Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 6

Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 6
RITSTJÓRNARGREIN FBA-menn brjóta ísinn Stjórnendur Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, FBA, hafa brotið ísinn varðandi ný launakjör stjórn- enda á Islandi. Fleiri fýrirtæki munu sigla í kjölfarið og taka upp sama kerfi. Svo mikil skjálftavirkni er í þessu ísbroti að í tramtiðinni verður ársins 2000 minnst sem 'ársins þegar launakjör stjórnenda í ís- lenskum íýrirtækjum breyttust og hærri launagreiðsl- ur en áður runnu til stjórnenda. I minningunni verður þetta árið sem árangurstengd laun stjórnenda urðu ríkjandi form, líkt og þekkst hefur í áratugi hjá stjórn- endum vestanhafs en síður í Evrópu, einna helst í Englandi. Hvetjandi launakeríi íyrir stjórnendur hafa hins vegar breiðst út í Evrópu á síðustu árum, t.d. á Norðurlöndun- um og í Þýskalandi. Ætla má að hérlendis verði þessi kjör lyrst ríkj- andi í stærstu fyrirtækjum landsins en teygi sig eftir það yfir í þau smærri. Það mun taka viðskiptaumhverfið og þjóðfélagið allt nokkurn tíma að átta sig á þessu nýja fyrirkomulagi og samþykkja það - enda mun bilið á milli hæstu launa og lægstu vaxa. En við þess- ari þróun verður ekki spornað; það er hinn kaldi veruleiki. Breytir þar engu þótt samfélagið nötri í fyrstu og stjórnmálamenn reki upp harmakvein og blóti einkavæðingunni eftir á. Markaðsöflin ráða þessu og í þessum eíhum verður ekki barist við þau frekar en fyrri daginn. Sem launþegi mun almenningur hneykslast á háum launum stjórnenda en sem hlutafjáreigandi kinkar hann kolti og segir ,já“ og er sama þótt forstjóri fái 20 eða 30 milljónir í laun á ári skapi hann á móti 1 eða 2 milljarða í hagnað og hækki gengi hlutabréfa í fyrirtæk- inu. Enda ef vel gengur, hvers vegna þá ekki að borga fólki almenni- leg laun, forstjórum sem almennum starfsmönnum? Róið UPP á hlut Raunar eru hvetjandi laun ekki nýrra form en svo að á Islandi hefur verið róið upp á hlut í óratíma - og engum þótt til- tökumál. Hvers vegna breytist viðhorfið þá svo mikið þegar kaup- auki fyrir vel unnin störf færist yfir í önnur fyrirtæki, til dæmis þau sem byggja á menntun, þekkingu og hugviti og ráða yfir stjórnend- um og lykilstarfsmönnum sem margir hverjir gætu líklegast valið um störf erlendis - og þjóðfélagið mætti sfst við að missa? En þrátt fyrir allt umtalið og geðshræringuna í kringum tekjur æðstu stjórn- enda FBA, forstjóra og þriggja framkvæmdastjóra, er það svo að tekj- ur forstjórans hafa sést áður á íslandi - og vel það. Raunar gætti nokkurs misskilnings í fréttum af tekjum fjórmenninganna hjá FBA eftir aðalfund félagsins. Þeir voru sagðir fimm og vera með 85 milljónir í laun og kaupauka á síðasta ári, eða um 17 milljónir á ári að jafnaði. Og út frá þeirri tölu spratt allt umtalið. Hið rétta er að þeir eru fjórir og höfðu samtals 50 milljón- ir í laun og kaupauka á síðasta ári, eða samtals um 12,5 milljónir á ári að jafnaði. Það eru góðar tekjur og ljóst að framkvæmdastjórarnir þrír, sem eru næstráðendur, eru í allra efsta kanti í tekjum borið saman við stjórn- endur í sambærilegum stöðum. Þess má geta að sam- kvæmt síðasta tekjublaði Frjálsrar verslunar voru um 96 forstjórar, bankastjórar og aðrir í atvinnulífinu með tekjur yfir 1 milljón á mán- uði. Hins vegar hafa flórmenningarnir unnið sér inn um 35 milljónir samtals í kaupauka á þessu ári, þ.e. ofan á föstu launin, og hafa feng- ið um 17 milljónir af honum greiddar út, eða um 4,3 milljónir að jafn- aði. Afgangurinn kemur til greiðslu á næstu tveimur árum nái bank- inn ákveðnum árangri. Þannig þurrkast þessi kaupauki út verði hagnaður bankans t.d. „aðeins" 800 milljónir eftir skatta á næstu árum. Tekjur þessa árs verða því enn hærri hjá íjórmenningunum í FBA Þess utan eru þeir stórir hluthafar í bankanum. Fara Sér hægar? Spyrja má hvort þeir hefðu átt að fara sér hæg- ar í kaupaukanum og láta föstu launin og bættan hag í gegnum hlutabréfaeign sín duga - svona til að gefa þjóðfélaginu tíma til að kyngja nýjum kjörum. Sá aðlögunartími hefði raunar aldrei getað orðið annað en mjög stuttur því brestir voru komnir í ísinn vegna þessa launafýrirkomulags í nágrannalöndunum. En þeir tóku ákvörðun um að brjóta ísinn og koma á hvetjandi launakerfi fyrir stjórnendur; kerfi sem byggist á launum og kaupauka (bónus) og síðar mun svonefndur hlutabréfaauki bætast við. Þetta er kerfi sem verður frá og með þessu ári ríkjandi í íslenskum fýrirtækjum og mun ekki aðeins ná til stjórnenda heldur almennra starfs- manna líka eftir einhverjum leiðum. Þessi þróun verður ekki stöðvuð þótt nokkurn tíma taki fýrir samfélagið og stjórnendur sjálfa að Iaga sig að henni. Jón G. Hauksson jpt 1 7 F rrzarmrr )^m rrm i Z3+ JJjJ Stofiiuð 1939 Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 62. ár Sjöfn Guðrún Helga Geir Ólafsson Hallgrímur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Kgilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlitsteiknari RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir BIAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson UMBROT: Hallgrímur Egilsson ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSIA: ÁSKRIFTARVERÐ: 3.185 kr. fyrir 1.-5. tbl. -10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. DREIFING: Talnakönnun, hf., sími 5617575 FIIJVIUVINNA PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. UTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is ISSN 1017-3544 6

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.