vinna hliðstæð verk á báðum stöð- um. Sjúkrahús séu nauðsynleg fyrir stærri og áhættumeiri aðgerðir en einkastofúrgetd auðveldlega sinnt öðr- um aðgerðum. Með aukinni tækni fjölgar þeim aðgerðum sem gera má á einkastofum. Hvað varðar stjórnun, starfsmannahald og ákvarðanartöku sé munurinn hins vegar mikill. „Hér ráðum við sjálfir hvað er gert og hvers konar nýtækni og breytingar 52 VERÐASKURÐAÐGERÐ Aðgerð á líðþúfa með liðspeglunartækní er algeng aðgerð Itjá Læhnastöðinni í Álftamýri. Hún kostar um 60 þús. kr. Sendur er reikningur til Tryggingastofnunar upp á 36 bús. kr. (60%) auk 10 þús. kr. vegna efnis- kostnaðar. Reikningur til sjúklings er 24 pús. kr. (40%) en par af fær hann 8 þús. endur- greiddar frá Tryggingastofnun og sé hann með afsláttarkort fær hann 16 þús. kr. endur- greiddar. Afsláttarkort fá sjúklingar sé heild- arlækniskostnaður þeirra orðinn 12 þús. kr. STÚRAR 0G ÁHÆTTUMIKLAR AÐGERDIR „Sjúkrahúsin eru nauðsynleg fyrir stærri og áhættumeiri aðgerðir en einkastofur geta auðveldlega sinnt öðrum aðgerðum. Munurinn á stjérnun, starfsmannahaldi og ákvarðanatöku er mikill á milli sjúkrahúsa og einkastofa." BIDLISTAR STYTTAST „Biðlistar geta sparað sjúkrahúsum fjárhæðir en óvist er um þjóðhagslegan sparnað þegar tekið er tillit til vinnutaps, minni skatttelma, hærri lyfjakostnaðar - auk hins mikla andlega álags sem fylgir þvi gjarnan að verða óvinnufær. Almenningur gerir meiri kröfur nú en áður.“ MIKIL EFTIRSPURN „Við teljum grundvallaratriði að bjóða upp á bestu mögulega tækni á hverjum tíma. Það er mikil eftirspurn efiir þjónustu bæklunarlækna vegna þess að nú er hægt að lagfæra margt sem áður var hreinlega látið ógert." þurfa að eiga sér stað. Mildl áhersla er lögð á innkaupamál og tækjabúnað. Það gerir starfsemina einfaldari og afkastameiri, tryggir gæði og minnkar áhættu fyrir sjúklinga. Við teljum grund- vallaratriði að bjóða upp á bestu mögulega tækni á hverjum tima. Það er mikil eftírspurn eftir þjónustu bæklunarlækna vegna þess að nú er hægt að lagfæra margt sem áður var hreinlega látið ógert nema nauðsyn krefði. Við vitum hvað að- gerð á að kosta til þess að reksturinn beri sig,“ segja þeir og visa tíl síðustu kjarasamninga bæklunarlækna við Tryggingastofnun. Þá hafi verið viður- kennt að inn í verð á aðgerð þurfi að reikna rekstur skurðstofu, laun að- stoðarfólks og kostnað við tækjakaup en mörg þeirra eru einnota. Eins og áður sagði tók Sigurður Ásgeir við framkvæmdastjórn fyrir- tækisins um áramót. Aðspurður segir hann að það komi til greina að fjölga hluthöfum en þá verði litíð fyrst til þeirra sem vinna við stöðina. „Það má segja að fyrirtækið hafi verið reldð af krafti og áhuga þeirra sem við það starfa. Til lengdar gengur ekki að reka fyrirtæki á áhuganum einum saman. Mitt hlutverk er að samhæfa reksturinn, koma skipulagi á bókhald og greiða úr ýmsu sem reynslan hefur kennt mönnum á einu ári. Auk þess þarf þetta fyrirtæki eins og önnur að hafa framtíðarsýn og mitt hlutverk er að hjálpa tíl við þá þróun. Það er að mörgu að hyggja í svona fyr- irtæld þar sem hvert verkfæri kostar þúsundir. Tækniþróun heldur áfram og það hefur sýnt sig að margar að- gerðir eru betur komnar utan sjúkra- húsanna. Við lítum svo á að fyrirtækið sé í vexti og að í framtíðinni fjölgi þeim aðgerðum sem gerðar verði á einka- stofum,“ segir Sigurður Ásgeir Krist- insson, bæklunarlæknir og fram- kvæmdastjóri. 33

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.