Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 21

Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 21
HLUTABRÉFAMARKflÐURINN 30 milijónir við 65 ára aldurinn Fólk er í ríkara mæli farið að gera framtíðaráætlanir, eins og hvenær það ætli á eftirlaun, og stilla upp dæmum um hversu mikla hlutabréfaeign það ætli að eiga þegar það fer á eftirlaunaaldurinn, t.d. 10 milljónir, 20 milljónir, 30 milljónir króna eða þaðan af meira. Eru blihur á lofti fyrir fjárfesta? Ýmsir spyija sig hvort hægja muni á efnahagsstarfseminni hérlendis á þessu ári og þeim næstu. Eru blikur á lofti fyrir ijárfesta? Engin óveðursský eru framundan - en engu að síður spáir Þjóðhagsstofnun því að hægja muni á hagvexti hérlendis. Hagvöxtur verður um 2,9% á þessu ári, 1,6% á þvi næsta og um 2,0% á árinu 2002. Undanfar- in fjögur ár hefur hins vegar verið yfir 5% hagvöxtur. Það hag- vaxtarskeið, sem hófst á árinu ‘94 og hefur núna staðið í sam- fellt sex ár, fer brátt að skipa sér með öflugustu hagvaxtarskeið- um hérlendis. Uppsveiflurnar á árunum ‘76 til ‘81 og frá ‘61 til ‘67 teljast enn með þeim öflugustu. hagvöxtur til ársins 2020 verði um 4 til 5% á ári. Sigurður seg- ir orðrétt: „Hugsum okkur að næstu tuttugu árin verði nær samfellt tímabil hagvaxtar og aukinnar hagsældar á Islandi og um víða veröld. Allar álfur veraldar eru nú tengdar saman í eina heild með nýrri tækni, betri þekkingu, nýjum sam- göngutækjum, interneti og WAP-simum. Hugsum okkur að öll þessi tækni leiði til þess að hverjar tvær hendur nái að skapa 4 til 5% meiri verðmæti ár frá ári næstu tvo áratugina. Ef þetta tækist hér á Islandi yrðu tekjur landsmanna meira en tvöfalt hærri árið 2020 en þær eru núna og meira en fjórfalt hærri en þær voru árið 1980.“S!j Standið vaktina gagnvart Evrópu í Bandaríkjun- um hefur verið öflugt hagvaxtarskeið frá árinu 1991. Raunar hafa Bandaríkin verið öflugasta hag- vaxtarsvæði í heimi á þessu tímabili og hlýtur það að teljast rós í hnappagat Bill Clintons Bandaríkja- forseta sem þar hefur haldið um sljórnvölinn í rúm sjö ár. Búist er við að það hægi á hagvexti vetan- hafs og að Evrópa taki við sem helsta hagvaxtar- svæði heims á næstu árum, en hagvöxtur í Evrópu hefur verið fremur hægur undanfarin ár. Þetta kann að þýða að fjárfestar ættu að standa vaktina gagnvart Evrópu á næstu árum; að þar verði góð tækifæri að grípa. í Bandaríkjunum verður þó áfram öflugasti hlutabréfamarkaður heims og þar er langstærsti hluti alls hlutafjár í heiminum. Olíuverð hækkar Ef það er eitthvert óveðursský á himni, sem gæti haft veruleg áhrif á hagvöxt á komandi árum og áratugum, er það hækkandi ol- íuverð eða að olía muni hreinlega þverra. Olíuverð hefur hækkað býsna mikið á alþjóðamarkaði að undanförnu og hefúr ekki verið hærra í tíu ár. Hrá- olíutunnan fór t.d. 7. mars sl. í yfir 30 dollara. í ol- íukreppunni árin 1979 og 1980, þegar hráolíutunn- an fór upp í 40 dollara, hægðist á allri efnahags- starfsemi í heiminum, atvinnuleysi gerði vart við sig á sama tírna og verðbólga fór af stað, enda olía dijúgur þáttur í aðföngum margra iyrirtækja. Segja má að á þessum árum hafi svonefnd Phillips- kúrfa, sem lýsir sambandi atvinnuleysis og verð- bólgu, raskast; atvinnuleysi og verðbólga jukust á sama tíma. Ljúkum þessu með annarri tilvitnun í Sigurð B. Stefánsson, hagfræðing og framkvæmdastjóra VÍB, þar sem hann fjallar í Morgunblaðinu um hugsanlega langa uppsveiflu í hagvexti okkar ís- lendinga. Þessi uppsveifla gengur út á að árlegur öryggi Öryggisskáparnirfrá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skáparnir sem eru í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. H < s «8 O O o Ul 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.