Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 10

Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 10
FRÉTTIR Davíð Scheving Thorsteinsson framkvœmdastjóri ogEinar S. Ein- arsson, forstjóri VISA Islands, á spjalli. Hreggviður Jónsson, forstjóri Islenska útvarpsfélagsins og Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtœkjasviðs Landsbanka Islands. „Ég mun beita mér fyrir því að Verslunarráð Islands verði leiðatidi afl í því að gera Island að þekkingarþjóðfélagi, “ segir Bogi Pálsson, nýkjörinn formaður Verslunarráðs. FV-mynd: Geir Olafsson. Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarpaði Viðskiptaþing í upþhafi. Hér sést hann á tali við samflokksmann sinn og framkvæmdastjóra Verslunarráðs, Vilhjálm Egilsson alþingismann. Viðskiptaþing ! iðskiptaþing Verslun- arráðs Islands árið 12000 var haldið á Grand Hótel miðvikudaginn 16. febrúar undir kjörorðinu „Atvinnulíf framtíðarinnar: ísland alltaf meðal tíu bestu“. Davíð Oddsson for- sætisráðherra ávarpaði þingið í upphafi og íjallaði um ástand og horfur í mál- efnum þjóðarinnar. A Við- skiptaþinginu var lögð fram ítarleg málefnaskýrsla um framtíðarhorfur og stefnu- mótun í íslensku atvinnulífi. Nýrformaður Verslunarráðs: Mannauður og |iel(l(ing ogi Pálsson, forstjóri P. Samúelssonar ehf., tók við formennsku af Kolbeini Kristinssyni, fram- kvæmdastjóra Myllunnar, í nýrri stjórn Verslunarráðs Is- lands á aðalfundi nýlega. Hann segir að áherslur Versl- unarráðs hljóti að breytast í takt við breytt þjóðfélag á nýju árþúsundi. „Það er tvennt sem ég legg áherslu á. I fyrsta lagi erum við að renna inn í þekkingarþjóðfélag þar sem mannauður og þekking skipta meira máli en áður og við munum sinna málum því viðkomandi af mikilli alúð í framtíðinni, sérstaklega þar sem við höfum staðið að rekstri Verzlunarskóla Is- lands, í áratugi, og nú einnig Háskólanum í Reykjavík. Framtíðartækifæri íslensks atvinnulífs koma til með að byggjast í mun meira mæli á háu tæknistigi sem kallar á hærra þekkingarstig vinnu- afls í þjóðfélaginu. Eg mun beita mér fyrir því að Versl- unarráð Islands verði leið- andi afl í því að gera Island að þekkingarþjóðfélagi. I öðru lagi er að verða til virk þátttaka almennings í íýrir- tækjarekstri í gegnum hluta- bréfamarkaðinn. Ríkisfyrir- tæki eru að komast í aukn- um mæli í eigu almennings í formi hlutafélaga og hlutafé- lög eru almennt farin að sækja fé til einstaklinga sem binda sparifé sitt í hlutabréf- um. Hér er því að skapast opinn og virkur íslenskur fjármálamarkaður,“ segir Bogi. 33 10 MV PP\/ RAPrnntO Thn Mar OQ 90nn 1Q-dn-QQ

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.