Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 30

Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 30
UPPLÝSINGATÆKNI Umræða um rafræn viðskipti (Elect- ronic Commerce) hefur farið vax- andi á síðustu árum en um leið hef- ur áherslan á mismunandi tækni verið að breytast. Fyrir nokkrum árum var mikið rætt um notkun EDI og töldu margir að það myndi leysa allan vanda. Nú á síðustu misserum hefur áherslan hins vegar verið á notkun Veraldarvefs- ins (World Wide Web) og hefur fram- gangur hans verið mikill enda um mjög sveigjanlega tækni að ræða. Nú á allra síðustu mánuðum hefur bæst inn í þessa umræðu tækni eins SMS og WAP og síð- ast en ekki síst er XML tæknin, sem er rétt að koma inn í umræðuna. Fleira má nefna en það fer dálítið eft- ir því hvernig rafræn viðskipti eru skil- greind. Eru þetta tísku- bylgjur? Ekki er laust við að sumir spyrji hvernig það sé með alla þessa tækni, er gagn að henni eða er bara Edi, Netid, SMS, WAPog XML. Margir stjórnendur eru ab verba eitt spurningamerki vegna rafrænna vibskipta og spyrja sem svo: Hvernig erpab meb alla pessa upplýsinga- tækni, ergagn ab henni eba er hún tískubylgja? Efdr Georg Birgisson Myndir: Geir Ólafsson um tískubylgjur að ræða? Ljóst er að í hverri tæknibyltingu fara margir af stað í fjárfestingar en draga sig síðan til baka eftir að hafa lagt í mikinn kostnað en uppskorið lítið. Afleiðingin er sú að menn setja gjarnan spurningamerki við arðsemi fjárfestinga í rafrænum við- skiptum. Vandamálið er hins vegar það að oft er fjárfest í upplýsingatækni tækninnar vegna, á meðan hún er í tísku. Sem dæmi um þetta er hinn mikli fjöldi vefsíðna sem fyrirtæki hafa sett upp á síðustu misserum en eru sjaldan skoðaðar og sjaldan uppfærðar. Góður árangur Staðreyndin er þó sú að í hverri tæknibyltingu á sviði rafrænna viðskipta er töluverður fjöidi fyrirtækja sem hafa náð góðum árangri í notkun viðkomandi tækni og þær fjárfestingar því skilað umtalsverðum arði. Þetta á einnig við um EDI væðinguna þó svo að EDI hafi ekki reynst vera sú allra meina bót sem sumir töldu þegar sú tækni var í tísku. Fjöldi íyrirtækja er í dag að nýta sér EDI með mjög góðum árangri. Byrjað á öfugum enda Hvers vegna er árangur íyrirtækja af notkun rafrænna viðskiptalausna svona misjafn? Skýringin er að oft er byrjað á öfugum enda. Byrjað er á tækninni og hún notuð óspart. Réttara væri að skoða reksturinn, meta hvaða þættir í starfseminni valda kostnaði og/eða hafa mest áhrif á gæði, skoða eðli þessara starfsþátta og síðan velja tæknina eftir því sem best á við. Þessu má líkja við að smiður horfi fyrst á markmið sitt, sem er að byggja eitthvað, og notaði síð- an sög ef hann þyrfti að saga, frekar en að taka íýrst upp sög- ina og leita að einhverju til að saga. Hvaða tækni á að nota? Þá er það spurningin um það hvern- ig íyrirtæki geti notað sér rafræn viðskipti og hvaða tækni eigi að nota. Það er mjög misjafnt því eðli rekstrar er misjafnt og má nefna nokkur dæmi: * Fyrirtæki hafa marga viðskiptavini í óformlegum viðskipt- um með síbreytilegar vörur. (T.d. matvöruverslanir) • Viðskiptavinir eru í föstum viðskiptum með staðlaðar vör- ur. (T.d. seljendur rafmagns) 30 Waþ-símar eru á meðal tækninýjunga í uþþlýsingabyltingunni. Waþ-sím- ar tengja farsímanotendur við Netið og henta því afar vel fyrirfólk í við- skiþtum sem eru mikið á ferðinni - líkt og GSM-símar almennt.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.