Frjáls verslun - 01.02.1999, Side 54
STJÓRNUN
„Barnalækn avaktin er rekin sem einkafyrirtæki þeirra lækna
sem þar starfa án opinberra styrkja annarra en mótframlags
Trygginarstofnunar í komugjaldi, þar sem aftur á móti Lækna-
vaktin og sjúkrahúsin eru fjármögnuð með tugmilljóna framlagi
úr ríkissjóði á ári til að veita í mörgum tilfellum sambærilega þjón-
ustu,“ segir Kristleifur.
„Við höfum velt því fyrir okkur hvort opinberir aðilar ættu að
koma inn í reksturinn með einhveijum hætti þar sem þjónustan
hefúr fyrir löngu sannað sig. Þegar verkfall heimilislækna vofði
yfir fengum við bréf frá borgarlækni um það að búast mætti við
auknu álagi á Barnalæknaþjónustunni. Það út af fyrir sig er viður-
kenning á þörfinni fyrir þjónustuna. Tilkoma vaktarinnar hefur
einnig létt á barnadeildum sjúkrahúsanna. Fyrir utan þjónustu á
stofu sækir fjöldi foreldra ráðleggingar í síma hjá Barnalækna-
þjónustunni. Þrátt fyrir þetta er það vilji okkar eða vera óháðir
hinu opinbera um reksturinn svo lengi sem þess er nokkur kost-
ur en niðurgreiðsla annarrar vaktþjónustu vekur að sjálfsögðu upp
spurningar um jafnræði gagnvart samkeppnislögum."
Innbyggð samkeppni Varðandi samkeppni milli læknanna al-
mennt segir hann að hún sé að mestu leyti innbyggð.
„Þar sem verðið er hið sama hjá læknum með sömu sérgrein
er samkeppni helst að finna í betri þjónustu sem skilar sér til
lengri tíma. Nú er það einu sinni þannig að hver og einn leitar til
þess læknis sem honum líkar við og því má segja að samkeppnin
sé innbyggð," segir Kristleifur.
Bannað að auglýsa Læknar mega ekki auglýsa starfsemi sína
nema með tilkynningum um opnun stofu, breyttan stofutíma og
flutning stofu. „Það er eðlilegt að læknar geti ekki auglýst kosti
sína á kostnað annarra lækna. Hins vegar ættu þeir að geta aug-
lýst meira í formi tilkynninga um þjónustu. Barnalæknaþjónustan
gæti þá tilkynnt t.d. með auglýsingu að hún sé opin alla daga árs-
ins nema jóladag og nýársdag og minnt á tilvist þjónustunnar með
reglubundnum hætti. Einnig er þróun í vísindum og tækr.i það ör
að almenningur getur ekki fylgst með nema hann sjái um það fjall-
að, Ld. í formi tilkynninga.
Varðandi framtíðina býst Kristleifur við aukningu á einkarekn-
um læknafyrirtækjum.
„Það er tómt mál að tala eingöngu um ríkisfyrirtæki í lækning-
um. Þótt Islendingar séu fáir er grundvöllur fyrir einkarekstri og
aukinni samkeppni. Það gefur sjúklingum meira val og þeir læra
hvað felst í hugtakinu góð læknisþjónusta. Við sjáum það á barna-
læknavaktinni að fólk kann að meta það sem þar er boði,“ segir
Kristleifur Kristjánsson, barnalæknir og sérfræðingur í erfðasjúk-
dómum. [E
flðstaða upp
á það besta
Jens Kjartansson lýtalæknir er bæði hluthafi í
Læknahúsinu hf. og Laser-lœkningu ehf í Domus Medica
en Laser-lækningar tóku til starfa um síðustu áramót.
æknahúsið hf. var stofnað fyrir fimmtán árum og var
meðal fyrstu einkareknu handlæknastöðvanna. Hluthaf-
ar eru nú 13 læknar og starfa þeir allir við stöðina.
Læknahúsið flutti nýverið í nýtt og glæsilegt 300 fermetra hús-
næði á 6. hæð í Domus Medica. Domus Medica er almennings-
hlutafélag og á Læknahúsið hf. hlut í félaginu. Hlutafélag Domus
Medica á þetta nýja húsnæði en eigendur Læknahússins eiga all-
ar innréttingar og tæki. í húsnæði Domus Medica er rekin alhliða
læknastarfsemi með læknastofum, bæði heimilislækna og sér-
fræðinga, röntgengreiningu, rannsóknarstofum, apóteki og nú
síðast bættust við skurðstofur Læknahússins þar sem starfa sér-
TVfi ÞÚSUND AÐGERÐIR Á ÁRI
Tvö þúsund aðgerðir eru framkvæmdar hjá Læknahúsinu á ári og kosta
þær frá 2 þús. kr. upp i um 85 þús. kr. Meginreglan er sú að
Tryggingastofnun greiði 60% af kostnaðinum og sjúklingur 40% en fari
hlutur sjúklings ytir 12 þús. kr. fær hann afsláttarkort þannig að
Tryggingastofnun greiðir enn stærri hluta kostnaðarins.
fræðingar í svæfingum, almennum skurðlækningum, bæklunar-
skurðlækningum, barnaskurðlækningum, lýtalækningum, þvag-
færaskurðlækningum og æðaskurðlækningum.
A sömu hæð er líka starfsemi Laser-lækninga ehf. sem tók til
starfa um síðustu áramót, og hafa þessi tvö fyrirtæki sameiginlega
móttöku. Sex lýtalæknar og einn æðaskurðlæknir eiga og reka
Laser-lækningu. Fyrir utan lækna starfa þrír hjúkrunarfræðingar
og einn ritari hjá Læknahúsinu og Laserlækningu.
Jens Kjartansson lýtalæknir er einn hluthafa í Læknahúsinu en
hann á einnig hlut í Laser-lækningu. Hann starfar í stjórnum
beggja félaga, sem ritari í stjórn Læknahússins og stjórnarformað-
ur Laser-lækninga. Að auki er hann yfirlæknir handlæknisdeildar
St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
„Stjórnarstörfin eru alls ekki tímafrek enda hittast hluthafar
nær daglega við vinnu sína. Stjórn er kosin til tveggja ára í senn og
oft endurkjörin ef menn nenna að starfa áfram innan hennar. Ég
hef gaman af þessu og sérstaklega af því við getum stjórnað þeirri
umgjörð sem við vinnum í,“ segir Jens.
Fullkomin aðstaða Læknahúsið hf. var áður til húsa í Síðumúl-
anum. Þar var orðið mjög þröngt um starfsemina og þegar félagið
jók hlutaféð á síðasta ári var ráðist í byggja upp nýja starfsemi í
Domus Medica. Jens segir að skurðstofurnar séu ekki fullnýttar
og hugsanlegt sé að fjölga hluthöfum til að fá betri nýtingu. í hús-
næðinu eru tvær fullkomnar skurðstofur með einu stóru „vöknun-
arherbergi" þar sem sex geta verið í einu. Þess utan eru tvö mót-
tökuherbergi sem allir læknar hafa aðgang að, búningsherbergi
fyrir sjúklinga, kaffistofa, þvottaherbergi með dauðhreinsitækjum
og aðstaða til að pakka þeim.
„Þessi aðstaða er með því besta sem fáanlegt er í dag að sjúkra-
húsum meðtöldum,“ segir Jens. Laser-lækning er aðskilin starf-
semi Læknahússins og hefur hún tvö herbergi til umráða: Mót-
töku og svo herbergi inn af henni þar sem laserlækningatækið er.
m
54