Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Síða 60

Frjáls verslun - 01.02.2000, Síða 60
MENNINGARBORG Japönsk menning Við erum mjög stoltir af því að hafa fengið tækifæri til að vera einn af máttarstólpum menningarborgar- innar,“ segir Hugi Hreiðarsson, kynning- arfulltrúi Sjóvá-Almennra. ,AHt frá stofn- un félagsins íyrir tíu árum hefur þátttaka í menningar- og listalifi landsmanna verið hluti af starfseminni og því passar menn- ingarhátíðin vel inn í það sem við erum að gera. Við viljum gjarnan skilgreina okkur í víðara samhengi og þar kemur menn- ingin svo sannarlega inn í.“ Menningarsjóður fyrirtækisins tekur á ýmsu, svo sem listum og forvörnum og raunar flestu því sem til heilla er í ís- lensku samfélagi. Hann var stofnaður árið 1997 og hefur umsóknum í hann farið stöðugt fjölgandi en veitt er úr sjóðnum einu sinni á ári. Það seg- ir okkur einfaldlega að menningin er að verða stærri hluti af daglegu lífi fólks. Styrkja einstök verkefni Sjóvá-Almennar koma að menningar- borginni á tvo vegu. Annars vegar með beinum fjárstyrk sem máttarstólpi og hins vegar með beinum ijárstuðningi við ein- stök verkefni. Hugi segir nokkuð hafa verið leitað til fyrirtækis- ins eftir styrkjum af hálfu þátttakenda. „í stað þess að þurfa að vega og meta fjöldann allan af þeim verkefnum sem tengjast menn- ingarhátíðinni þá ákváðum við að velja úr fjögur sem við styrkjum beint.“ Fyrsta verkefriið sem fyrirtækið styrk- ir heitir Stjörnur himinsins og er verkeihi sem tengist þroskaheftum. Yerið er að gera 45 mínútna langa kvikmynd þar sem ýmsir frægir leikarar leika hlutverk eftir handriti sem hópurinn hefur sett saman. Hugi segir þetta verkefhi mjög spennandi og í bígerð sé að víkka það enn frekar út með því að styrkja einn einstakan leik- hóp. Börn og menning Næsta verkefni er svo 2000 börn sem er samvinna Reykjavíkur og Kramhússins. I verkeíhinu fá sex ára börn á höfuðborgarsvæðinu að svala list- sköpun sinni en haldin verður sýning á verkum barnanna í endaðan maí. „Eitt af því sem mér finnst sérstaklega spennandi er þriðja verkefnið okkar,“ segir Hugi. Olafur B. Thors, framkvæmda- stjóri félagsins, er aðalræðismaður Japans á Islandi og þvi fannst okkur tilvalið að styrkja verkefni sem tengst gæti menn- ingu þess lands. Japanski listamaðurinn Keizo Ushio mun í sumar verða með myndlistar- og skúlptúrsýningu en verk hans eru eins konar stærðfræðilíkön, eða tákn, sem hann vinnur í stein með meitli og bor. Mörg verka hans eru gríðarstór og geta vegið nokkur tonn. Eitt af hans smærri verkum verður sýnt hér í anddyrinu í Kringlunni 5 allan júlímánuð og erum við mjög spenntir fyrir því. Við vonumst að með þessu getum við fært listina til fólksins því auðvitað kemur tjöldinn allur af fólki hingað til okkar daglega." Fyrsta píanókeppnin hér á landi? Síðasta verkið sem Sjóvá-Al- mennar styrkja er alveg nýtt af nálinni. Það er píanókeppni ungra píanóleikara sem Unnur Vilhelmsdóttir er í forsvari fyrir sem fulltrúi Islandsdeildar EPTA Þessi keppni verður haldin í nóvember og verður keppt í fimm flokkum sem skiptast niður eftir þemum og aldri, en enginn keppandi er eldri en 25 ára. „Mér skilst að þetta sé fyrsta keppni sinnar tegundar á Islandi og því er mjög spennandi að eiga þátt henni,“ segir Hugi að lokum. ŒJ Hugi Hreiðarsson hjá Sjóvá Almenn- um segir jyrirtœkið hafa tekið um það ákvörðun að styrkja beint jjögur verkefni ásamt því að styrkja menningarborgina með fjárframlögum. Sjóvá-Almennar eru einn af máttarstólpum menningarborg- arinnar auk pess sem félagið styrkirýmis verkefni á hátíð- inni, eins og sýningu japanska listamannsins Keizo Ushio. Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Mynd: Geir Ólafsson n»n í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.