Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Side 27

Frjáls verslun - 01.02.2000, Side 27
HÁTÆKNI Kögunar tæki. Fyrir átti Kögun dótturfélögin Navision Software Island og Kögurnes. Af um 115 starfsmönnum Kögunar og dótturfélaga starfa um 30 við að þjón- usta IADS loftvarnarkerfið á Keflavíkur- flugvelli. Raunar byijaði Kögun að þenjast út fyrir um þremur árum, árið 1997, þegar félagið keypti dreifingaréttinn á Navision Financials viðskiptahugbúnað- inum af verkffæðistofunni Streng. Um- talsverð aukning hefur orðið í sölu á þessum hugbúnaði á undanförnum árum og tvöfaldaðist salan á síðasta ári. Þýðingastofan Sprok, dótturfýrirtæki Kögunar, er einmitt sprottin út úr þessu um- hverfi en segja má að grunnurinn hafi verið lagður þegar Navision Software ísland réð til sín þýðendur til að staðfæra Gengi bréfa í Kögun hefur hœkkað ótrúlega síðustu vikurn- ar og er markaösverb Kögunar núna um 4,0 milljardar króna. Stefnt er að skráningu á Verð- bréfaping innan skamms. Eftir Jón G. Hauksson Myndin Geir Ólafsson Navision-hugbúnaðinn. Dýrt þýðingar- verkefni varð grunnur að nýju fýrirtæki. Annað stórverkefni var þýðing Windows stýrikerfisins fyrir Microsoft. Sprok er alhliða þýðingastofa og fæst ekki bara við að þýða hugbúnaðarkerfi. Þetta hótst allt með IADS Gunnlaugur var aðalhvatamaðurinn að stofnun Kög- unar og vann að henni í þrjú ár samhliða því að vera framkvæmdastjóri Þróunar- félagsins. Hann söðlaði síðan yfir og fór alfarið að vinna hjá Kögun árið 1993. Til- gangurinn með stofnun Kögunar var frumkvöðlastarf. Ráðast átti í verkefni sem aldrei áður hafði verið tekist á við hérlendis; þátttöku í gerð svonefnds IADS loftvarnarkerfis fyrir NATO. Að forminu til vann Kögun þetta verk fyrir Ratsjárstofnun. IADS er talið eitt af full- komnustu loftvarnarkerfum sem smíðað hefur verið í heiminum og hefur Kögun komið að öllum þáttum kerfisgerðarinn- ar, allt frá hönnun og forritun til uppsetningar og reksturs. „Vinna við loftvarnarkerfið er núna aðeins hluti af starf- semi Kögunar. Fyrirtækið hefur verið í ýmsum verkefnum t.d. íýrir Orkuveitu Reykjavíkur og íslandsbanka, auk þess sem Jón Bergþór Kristinsson, rekstrarstjóri Kögunar á Keflavíkurflugvelli, Gunnlaugur, Bjarni Birgisson, tæknilegur framkvœmdastjóri, og Katrín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Navision Software ísland. 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.